Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2013, Síða 50

Ægir - 01.04.2013, Síða 50
50 F I S K T Æ K N I N Á M Það eru flestir sammála um að sjávarútvegurinn sé ein af grunnstoðum íslensks samfé- lags. Frá örófi alda hafa landsmenn róið til fiskjar til að bera björg í bú og eru fiskimiðin og verkkunnátta Ís- lendinga ein af okkar helstu auðlindum. Störf í sjávarútvegi eru orðin mjög fjölbreytt og krefj- ast góðrar verkkunnáttu og samviskusemi. Hvort sem þau eru unnin á sjó eða í landi. Þegar hinn erlendi neytandi kaupir íslenskan fisk erlendis eru ótrúlega marvís- leg störf sem búið er að vinna og allt þarf að ganga vel upp. Á sjó og við fram- leiðsluna þurfa að starfa sér- hæfðir starfsmenn hvað varð- ar tæknikunnáttu, gæðamál, stjórnun og vinnu við vélar og búnað, verkstjórn, skip- stjórn, markaðsmál, vöruþró- un og svo mætti lengi telja. Auðvitað er afar mikilvægt að hráefnið sé meðhöndlað á sem bestan hátt til að hægt sé að skila sem bestri og verð- mætastri afurð. Menntun í sjávarútvegi arðbær Menntun í sjávarútvegi er mjög mikilvæg og hlýtur allt- af að vera arðbær fjárfesting fyrir þjóðarbúið. Fisktækni- skóli Íslands var stofnaður á vordögum 2010 af hagsmuna- aðilum í sjávarútvegi og sveit- arfélögum á Suðurnesjum. Skólinn er með formlega við- urkenningu frá mennta- og menningarmálaráðuneyti sem framhaldsskóli og hefur því sambærilega stöðu og aðrir framhaldsskólar en sérhæfir sig í faggreinum varðandi sjávarútveginn. Sjávarútvegurinn þátttakandi í menntun nemendanna Námið er sett upp sem önnur hvor önn í skóla og hin á vinnustað þar sem nemandi fær verklega kennslu. Fyrir- tæki í greininni hafa verið boðin og búin til að taka á móti nemendum þar sem vettvangsferðir og nám á vinnustað eru afar mikilvægir þáttur í starfsemi og hug- myndafræði þeirri sem skól- inn byggir á. Sjávarútvegsfyr- irtækin og tengdir aðilar hafa stutt myndarlega við skólann með því að opna fyrirtæki sín fyrir nemendum. Má þar sér- staklega nefna vinnslur og út- gerðir í Grindavík. Nemendur hafa farið í vettvangsferðir víða um Suðvesturhorn landsins og fengið að kynna sér starfsemi til dæmis Granda, Marel, Fiskistofu, Hafró, Landhelgisgæslunnar og margt fleira. Jafnframt er skólinn með Smiðjuvegi 66 • 200 Kópavogi Sími 580 5800 • www.landvelar.is Sjóþolnir olíukælar og varmaskiptar Útskrift í Fisktækniskólanum 24. maí síðastliðinn. Nanna Bára Maríasdóttir, sviðsstjóri Fisktækniskóla Íslands skrifar: Fisktækniskóli – til hvers?

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.