Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 48
48
S J Ó M A N N A D A G U R I N N
Sjómannadagshelgin á Akur-
eyri verður lífleg og skemmti-
leg. Herlegheitin hefjast á
föstudagskvöldi með Haftóna-
ferð Húna II. Á laugardeginum
verður líf og fjör í Bótinni en
þar verður dagskráin frá
klukkan 10 til 17. Þar verður
bátavélasýning Þórhalls
Matthíassonar opin og boðið
verður upp á súpu frá Kaffi
Ilm, bryggjustemningu, mark-
að Norðurports auk þess sem
fiskverkunin Hnýfill verður með
kynningu á vörum og fiskmeti.
Við Hofsbryggju verður
siglingaklúbburinn Nökkvi
með kynningu á skútusigling-
um frá klukkan 11 og á
Torfu nefsbryggju verður kl.
14 vígt listaverk frá Geðlist
og í kjölfar þess verður sigl-
ing um Pollinn þar sem Sjóst-
angveiðifélag Akureyrar
kynnir starfsemi sína og leyfir
fólki að prófa.
Á að Hömrum verður stór-
glæsileg fjölskyldudagskrá
sem stendur yfir frá kl. 14-17.
Á svæðinu verða Íþróttaálfur-
inn og Solla stirða, Skoppa
og Skrítla, kassaklifur, andlits-
málning, karamelluflug og
fleiri frábærir viðburðir.
Sjómannadagurinn sjálfur
hefst með föstum liðum; sjó-
mannamessum í Akureyrar-
og Glerárkirkju auk þess sem
blómsveigur verður lagður að
minnisvarða um týnda og
drukknaða sjómenn en hann
er staðsettur við Glerárkirkju.
Klukkan 13 leggur Húni II úr
höfn og siglir að Sandgerðis-
bót en þar safnast smábátar
saman og farin verður hóp-
sigling inn á Poll og er áætl-
að að bátarnir verði þar
klukkan 14. Þá hefst dagskrá
í Hofi. Stórsveit Akureyrar
undir stjórn Alberto Porro
Carmona spilar, Strandmenn-
ingarfélag Akureyrar veitir
viðurkenningu, Fósturlands-
ins freyjur syngja við undir-
leik Risto Laur, Jokka syngur
við undirspil Reynis Schiöth,
trúðurinn Walley verður á
svæðinu og félagar úr Félagi
harmonikkuunnenda við
Eyjafjörð spila eins og þeim
er einum lagið. Grímur Karls-
son, sem þekktastur er fyrir
gerð bátalíkana, heldur fyrir-
lestur um upphaf síldveiða á
Íslandi og verða 18 líkön af
eyfirskum bátum eftir Grím til
sýnis í Hofi. Einnig verða lík-
ön af Baldvini Þorsteinssyni
EA 10 og Kaldbaki EA 1 til
sýnis.
Kappróðurinn hefst klukk-
an 15 og er hægt að skrá sig í
netfangið sjomannarodur@
gmail.com. Að róðri loknum
tekur við koddaslagur. Húni
II verður með tvær siglingar
um Pollinn, þar sem bæjarbú-
um gefst kostur á fara með
og eru ferðirnar klukkan
16:15 og 17:15. Nánari upp-
lýsingar um dagskrána er að
finna á www.visitakureyri.is
www.isfell.is
Handfæravörur
Ísfell býður fjölbreytt úrval gæðavöru fyrir handfæraveiðarnar:
Demparar, girni, gúmmí, nælur með sigurnagla, krókar,
sigurnaglar, sökkur og statíf
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:
• Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28
• Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19
• Ísnet Húsavík - Barðahúsi
• Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi
• Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1
• Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður -
Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Vegleg sjómannadagshátíð á Akureyri
Strákarnir á Samherjaskipinu Vilhelm Þorsteinssyni kunna svo sannarlega að taka á því í róðrinum. Kappróður verður á sínum
stað í sjómannahátíðinni á Akureyri.
Húni II og minni bátar á Pollinum á Akureyri. Húni II mun sigla með fólk um sjó-
mannadagshelgina.
Rannsóknir
í þágu
sjávarútvegs