Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 26
26
þurfti að lyfta hverjum fiski
vel yfir hjólið. Þetta var þreyt-
andi starf og reyndi mjög á
mjóhrygginn enda var hann
hálfboginn við dráttinn. Afla
var skipt í skut og í barkann.
Fiskurinn féll við fætur ræð-
aranna og skáru þeir hann
jafn harðann. Fyrir kom að
gera þurfti hlé á drættinum
og ausa árabátinn með aust-
urtroginu. Ekki gekk að blóð-
vatnið gutli yfir pallanna.
Stýrið var haft þvert yfir skut-
inn og þar voru bjóðin
geymd á meðan dregið var.
Væru aflabrögð góð varð að
setja á pallana fram við bit-
ann eða afhausa.
Drætti var yfirleitt lokið
þegar komið var undir há-
degi. Þegar vel veiddist var
báturinn vel hlaðinn og róið
var heim á leið. Það tók ná-
lægt einum tíma. Heim var þá
komið um hádegi og var afl-
anum kastað í kassa ofarlega
á hafnarbryggjunni. Menn
fóru svo í matinn. Eftir mat
var gert að aflanum og allt
var hirt. Fiskurinn var þá
fluttur á kerru til kaupanda.
Lifur fór í bræðsluna undir
miðbakkanum. Ýsunni skiptu
menn yfirleitt á milli sín.
Mjög oft komu nokkrir og
fengu í soðið, fáeinir borg-
uðu. Að afloknum frágangi á
aflanum urðu karlarnir að ná
í loðnu í beitu. Einnig þurfti
að stokka upp línuna úr sein-
asta róðri. Beitt var strax ef
von var á afla og góðu sjó-
lagi. Sum okkar barnanna lið-
sinntu smávegis við stokkun
eða skutust eftir kaffinu.
Heim kom pabbi undir
kvöldmatinn, rétt fyrir klukk-
an sjö. Þá hafði hann verið
að frá því klukkan fimm um
morguninn. Kæmi hann með
ýsu var gert að henni, hún
slægð og sett í snjó til soðn-
ingar eða herslu. Þá var liðið
nokkuð á kvöldið.“
Sár í vorbeitingunni
Og Jón Ármann heldur áfram
upprifjun á vorverkum út-
vegsfjölskyldunnar í Héðins-
húsi.
„Vorbeitingunni fylgdu
smásár á löngutöng eftir öng-
ulinn. Í þessar stungur kom
gröftur af rotnuninni á lín-
unni. Ég man eftir eymslum
undir vinstri handlegg uppi í
krikanum. Lækning mömmu
var einföld og árangursrík.
Þegar gröftur sást og smá-
bólga var komin í fingurinn
hitaði hún fína saumnál og
stakk á sárið. Út kom gröftur-
inn. Hún hætti ekki fyrr en
blóðlitaður vökvi kom úr
sárinu. Síðan var vatn soðið
og sett í emeleraða könnu.
Svo varð maður að byrja var-
lega að stinga puttanum í
mjög heitt vatnið. Smátt og
smátt gat hann verið lengur í
heitu vatninu. Þetta tók
kannski allt að hálftíma. Fing-
urinn var orðinn þrotinn og
með öðrum lit, hálf „vatns-
sósa“ á gómnum. Sárið var
ekki lengur viðkvæmt. Síðan
kom hún með joð og grisju
og setti á það. Að lokum var
puttinn hringvafinn með
heftiplástri. Þessi aðgerð gaf
alltaf góða raun. Slík fingur-
mein fengum við meira og
minna við beitinguna á hverri
vertíð.“
Jón Ármann segir að að á
vorin og sumrin hafi vinnu-
dagurinn verið langur, enda
hábjargræðistíminn. Þessir
mánuðir, frá mars til septem-
berloka, hafi skipt sköpum
um afkomu heimilisins. Varla
hafi verið farið á sjó í október
og nóvember.
Þrettán ára á vöðuselsveiðum
„Ég var aðeins sjö ára gamall
þegar ég hóf að vinna fyrir
mér á stakkstæði hjá Páli
Kristjánssyni við að dreifa
saltfiski og taka saman. Páll
átti þá bátinn Friðþjóf TH-
176, sem var sjö tonna trébát-
ur með 14 hestafla glóðar-
hausvél og var pabbi formað-
ur á honum í mörg ár. Páll
Kristjánsson rak einnig versl-
un ásamt bróðir sínum Aðal-
steini í mörg ár, sem hét
Garðar. Fjölskyldan mín hafði
þess vegna mjög mikil við-
skipti við Pál, sem voru báð-
um aðilum til hagsbóta. Tíu
ára gamall byrjaði ég að róa
með föður mínum á árabátn-
um Hreifi sem hét eftir sels-
hreifanum. Ég minnist þess
að sumarið 1937 fór ég í
nokkra róðra og vorum við
með einn stamp af línu, 4
stokka eða 400 öngla. Tveir
hásetar voru um borð í bátn-
um báðir á 9. aldursári, það
voru þeir Helgi bróðir minn
og Skjöldur Þorgrímsson,
bróðursonur föður míns.
Báðir urðu þessir drengir vel
þekktir sjómenn. Helgi bróðir
er sennilega einn mesti veiði-
maður sem nokkru sinni hef-
ur verið hér um slóðir, bæði
á sjó og landi. Nokkrir voru
róðrarnir þetta sumar eins og
áður segir og gaf best á ýsu.
Við seldum aflann beint af
bryggju, bæði Húsvíkingum
og bændum í nágrenninu.
Selaróðrar höfðu verið
stundaðir frá Húsavík í lang-
an tíma og margar merkilegar
sögur orðið til um slíkan
veiðiskap. Pabbi minn var ein
mesta skyttan til fjölda ára og
byrjaði sem formaður eða
skytta aðeins sautján ára. Þá
voru selaskyttur á Húsavík á
milli 10 og 20. Pabbi hafði
marga þekkta menn með sér
við selveiðarnar. Ég er einn
sárafárra lifenda er réru til að
skjóta vöðusel sem kom
hingað á vorin frá Græn-
landsísnum. Ég byrjaði þrett-
án ára og var tvö vor með
föður mínum við vöðusels-
veiðar. Venjulega rérum við í
marslok og fram í apríl ef
veður og sjólag leyfðu.“
Fjórtán ára á Friðþjófi
Jón Ármann byrjaði að róa
með föður sínum á Friðþjófi
ÞH 176 þegar hann var fjór-
tán ára og var með honum á
bátnum fjögur næstu sumur.
„Þetta var mjög skemmti-
legur tími og rérum við víða,
allt austur að Sléttu og út að
Grímsey. Við notuðum stund-
um segl þegar byr gaf. Erf-
iðast þótti mér línudrátturinn
og að draga strenginn alsett-
an marglyttu var hreint skíta-
verk. Auðvitað sveið undan
henni í greipunum. Stundum
var þetta 120 faðma strengur
með stóran belg og stöng
við. Með sterkan straum á
móti gat verið strembið að
draga línuna inn.
Ég sá nær alltaf um bauju-
vaktina. Afar minnisstætt er
hvernig fuglinn hvíldist rétt
um lágnættið og allt varð svo
hljótt. Sólin rétt ofan við hafs-
brún og út við sjóndeildar-
hring, sterkrauður liturinn frá
henni og fagurt skýjafar.
Kyrrðin algjör, aðeins taktföst
hæg vélarhljóð bátsins. Eftir-
Æ G I S V I Ð T A L I Ð
Á sínum tíma stóð Jón Ármann fyrir smíði á Héðni ÞH sem gerður var út frá Húsavík.