Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 39

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 39
39 S J Ó M E N N S K A N Þeir sem ekki vita betur gætu best trúað að varðskipið Ægir, sem liggur við festar í Austur- höfn í Reykjavík, sé tiltölulega nýlegt skip. Viðhaldið er til fyrirmyndar og fyrir skipulögð- um flokki áhafnar fer Guð- mundur St. Valdimarsson bátsmaður. Ýmislegt hefur á daga hans drifið hjá Gæslunni og segir hann standa upp úr gæslu- og björgunarstörf á vegum Frontex við strendur Senegal og í Miðjarðarhafinu. Guðmundur hefur verið til sjós í 31 ár, allt frá því hann fyrst réði sig fimmtán ára gamall sem vikapilt á varð- skipið Ægi árið 1982. Lengst af á varðskipum Landhelgis- gæslunnar. Hann var þó ekki nema einn túr á Ægi í upp- hafi ferilsins og fór þá yfir á Óðinn. Ekki leið á löngu að hann var aftur búinn að ráða sig á Ægi, þá sem viðvaning. Leiðin lá þó aftur yfir á Óð- inn þar sem hann ílentist í níu ár sem háseti þar til hann réði sig á flutningaskipið Jarl sem var skráð í Noregi, en í eigu Glámu hf., dótturfyrir- tækis Ok hf. sem gerði út eitt skip, Ísberg. „Ég kunni sérstaklega vel við mig á Jarli en fyrirtækið var bara sett á hausinn. Þetta var lítið fyrirtæki sem gerði út þessi tvö skip, Ísberg og Jarl. Einhverjir sáu ofsjónum yfir förmunum sem við vorum að flytja þannig að fyrirtækið var bara keyrt í kaf,“ segir Guð- mundur. Sjómennskan í ættinni Hann réði sig aftur til Gæsl- unnar, þá á varðskipið Tý ár- ið 1991. Sumarið eftir kallaði farmennskan á hann á ný og réði hann sig á Hofsjökul þar sem hann starfaði um sumar- ið en fór á varðskipið Tý aft- ur um haustið. Árið 1997 leit- aði hann aftur í heimahagana og fór á varðskipið Ægi sem bátsmaður og þar sem hann hefur verið alla tíð síðan. „Það kom aldrei neitt ann- að til greina hjá mér en sjó- mennska. Faðir minn var sjó- maður, afi minn líka og fleirri í ættinni.“ Afi Guðmundar, Guð- mundur Guðmundsson, var Ævintýraþrá og lífsstíll Flóttafólk í öruggum höndum á leið um borð í varðskipið Ægi undan ströndum Afríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.