Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 20
20
S J Ó M A N N A D A G U R I N N
Um komandi heldi verður sjó-
mannadeginum fagnað í
Reykjavík með Hátíð hafsins.
Líkt og áður verður þar menn-
ingu gert hátt undir höfði
samhliða skemmtidagskrá fyr-
ir alla fjölskylduna. Hátíðar-
höld fara fram á Granda og
teygja sig yfir á Ægisgarð.
Tónlistaratriði, dorgveiði,
listasmiðjur, sjóræningjasigl-
ingar, bryggjusprell, furðu-
fiskasýning og margt fleira
verður í boði fyrir alla fjöl-
skylduna. Dagskráin hefst
báða dagana kl. 8:30 og
stendur óslitið til kvölds.
Þeir sem standa að hátíð-
inni eru Faxaflóahafnir og
Sjómannadagsráð. Báðir þess-
ir aðilar fagna stórum tíma-
mótum í ár en þá eru liðin
100 ár frá því framkvæmdir
við Reykjavíkurhöfn hófust
og þann 2. júní verður haldið
upp á 75 ára afmæli sjó-
mannadagsins. Fyrstu hátíðar-
höld sjómannadagsins fóru
fram í Reykjavík og á Ísafirði
árið 1938. Síðar voru hátíðar-
höld Sjómannadagsins tekin
upp í flestum sjávarplássum.
Óskalög sjómanna í Hörpu
Meðal þess sem gert verður í
tilefni tímamótanna verða
stórtónleikar haldnir í Hörpu
þann 1. júní. Haldnir verða
tvennir tónleikar kl. 17 og
21.
Fjöldi tónlistarmanna mun
koma fram og flytja perlur ís-
lenskra sjómannalaga. Kynnir
verður Örn Árnason og tón-
listarstjóri Jón Ólafsson. Öll
umgjörð og leikmynd er í
anda hafsins og því mun
nost algían svífa yfir salnum.
Á tónleikunum kemur fram
fjöldi tónlistarmanna, s.s.
Ragnar Bjarnason, Guðrún
Gunnarsdóttir, Kristján
Krist jánsson (KK), Magnús Ei-
ríksson, Gylfi Ægisson, Sig-
ríður Thorlacius, Magni Ás-
geirsson , Matthías Matthías-
son og Þorvaldur Halldórs-
son.
Hátíð hafsins 2013 í Reykjavík:
Fjölbreytt dagskrá fyrir
alla fjölskylduna
Róið í Reykjavíkurhöfn á sjómannadaginn.