Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 41

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 41
41 Marás ehf. Miðhraun 13 - 210 Garðabær Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is Allt fyrir sjávarútveginnAllt fyrir nýsmíðina Hliðarskrúfur Rafstöðvar og ljósavélar Skipavélar - Bátavélar - Rafstöðvar - Ljósavélar Stjórntæki og gírar Allar gerðir af legum Kraftur Ending Sparneytni Áreiðanleiki Japanskir gæðamótorar - 3,5-140hö. Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir á sjómannadaginn verkefnum, þegar þau fást, en nú er líka hlé á þeim. Guðmundur segir það synd að ríkið eigi þessi skip og tæki skuldlaus en geti ekki notað þau vegna niður- skurðar. Hefur hann áhyggjur af öryggismálum sjómanna í þessu samhengi og að örygg- isnetið sé stórlega skert. Ein- ungis eitt varðskip sé úti í senn og það geti augljóslega ekki sinnt öllum landshlutum á sama tíma. Hann segir önn- ur varðskip en Þór orðin það gömul að þau séu fljót að skemmast ef þau liggja lengi óhreyfð við festar. Fluttu út vinnuhefð Landhelgisgæslunnar Guðmundur segir að það sem standi upp úr á ferlinum séu erlendu verkefnin sem Landhelgisgæslan hefur sinnt á undanförnum árum á sviði landamæragæslu fyrir Fron- tex, Landamærastofnun Evr- ópu sem Ísland er aðili að. „Þetta eru afar framandi verkefni og í allt öðru um- hverfi en ég hef átt að venj- ast. Þau hafa í einu og öllu snúist um björgun mannslífa og eru þess vegna afskaplega gefandi. Árið 2011 höfðum við aðkomu að lífbjörgun um 500 manns. Þetta eru náttúru- lega tölur sem við sjáum aldrei hérna heima.“ Ægir fór til þessara verk- efna fyrst á árinu 2010 og var þá við strendur Senegal. Í framhaldinu fór skipið norður í Miðjarðarhafið á milli Spán- ar, Alsír og Marokkó. Árið 2011 var Ægir við gæslu við eyjuna Krít og síðan aftur á Spánarsvæðinu þar sem hann var líka á síðasta ári. Verk- efnið fólst í því að bjarga bátafólki og flóttafólki, börn- um, fullorðnum og öldruðu fólki sem flýr heimahagana, yfirleitt á varasömum smá- fleytum á hafsvæðum þar sem allra veðra er von. Um er að ræða gífurlega stórt haf- svæði sem nær frá Gíbraltar í vestri og allt austur til Líb- anon og Ísrael. Svo að menn skilji vegalengdirnar má nefna að jafnlöng siglingaleið er frá Íslandi til Gíbraltar og frá Gíbraltar til Kýpur. Gæslan fengið mikið lof fyrir störf sín „Við búum okkur undir svona verkefni eins vel og við getum. Við sóttum nám- skeið sem hjálpaði mjög mik- ið og annað er bara vinna. Það sem stendur upp úr var þakklæti fólksins sem við björguðum frá bráðum dauða,“ segir Guðmundur. Landhelgisgæslan hefur fengið mikið lof fyrir störf sína á þessum vettvangi. Áhöfnin hefur beitt allt öðr- um vinnuaðferðum en aðrir aðilar sem hafa komið að björgunarstörfum á þessum svæðum. „Við fluttum í raun út vinnuhefðina sem við höfum hér við Ísland, sem er að vera alltaf að, 24 tíma sólarhrings- ins og þá vinna saman skip og flugvél. Margir aðrir höfðu bara verið í dagróðrum og styttri ferðum og allar útgáfur eru af því. Okkar vinnuhefð byggist á vöktum og það er bara unnið 24 tíma sólar- hringsins. Þetta skilaði heil- miklu,“ segir Guðmundur. Hann ber sterkar tilfinn- ingar til Landhelgisgæslunnar og segir að það sína skoðun að það yrði henni til góðs að fá slík verkefni á ný, bæði vegna tekjuöflunar og til að nýta skipaflotann og mann- skapinn. S J Ó M E N N S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.