Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Taka þarf tillit til staðreynda við endurskoðun veiðigjaldsins Í meðförum Alþingis á frumvarpi til laga um veiðigjöld vakti Landssam- band smábátaeigenda (LS) athygli á nokkrum þáttum sem þar mættu betur fara. Þeirra fremst var að sundurgreina sérstaka veiðigjaldið í meira en tvo gjaldflokka; botn- og uppsjávarfisk, þar sem gjaldið er eilítið hærra á hvert ígildi uppsjávarfisks. LS hvatti atvinnuveganefnd Alþingis til að skoða afkomu smábátaútgerðarinnar sérstaklega til að sanngjarnt gjald fengist hjá þeim útgerðarflokki. Þegar rykið sem þyrlað var upp í umræðunni um málefnið er sest er öllum ljóst að afkoma einstakra útgerðarhópa er mjög mismunandi og því beinlínis rangt að láta þorskígildisstuðlana vera ráðandi þátt í gjaldtökunni, þar sem þeir eru ekki mælikvarði á hagnað heldur útflutningsverðmæti hverrar tegundar miðað við þorsk. Þá vakti Brim hf. athygli á því í blaðaauglýsingum hvernig ein- stökum fyrirtækjum væri mismunað eftir því hvaða tegund vinnslu þau stunduðu og þar með „hvar framlegðin af viðkomandi fisktegund verð- ur til“. Við endurskoðun laganna er nauðsynlegt að breytingar taki tillit til framangreindra staðreynda og leiði þannig til meiri jöfnuðar innan útgerðarinnar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í grein í Fréttablaðinu Þurfum breiðan hóp útgerðarflokka Það er almennt hægt að segja að hljóðið sé léttara í okkur sem rekum það sem kallast litlar eða meðalstórar fiskvinnslur. Við bindum vonir við að nýr sjávarútvegsráðherra vinni í þágu þjóðarinnar og hagsmunir íslensku þjóðarinnar og hagsmunir sjávarútvegsins hafa löngum farið saman. *** Ég hef enga trú á því að LÍÚ muni stjórna sjávarútvegsráðuneytinu, ekki frekar en Landssamband smábátaeigenda. Strandveiðarnar sem nú eru stundaðar eiga vel rétt á sér og eru okkur nauðsynlegar hvað varðar hráefnisöflun á sumrin. Við þurfum breiðan hóp af útgerðar- flokkum, hvernig sem menn vilja meta hagkvæmni ákveðinna útgerð- arflokka. Hér á Suðureyri eru 15-18 smábátar á strandveiðunum og það skiptir samfélagið gríðarlegu máli. Annars værum við kannski ekki að ráða hér inn skólafólk til að halda uppi vinnslustigi Fiskiðjunnar. Við ráðum inn 25 manns yfir sumarið til leysa af. Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Íslandssögu á Suðureyri, á vefnum bb.is U M M Æ L I „Já, sjómennskan er ekkert grín“ var sungið hér í eina tíð og ómar enn ásamt mörgum öðrum ágætum lögum um líf og störf sjó- manna. Sumir lagatextanna draga upp rósrauða og rómantíska mynd af starfsvettvangi sjómanna á meðan önnur vekja hlustand- ann til umhugsunar um að starfið er erfitt, líkt og segir í söngtext- anum. Slys og dauðsföll hafa því miður alla tíð verið fylgifiskur sjó- mennskunnar og nú þegar sjómannadagshelgin nálgast leitar hug- urinn til þeirra sem látið hafa lífið við störf sín á sjó. Þó mörgum þyki sjómannadagurinn um margt eins og hver önnur bæjarhátíð að sumarlagi á landinu þá verður samt vonandi um langa framtíð hald- ið í þann sið að halda sérstakan dag sjómanna og heiðra minningu þeirra sem sjórinn hefur tekið. Eyþjóðin Íslendingar hefur ríkulega notið sambýlisins við sjóinn í gegnum aldirnar en líka þurft að færa sínar fórnir í sókn sinni í auðlindina. En sjómannadagurinn er ekki síst stund sameiningar sjómanna- fjölskyldna. Margir sjómenn eru stóran hluta ársins fjarri sínum nán- ustu og njóta þess því ríkulega hverrar stundar í landi. Að sönnu hafa þó störf sjómanna tekið miklum breytingum í áranna rás. Á þessum tíma ársins birtast jafnan viðtöl við sjómenn í fjölmiðlum og ætíð eru fjarvistir frá fjölskyldum meðal umræðuefna. Eftirtektarvert er hvernig tæknin hefur gjörbreytt lífi sjómanna sem nú upplifa sig mun meiri þátttakendur í daglegu lífi fjölskyldna sinna með tilkomu ýmissa fjarskiptanýjunga. Nú fara menn á Netið á sjónum, alveg eins og í landi. Þó kannski séu nokkru meiri takmörk á tæknimögu- leikum úti á sjó en í landi þá má telja öruggt að framþróun á þess- um tækniheimi muni verða mikil á komandi árum og öllum slíkum skrefum taka sjómenn fagnandi. Sjómennskan verður þannig ekki eins fjarlæg og áður var þegar sjómenn gátu varla haft samband við sína nánustu nema í fáeinar mínútur samanlagt þó túrar væru jafn- vel nokkurra vikna langir. Mjög er skiljanlegt að sjómönnum séu þessar breytingar ofarlega í huga. Skipin hafa líka tekið breytingum hvað aðbúnað áhafna varðar og vinnuaðstöðu um borð. Vissulega er þetta mismunandi eftir skip- um, aldri þeirra og fyrirkomulagi. Endurnýjun í fiskiskipaflotanum er brýn og er líka hagsmunamál sjómanna. Fagnaðarefni er að sjá að ný ríkisstjórn landsins nefnir þessa endurnýjun í stefnuskrá sinni. Stjórnvöld geta á ýmsan hátt stuðlað að þeirri þróun þó vissulega þurfi margt annað að koma til. En það er ljóst að með nýrri skipum, nýjum vinnustöðum sjómanna, þá breytast störf þeirra, þróast og verða vonandi enn betri en áður. Sjómennska er í eðli sínu starf í matvælaiðnaði. Meira að segja svo mikilvægt starf í matvælaiðnaði að mörg önnur bókstaflega grundvallast á því hvernig sjómönnum tekst til á sínu sérsviði. Sem er að meðhöndla fiskinn á frumstigi matvælavinnslunnar. Þó gagn- rýna megi að kastljósinu sé ekki nægilega oft vikið að þessum þætti þá verður líka að viðurkennast að smám saman verður hráefnis- meðhöndlunin úti á sjó fyrirferðarmeiri í umræðunni um fram- leiðslufyrirtækið íslenskan sjávarútveg sem sannanlega skilar af sér góðum vörum. Að minnsta kosti að lang stærstum hluta. Búa þarf sjómönnum öll vopn í hendur til að þeir geti rækt þetta mikilvæga hlutverk sitt í keðjunni; góð skip og aðbúnað, menntun og starfs- þekkingu, svo fátt eitt sé nefnt. Og sjómenn þurfa að njóta þess ávinnings sem gott hráefni skilar til aukinnar verðmætasköpunar. Þær voru margar hetjur hafsins sem sóttu á miðin á árum áður. En gleymum því ekki að það eru líka margar hetjur sem í dag eru að gera frábæra hluti fyrir þjóð sína um borð í fiskiskipum hringinn í kringum landið. Árið um kring. Þeirra er sjómannadagurinn. Gleði- lega hátíð! Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar Sjómannslíf, sjómannslíf!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.