Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 10
10 F I S K E L D I „Lykillinn að okkar velgengni er vöruvöndun. Við leggjum mikla áherslu á gott hráefni og allur okkar vinnsluferill er vaktaður þannig að ekkert fari úrskeiðis. Hjá okkur er engin sjálfvirkni í vinnslunni, varan er öll handunnin,“ segja þau Svanfríður Halldórsdóttir og Gunnar L. Jóhannsson en þau reka Fiskieldisstöðina Hlíð og matvælafyrirtækið Betri vörur í Ólafsfirði. Þau hafa ræktað bleikju í ríflega 25 ár, vinna fiskinn sjálf og auka verðmæti vörunnar með því að grafa og reykja. Byggðu upp á ný eftir eldsvoða Í byrjun janúar í fyrra varð eldsvoði í Fiskeldisstöðinni Hlíð með tilheyrandi stór- tjóni, en nú hafa þau hjónin byggt starfsemina upp á nýj- an leik og er hún nú komin á fullt skrið. „Bruninn varð auðvitað mikið áfall og við vorum í fyrstu í al- gjörri óvissu um hvað við myndum gera. Þó svo að eldishluti bygginganna hefði ekki brunnið þá drapst þar þó nokk- uð af fiski og vinnslu- álman brann til kaldra kola og allt sem þar var inni,“ segja þau Gunnar og Svan- fríður. Fáum dögum eftir eldsvoðann bauðst þeim hús- næði inni í Ólafsfirði, á efri hæð hússins númer 7 við Múlaveg. „Við tókum því með þökkum og allt var sett í gang. Við fórum á fulla ferð í verkefnið, innréttuðum hús- næðið og pöntuðun tæki og tól. Sem betur fer gekk allt eins og í sögu en við nutum aðstoðar góðra manna. Þann- ig að einungis 6 vikum eftir brunann fór fyrsta sending af vörum frá okkur.“ Þau Svanfríður og Gunnar skiptu rekstri sínum upp fyrir þremur árum, þannig að ann- ars vegar reka þau Fiskeldis- stöðina Hlíð og stofnuðu svo einkahlutafélag um vinnslu- hlutann, Betri vörur ehf. Lax og bleikju hafa þau í gegnum árin fengið frá Rifósi í Keldu- hverfi og segja hráefnið ein- staklega gott. Laxeldi þar hef- ur nú verið hætt, en bleikjuna fá þau áfram þaðan en hafa stofnað til viðskipta við Fjarð- arlax og kaupa allan lax frá því fyrirtæki. „Við vonum að þau viðskipti muni ganga jafn greiðlega og við Rifósmenn, bæði hvað varðar gæði og af- greiðslu og höfum ekki ástæðu til að ætla annað en að svo verði,“ segja þau. Persónuleg samskipti við viðskiptavini Fyrirtækið Betri vörur fram- leiðir reyktan og grafinn lax, reykta bleikju, ný bleikjuflök Fiskeldisstöðin Hlíð og Betri vörur í Ólafsfirði: Vöruvöndun og gott hráefni lykill að velgengni Gunnar við eitt af eldiskerjunum í stöðinni í Hlíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.