Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 24

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 24
24 „Faðir minn var Héðinn Maríusson, útvegsbóndi á Húsavík. Foreldrar hans voru þau Maríus Benediktsson, út- vegsbóndi á Húsavík og Helga Þorgrímsdóttir, hús- freyja. Maríus er ættaður aust- an úr Kelduhverfinu. Helga Þorgrímsdóttir er af vel þekktri ætt, Hraunkotsætt, og kunn baráttukona í verka- lýðsmálum á Húsavík á fyrri á tíð. Móðir mín er Helga Jónsdóttir, húsfreyja á Húsa- vík. Foreldrar hennar voru þau Jón Ármann Árnason, smiður á Fossi á Húsavík (fæddur á Fljótsbakka) og Kristbjörg Sigurðardóttir, hús- freyja, (fædd í Brúnagerði, Fnjóskadal). Við erum níu systkinin, sex bræður og þrjár systur. Ég var fjórða barn for- eldra minna. Sex hafa búið alla sína tíð á Húsavík,“ segir Jón Ármann. Heimilishaldið í Héðinshúsi „Heimilishaldið í Héðinshúsi, en heimili foreldra minna var kallað því nafni, var líkt og einkenndi barnmörg sjó- mannsheimili víða annars staðar við sjávarströndina á þessum tímum. Við höfðum búskap samhliða. Lengi vor- um við með eina kú, 5-6 ær og hænsni. Tún í Haukamýr- inni var ein og hálf dagslátta og þar var einnig kartöflu- garður. Héðinshús var 68 fer- metrar að stærð og gott ris. Kjallari var undir öllu húsinu og fyrstu árin með moldar- gólfi. Þar var afmarkað sér- stakt rými fyrir eina kú og sex kindur. Hænsnin við glugga uppi á litlum palli. Op þar út. Sennilega algjört eins- dæmi að hafa kú og kindur undir gólfi á þessum árum 1931-35. Þetta veitti hita upp fyrir sig undir borðstofuna, sem var aðal dvalarstaðurinn fyrstu árin. Húsið reisti afi, Jón Ármann, árið 1925 og var það þá með reisulegri húsum þorpsins. Stór eldstó var í húsinu og hitakerfi frá henni. Þar var mikið bakað og eldað enda var matargerð mikil á heim- ilinu. Alltaf var mikið sviðið, kindahausar og fætur, og svo voru selhreifar meðal annars settir í súr og full áma af öðr- um súrmat, eða jafnvel tvær ámur. Kjöt var og einnig salt- að. Kjöt var næstum aldrei á borðum nema á sunnudög- um. Mamma bakaði mjög oft rúgbrauð sem var lagt í ofn- inn snemma kvölds. Bakstur- inn stóð í 10-12 tíma. Einnig voru bökuð brauð af ýmsum sortum úr hveiti. Mamma nýtti mjólkina sem við feng- um úr kúnni á margvíslegan hátt. Hún átti skilvindu og gerði skyr, osta og smjör. Ég hafði lengi gaman af því að sitja hjá henni við smjörgerð- ina. Afi Jón Ármann smíðaði góðan strokk fyrir hana. Mamma leyfði mér að vera með smáskeið og skafa lambatugguna sem mér þótti svo góð á bragðið. Úr varð besta smjör sem ég hef nokkru sinni smakkað. Ég minnist þess hve vel hún þvoði strokkinn að aflokinni smjörgerðinni með miklu heitu vatni. Gerilsneyðingin var algjör. Við börnin fengum ylvolga mjólkina að morgni. Mamma renndi henni í sér ílát í gegnum þétta grisju og svo drukkum við hana. Einng var lýsisskammturinn tekinn á eftir. Við vorum ekki hvell- sjúk systkinin. Hjallur pabba var vel þekktur. Hann var á horni lóðarinnar um 30 metra frá norðurhliðinni. Ég tel að aldrei hafi jafn mikið af ýsu og þorski verið hert eins og á þessum hjalli föður míns sem fór í heimilisnot. En árum saman var barin ýsa eða þorskur í kvöldmat í Héðins- húsi og svo smurt rúgbrauð eða spónamatur. Kvöldkaffi var sjaldan haft heima. Mamma var vön að brenna kaffibaunirnar sjálf í stórum svörtum potti og mala þær í lítilli fallegri kvörn sem nú er því miður glötuð. Stundum fengum við strák- arnir að mala kaffið í kvörn- inni. Frá þessu lagði þægileg- an kaffiilminn um allt hús og stundum út á tún þegar kaffi- baunirnar voru brenndar. Hins vegar var kakó mikið notað og vel yfir helmingur vatn á móti mjólk.“ Þorskur fylgdi loðnunni Jón Ármann segir að á vorin hafi loðnan verið trygg í Skjálfanda. Veiðum á henni hafi fylgt mikil vinna og yfir- lega. „Pabbi vakti fram á kvöld eða fór eldsnemma á morgn- anna til að athuga hvort sæist til torfu. Hún gat verið inni á Saltvíkinni, vestur með Sand- inum eða þá undan Hauka- mýrinni. Ef vindur lagði af landi var það nokkuð föst venja að loðna leitaði skarpt til fjörunnar. Þá reið á að ná henni í fyrirdráttarnet eða þá handháf sem var útbúinn með löngu skafti. Oft náðu pabbi og félagar hans meira en þeir þurftu og var þá beita seld til annarra. Við strákarnir vorum ekki meira en sjö eða átta ára gamlir þegar við lærðum að beita loðnu og venjulega fylgdi þorskurinn loðnunni. Með komu loðn- unnar var því mikil vænting um góðan þorskafla, bæði nærri Húsavík og eins „út og vestur“ í Flóanum. Þessir róðrar voru á árabátum. Vél- bátar gátu farið út í Barminn eða út af Brekunum. Þeir stærstu fóru út með Tjörnes- inu og Mánáreyjum. Ég man vel eftir góðum aflahrotum sem smádrengur og eins síð- ar. Þegar loðnu var að vænta fór pabbi venjulega á fætur um fimmleytið. Mamma einn- ig og tók til nesti, oft mjólk í þriggja pela flösku, smurt rúgbrauð með kæfu eða rúllupylsu, súrsaður matur fylgdi einnig, köld söltuð svið eða harðfiskur. Þetta var sett í gráan matarkassa. Þessi kassi er enn til. Í lokinu var vasa- hnífur eða skeiðahnífur og skeið, væri væta eða skyr með í nestinu. Pabbi tók sjóklæðin, sem var olíustakkur og sjóhattur, bæði gul að lit. Einnig vel þæfða ullarvettlinga og fór í góða ullarpeysu. Bússur voru Æ G I S V I Ð T A L I Ð Útgerð á sér langa sögu á Húsavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.