Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 56
56
Wise hefur undanfarin ár lagt
mikinn kraft á að þróa eina af
mest seldum vörum sínum,
WiseFish, sem flestir ættu nú
að vera farnir að þekkja bæði
innanlands sem erlendis og er
um þessar mundir í mikilli
sókn á erlendum mörkuðum.
Ný útgáfa er í vinnslu sem
verður umbylting og samræmd
nýrri útgáfu af Microsoft
Dynamics NAV 2013 sem kom
út á Íslandi fyrir skömmu.
WiseFish er sérsniðin
lausn fyrir sjávarútveginn,
byggð á Dynamics NAV við-
skiptahugbúnaði sem er í
notkun hjá um hundrað þús-
und fyrirtækjum í heiminum.
Lausnin hentar öllum stærð-
um fyrirtækja og er hönnuð
til að sinna þörfum sjávarút-
vegsfyrirtækja.
WiseFish spannar alla virð-
iskeðju sjávarútvegsins og
inniheldur: gæðastjórnun,
birgðir og vöruhús, fiskeldi,
útgerð og kvóta, vinnslu og
sölu og útflutning. Hvort
starfsemi fyrirtækisins nær til
allra sviða virðiskeðjunnar
eða sérhæfir sig í ákveðnum
sviðum er WiseFish hentug
lausn. Kerfið hefur beina
tengingu við Innova hjá Mar-
el og Trackwell sem sendir
upplýsingar beint frá sjó.
Von er á nýrri útgáfu,
Wise Fish 7.0, næsta haust
sem er hlutverkamiðuð og
sniðin af störfum hvers og
eins hvað varðar sýn og að-
gengi að upplýsingum.
Sókn á erlendum mörkuðum
Wise er í mikilli sókn á er-
lendum mörkuðum og hefur
sótt fjölda sýninga víðs vegar
um heiminn til að kynna
lausnir sínar. Má þar helst
nefna Convergence í New
Orleans, Boston Seafood
Show, European Seafood Ex-
position í Brussel og North
Atlantic FishFair í Færeyjum.
Nýlega kom sendinefnd á
vegum Háskólans á Akureyri
til Íslands þar sem helstu full-
trúar nýsjálensks sjávarútvegs
kynntu sér lausnir sem ís-
lensk sjávarútvegsfyrirtækja
eru að nýta sér í dag. Þeir
heimsóttu fjölmörg fyrirtæki
til að afla sér upplýsingar um
nýjustu lausnir og tækifæri í
hugbúnaði, tækni, vinnslulín-
um og nýtingu íslensks sjáv-
arfangs.
Wise í samstarfi við Marel
Þróun á WiseFish
og aukning á
erlendum mörkuðum
Þ J Ó N U S T A