Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 30

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 30
30 Í Víkinni – sjóminjasafni við Reykjavíkurhöfn verða að vanda tvær grunnsýningar í sumar. Hefð er fyrir því að opna sumarsýningu safnsins í tengslum við hátíðarhöld sjó- mannadagsins, Hátíð hafsins. Að þessu sinni fjallar sú sýn- ing um 75 ára sögu Sjó- mannadagsráðs. Tvær fastasýningar Önnur fastasýning Víkurinnar ber yfirskriftina „Frá örbirgð til allsnægta“ og fjallar um þróun fiskveiða og fisk- vinnslu með áherslu á Reykjavík. Sagt er frá árabáta- útgerð landsmanna og þar er hægt að sjá árabátinn Farsæl, sem er fjögurra manna far og smíðaður skömmu eftir 1900. Tómthúslífinu og skreiðar- verkun fyrri tíma eru gerð skil á lifandi hátt. Fjallað er um þær breytingar sem áttu sér stað með iðnbyltingarinn- ar og farið í þá þróun sem átti sér stað í framhaldi af henni fram til dagsins í dag. Á sýningunni má m.a. sjá, og máta, eftirgerð af lúkar úr togara frá 1920. Sýning um siglingar og hafnargerð í Reykjavík er hin fastasýning safnsins. Upphaf landnáms Íslands má rekja til siglinga norrænna manna um Norðurhöf. Val fyrsta land- námsmannsins, Ingólfs Arnar- sonar, á búsetu í Reykjavík kemur ekki á óvart þegar litið er til þess að landnámsmenn- irnir voru siglingamenn og meðal fremstu sæfarenda þess tíma í Norðurhöfum. Reykjavíkin, sem höfuðstaður landsins heitir eftir, var fyrir- taks hafnaraðstaða frá náttúr- unnar hendi með Granda- garðinn sem skjólgarð og gott að draga skip á land í skjóli víkurinnar. Þessi náttúrulega hafnaraðstaða Reykjavíkur varð til þess að um aldir var einn helsti verslunarstaður landsins, Hólmurinn, staðsett- ur í Örfirisey, útgerð árabáta varð öflug og um síðir varð Reykjavíkurhöfn stærsta höfn landsins. 75 ára sigling Sjómannadagsráðs Einn af dagskrárliðum Hátíð- ar hafsins að þessu sinni verður opnun sýningarinnar „Svifið seglum þöndum – 75 ára sigling Sjómannadags- ráðs“. Sýningin er sett upp í tilefni af 75 ára afmæli Sjó- mannadagsráðs. Starfsemi þess hefur verið margvísleg en þó ber hæst sjómannadag- inn, sem ráðið hefur staðið að frá upphafi, og Hrafnistu- heimilin. Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðleg- ur á Íslandi síðan 1939 og verða honum gerð góð skil í Bryggjusal safnins, þar sem að verður sannkölluð hátíðar- stemmning. Á sýningunni er rakin forsaga dagsins, þar sem hugmyndir um að efnt yrði til minningardags um drukknaða sjómenn var áber- andi. Á sýningunni er settur upp minningaveggur drukkn- aðra sjómanna, þar sem eru upp talin nöfn allra þeirra Ís- lendinga sem fórust á sjó á síðustu öld. Sjómannadagsráð hefur komið að fleiri málefn- um. Segja má að ekkert vel- ferðarmál sjómanna hafi verið því óviðkomandi. Langmikil- vægust hafa verið dvalar- heimili aldraðra sjómanna, Hrafnistuheimilin. Þau eru nú þrjú talsins í jafn mörgum bæjarfélögum, Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Til að reisa Hrafnistuheimilin þurfti mikla fjármuni. Þeirra var meðal annars aflað með frjálsum framlögum einstak- linga og fyrirtækja, sérstak- lega fyrstu áratugina. Einnig voru stofnuð tvö fyrirtæki sérstaklega til að afla tekna, Happdrætti DAS og Laugarás- bíó, og hafa þau bæði gegnt hlutverki sínu í meira en hálfa öld. Langdrægur leitarsónar með mikla aðgreiningu. Hefur reynst frábærlega hérlendis við makrílleit. Hægt að nota sem veltuleiðréttan dýptarmæli. Fáanlegur með rafmagns- eða glussahífibúnaði. Einfaldur að vinna á, íslenskar valmyndir. Mikil gæði, hagstætt verð. HD825 DIGITAL HÁTÍÐNISÓNAR Sónar ehf · Hvaleyrarbraut 2 · 220 Hafnarfjörður Sími 512 8500 · sonar@sonar.is · www.sonar.is FRÁBÆ R VIÐ MAKRÍL LEIT! w w w .godverk.is S J Ó M A N N A D A G U R I N N Sýning í tilefni af afmæli Sjómannadagsráðs 75 ára afmælis Sjómannadagsráðs er minnst með sumarsýningu Víkurinnar sem opnuð verður á Hátíð hafsins. Fiskvinnsla í Bæjarútgerð Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.