Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2013, Síða 10

Ægir - 01.04.2013, Síða 10
10 F I S K E L D I „Lykillinn að okkar velgengni er vöruvöndun. Við leggjum mikla áherslu á gott hráefni og allur okkar vinnsluferill er vaktaður þannig að ekkert fari úrskeiðis. Hjá okkur er engin sjálfvirkni í vinnslunni, varan er öll handunnin,“ segja þau Svanfríður Halldórsdóttir og Gunnar L. Jóhannsson en þau reka Fiskieldisstöðina Hlíð og matvælafyrirtækið Betri vörur í Ólafsfirði. Þau hafa ræktað bleikju í ríflega 25 ár, vinna fiskinn sjálf og auka verðmæti vörunnar með því að grafa og reykja. Byggðu upp á ný eftir eldsvoða Í byrjun janúar í fyrra varð eldsvoði í Fiskeldisstöðinni Hlíð með tilheyrandi stór- tjóni, en nú hafa þau hjónin byggt starfsemina upp á nýj- an leik og er hún nú komin á fullt skrið. „Bruninn varð auðvitað mikið áfall og við vorum í fyrstu í al- gjörri óvissu um hvað við myndum gera. Þó svo að eldishluti bygginganna hefði ekki brunnið þá drapst þar þó nokk- uð af fiski og vinnslu- álman brann til kaldra kola og allt sem þar var inni,“ segja þau Gunnar og Svan- fríður. Fáum dögum eftir eldsvoðann bauðst þeim hús- næði inni í Ólafsfirði, á efri hæð hússins númer 7 við Múlaveg. „Við tókum því með þökkum og allt var sett í gang. Við fórum á fulla ferð í verkefnið, innréttuðum hús- næðið og pöntuðun tæki og tól. Sem betur fer gekk allt eins og í sögu en við nutum aðstoðar góðra manna. Þann- ig að einungis 6 vikum eftir brunann fór fyrsta sending af vörum frá okkur.“ Þau Svanfríður og Gunnar skiptu rekstri sínum upp fyrir þremur árum, þannig að ann- ars vegar reka þau Fiskeldis- stöðina Hlíð og stofnuðu svo einkahlutafélag um vinnslu- hlutann, Betri vörur ehf. Lax og bleikju hafa þau í gegnum árin fengið frá Rifósi í Keldu- hverfi og segja hráefnið ein- staklega gott. Laxeldi þar hef- ur nú verið hætt, en bleikjuna fá þau áfram þaðan en hafa stofnað til viðskipta við Fjarð- arlax og kaupa allan lax frá því fyrirtæki. „Við vonum að þau viðskipti muni ganga jafn greiðlega og við Rifósmenn, bæði hvað varðar gæði og af- greiðslu og höfum ekki ástæðu til að ætla annað en að svo verði,“ segja þau. Persónuleg samskipti við viðskiptavini Fyrirtækið Betri vörur fram- leiðir reyktan og grafinn lax, reykta bleikju, ný bleikjuflök Fiskeldisstöðin Hlíð og Betri vörur í Ólafsfirði: Vöruvöndun og gott hráefni lykill að velgengni Gunnar við eitt af eldiskerjunum í stöðinni í Hlíð.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.