Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 16

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 16
16 S T A R F S M E N N T U N Framleiðsluskóli Marel hefur lengi verið á teikniborðinu hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins. Síðasta haust var Marel þátt- takandi í umsókn um styrk til uppbyggingar starfsnáms hjá fyrirtækinu að frumkvæði Mímis símenntunar og í sam- vinnu við Samtöks iðnaðarins. Styrkurinn var nýttur til grein- inga á fræðsluþörfum ófag- lærðs starfsfólks hjá Marel og til að skrifa námskrá fyrir starfsnámið. Sótt hefur verið um áframhaldandi styrk til að tilraunakenna námskrána næsta vetur. Ef sú áætlun gengur eftir mun starfsfólki hjá Marel með stutta form- lega skólagöngu verða gefin tækifæri til að setjast á skólabekk með það að mark- miði að læra iðngrein sem nýtist þeim í vinnunni. „Styrkurinn sem verkefnið fékk var notaður til að þarfa- greina og skrifa námskrá. Hún var unnin í samstarfi við Mími en Samtök iðnaðarins komu einnig að verkefninu. Til að finna út úr hvaða færniþáttum ófaglært starfs- fólk í framleiðslu Marel þurfti að búa yfir var sett af stað greiningarvinna og á grund- velli hennar var námskráin skrifuð,“ segir Þórður Theo- dórsson framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Marel. Þegar námskráin verður tilbúin og tilraunakennslu lokið er stefnt að því að sækja um viðurkenningu á henni til menningar- og menntamálaráðuneytisins. Mímir símenntun er viður- kennd fræðslustofnun og get- ur því sótt um slíka viður- kenningu. Þegar námskráin hefur hlotið viðurkenningu geta þátttakendur í náminu fengið það metið til eininga í framhaldsskólakerfinu sem yrði þeim hvatning til að ljúka frekara námi í framhald- inu. „Markmiðið með Fram- leiðsluskóla Marel er að hvetja og styrkja starfsmenn til frekara náms og gefa þeim færi á að efla starfshæfni sína. Við teljum að með markvissri uppbyggingu á færni starfs- manna mætum við þörfum atvinnulífsins fyrir iðnmennt- að fólk,“ segir Þórður sem hefur starfað hjá Marel í 20 ár. Skortur á iðnmenntuðu fólki „Svo virðist sem færri og færri einstakingar fari í iðnnám, a.m.k. ef miðað er við það sem skilar sér inn í fyrirtæki eins og Marel. Þetta hefur haft þau áhrif að skortur er á iðnmenntuðu fólki. Hjá Marel vantar t.a.m. menntaða ein- staklinga á sviði málmiðnað- ar. Framleiðsluskólinn er framlag okkar til að stækka þann hóp sem lýkur form- legu iðnámi. Á öðrum starfs- stöðvum Marel í Evrópu er ekki jafnmikill skortur á iðn- menntuðu fólki. Framleiðslu- skóli Marel mun því fyrst og fremst starfa á Íslandi. Við höfum einnig á undanförnum árum verið í mjög góðu sam- starfi við Iðnskólann í Hafn- arfirði og Borgarholtsskóla og fáum nemendur úr þeim skólum í starfsnám til okkar. Þeir sem standa sig vel eiga góða möguleika á að koma til starfa hjá okkur eftir nám- ið. Ennfremur fáum við marga skólahópa í heimsókn til Marel - allt frá grunnskól- um til háskóla,“ segir Þórður. Fagna 30 ára afmæli Marel hóf starfsemi sína fyrir Svara kallinu með Fram- leiðsluskóla Marel „Við teljum að með markvissri uppbyggingu á færni starfsmanna mætum við þörfum atvinnulífsins fyrir iðnmenntað fólk,“ seg- ir Þórður Theodórsson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Marel. Með Framleiðsluskóla sínum ætlar Marel að stækka þann hóp sem lýkur formlegu iðnnámi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.