Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 53
53
Þ J Ó N U S T A
Fyrir um tveimur árum ákváðu
stjórnvöld að færa fram-
kvæmd lögbundins eftirlits
með sjávarútvegsfyrirtækjum
frá faggildum skoðunarstofum
til Matvælastofnunar. Við þá
kerfisbreytingu lagðist skoð-
unarstarfsemi matvælasviðs
Frumherja niður en sviðið
hafði annast þessar skoðanir
um 13 ára skeið. Í stað þess
að hætta starfsemi sviðsins
alfarið var ákveðið að nýta
þekkingu og reynslu starfs-
manna til að aðstoða mat-
vælaframleiðendur við upp-
setningu og rekstur gæða-
kerfa. Fljótlega kom í ljós að
mikil eftirspurn er eftir þjón-
ustu af þessu tagi og hefur
starfsemi sviðsins farið sívax-
andi. Það er hins vegar ljóst
að rágjafastarfsemi samrým-
ist ekki faggildri skoðunar-
starfsemi sem er kjarninn í
rekstri Frumherja. Af þessum
sökum ákváðu stjórnendur
Frumherja að leggja niður
starfsemi matvælasviðsins frá
og með 1. maí síðastliðnum.
Ísgen ehf. stofnað
Róbert Hlöðversson, sem ver-
ið hefur sviðsstjóri matvæla-
svið Frumherja frá stofnun
þess, hefur stofnað fyrirtækið
Ísgen ehf. sem tekur við
verkefni matvælasviðsins.
Þetta þýðir að engar breyting-
ar verða gagnvart þeim við-
skiptavinum sem kjósa að
nýta sér þjónustu Ísgens. Í
upphafi verður Róbert eini
starfsmaður Ísgen. Hann mun
því bæði annast gerð gæða-
handbóka og heimsóknir til
samningsbundinna viðskipta-
vina, auk úttekta á fiski og
fiskafurðum.
Ísgen hefur leigt starfsað-
stöðu hjá Frumherja að Hest-
hálsi 6-8 í Reykjavík. Aðsetur
fyrirtækisins verður því
óbreytt og sama gildir um
síma (897 0525) og tölvupóst-
fang (robert@frumherji.is)
a.m.k. fyrst um sinn.
Reynsla og þekking
Róbert er doktor í fóðurfræði
frá sænska landbúnaðarhá-
skólanum. Að námi loknu
vann Róbert m.a. við fram-
leiðslu fiskeldisfóður og sem
fóðurfræðingur hjá fóður-
verksmiðju Sambandsins. Í
byrjun ársins 1993 var hann
var ráðinn framkvæmdastjóri
Nýju skoðunarstofunnar hf. ,
sem síðar varð matvælasvið
Frumherja. Hann býr því yfir
meira en tveggja áratuga
reynslu af eftirlits- og ráð-
gjafastörfum í matvæla – og
fóðuriðnaði.
Samningur um eftirfylgni
„Til að koma á virku gæða-
kerfi er ekki nægjanlegt að
skrifa gæðahandbók sem lýsir
kerfinu. Tryggja þarf að unn-
ið sé í einu og öllu eftir kerf-
inu, en þar er oft pottur brot-
inn. Af þessum sökum leggur
Ísgen áherslu á að viðskipta-
vinir geri þjónustusamning
Ísgen ehf.
tekur við
starfsemi
matvælasviðs
Frumherja
Róbert Hlöðversson.
íSGEN
MATVÆLAR Á ÐG J Ö F