Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 50

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 50
50 F I S K T Æ K N I N Á M Það eru flestir sammála um að sjávarútvegurinn sé ein af grunnstoðum íslensks samfé- lags. Frá örófi alda hafa landsmenn róið til fiskjar til að bera björg í bú og eru fiskimiðin og verkkunnátta Ís- lendinga ein af okkar helstu auðlindum. Störf í sjávarútvegi eru orðin mjög fjölbreytt og krefj- ast góðrar verkkunnáttu og samviskusemi. Hvort sem þau eru unnin á sjó eða í landi. Þegar hinn erlendi neytandi kaupir íslenskan fisk erlendis eru ótrúlega marvís- leg störf sem búið er að vinna og allt þarf að ganga vel upp. Á sjó og við fram- leiðsluna þurfa að starfa sér- hæfðir starfsmenn hvað varð- ar tæknikunnáttu, gæðamál, stjórnun og vinnu við vélar og búnað, verkstjórn, skip- stjórn, markaðsmál, vöruþró- un og svo mætti lengi telja. Auðvitað er afar mikilvægt að hráefnið sé meðhöndlað á sem bestan hátt til að hægt sé að skila sem bestri og verð- mætastri afurð. Menntun í sjávarútvegi arðbær Menntun í sjávarútvegi er mjög mikilvæg og hlýtur allt- af að vera arðbær fjárfesting fyrir þjóðarbúið. Fisktækni- skóli Íslands var stofnaður á vordögum 2010 af hagsmuna- aðilum í sjávarútvegi og sveit- arfélögum á Suðurnesjum. Skólinn er með formlega við- urkenningu frá mennta- og menningarmálaráðuneyti sem framhaldsskóli og hefur því sambærilega stöðu og aðrir framhaldsskólar en sérhæfir sig í faggreinum varðandi sjávarútveginn. Sjávarútvegurinn þátttakandi í menntun nemendanna Námið er sett upp sem önnur hvor önn í skóla og hin á vinnustað þar sem nemandi fær verklega kennslu. Fyrir- tæki í greininni hafa verið boðin og búin til að taka á móti nemendum þar sem vettvangsferðir og nám á vinnustað eru afar mikilvægir þáttur í starfsemi og hug- myndafræði þeirri sem skól- inn byggir á. Sjávarútvegsfyr- irtækin og tengdir aðilar hafa stutt myndarlega við skólann með því að opna fyrirtæki sín fyrir nemendum. Má þar sér- staklega nefna vinnslur og út- gerðir í Grindavík. Nemendur hafa farið í vettvangsferðir víða um Suðvesturhorn landsins og fengið að kynna sér starfsemi til dæmis Granda, Marel, Fiskistofu, Hafró, Landhelgisgæslunnar og margt fleira. Jafnframt er skólinn með Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Sjóþolnir olíukælar og varmaskiptar Útskrift í Fisktækniskólanum 24. maí síðastliðinn. Nanna Bára Maríasdóttir, sviðsstjóri Fisktækniskóla Íslands skrifar: Fisktækniskóli – til hvers?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.