Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 30
30
Í Víkinni – sjóminjasafni við
Reykjavíkurhöfn verða að
vanda tvær grunnsýningar í
sumar. Hefð er fyrir því að
opna sumarsýningu safnsins í
tengslum við hátíðarhöld sjó-
mannadagsins, Hátíð hafsins.
Að þessu sinni fjallar sú sýn-
ing um 75 ára sögu Sjó-
mannadagsráðs.
Tvær fastasýningar
Önnur fastasýning Víkurinnar
ber yfirskriftina „Frá örbirgð
til allsnægta“ og fjallar um
þróun fiskveiða og fisk-
vinnslu með áherslu á
Reykjavík. Sagt er frá árabáta-
útgerð landsmanna og þar er
hægt að sjá árabátinn Farsæl,
sem er fjögurra manna far og
smíðaður skömmu eftir 1900.
Tómthúslífinu og skreiðar-
verkun fyrri tíma eru gerð
skil á lifandi hátt. Fjallað er
um þær breytingar sem áttu
sér stað með iðnbyltingarinn-
ar og farið í þá þróun sem
átti sér stað í framhaldi af
henni fram til dagsins í dag.
Á sýningunni má m.a. sjá, og
máta, eftirgerð af lúkar úr
togara frá 1920.
Sýning um siglingar og
hafnargerð í Reykjavík er hin
fastasýning safnsins. Upphaf
landnáms Íslands má rekja til
siglinga norrænna manna um
Norðurhöf. Val fyrsta land-
námsmannsins, Ingólfs Arnar-
sonar, á búsetu í Reykjavík
kemur ekki á óvart þegar litið
er til þess að landnámsmenn-
irnir voru siglingamenn og
meðal fremstu sæfarenda
þess tíma í Norðurhöfum.
Reykjavíkin, sem höfuðstaður
landsins heitir eftir, var fyrir-
taks hafnaraðstaða frá náttúr-
unnar hendi með Granda-
garðinn sem skjólgarð og gott
að draga skip á land í skjóli
víkurinnar. Þessi náttúrulega
hafnaraðstaða Reykjavíkur
varð til þess að um aldir var
einn helsti verslunarstaður
landsins, Hólmurinn, staðsett-
ur í Örfirisey, útgerð árabáta
varð öflug og um síðir varð
Reykjavíkurhöfn stærsta höfn
landsins.
75 ára sigling
Sjómannadagsráðs
Einn af dagskrárliðum Hátíð-
ar hafsins að þessu sinni
verður opnun sýningarinnar
„Svifið seglum þöndum – 75
ára sigling Sjómannadags-
ráðs“. Sýningin er sett upp í
tilefni af 75 ára afmæli Sjó-
mannadagsráðs. Starfsemi
þess hefur verið margvísleg
en þó ber hæst sjómannadag-
inn, sem ráðið hefur staðið
að frá upphafi, og Hrafnistu-
heimilin. Sjómannadagurinn
hefur verið haldinn hátíðleg-
ur á Íslandi síðan 1939 og
verða honum gerð góð skil í
Bryggjusal safnins, þar sem
að verður sannkölluð hátíðar-
stemmning. Á sýningunni er
rakin forsaga dagsins, þar
sem hugmyndir um að efnt
yrði til minningardags um
drukknaða sjómenn var áber-
andi. Á sýningunni er settur
upp minningaveggur drukkn-
aðra sjómanna, þar sem eru
upp talin nöfn allra þeirra Ís-
lendinga sem fórust á sjó á
síðustu öld. Sjómannadagsráð
hefur komið að fleiri málefn-
um. Segja má að ekkert vel-
ferðarmál sjómanna hafi verið
því óviðkomandi. Langmikil-
vægust hafa verið dvalar-
heimili aldraðra sjómanna,
Hrafnistuheimilin. Þau eru nú
þrjú talsins í jafn mörgum
bæjarfélögum, Reykjavík,
Hafnarfirði og Kópavogi. Til
að reisa Hrafnistuheimilin
þurfti mikla fjármuni. Þeirra
var meðal annars aflað með
frjálsum framlögum einstak-
linga og fyrirtækja, sérstak-
lega fyrstu áratugina. Einnig
voru stofnuð tvö fyrirtæki
sérstaklega til að afla tekna,
Happdrætti DAS og Laugarás-
bíó, og hafa þau bæði gegnt
hlutverki sínu í meira en
hálfa öld.
Langdrægur leitarsónar með mikla aðgreiningu.
Hefur reynst frábærlega hérlendis við makrílleit.
Hægt að nota sem veltuleiðréttan dýptarmæli.
Fáanlegur með rafmagns- eða glussahífibúnaði.
Einfaldur að vinna á, íslenskar valmyndir.
Mikil gæði, hagstætt verð.
HD825 DIGITAL HÁTÍÐNISÓNAR
Sónar ehf · Hvaleyrarbraut 2 · 220 Hafnarfjörður
Sími 512 8500 · sonar@sonar.is · www.sonar.is
FRÁBÆ
R VIÐ
MAKRÍL
LEIT!
w
w
w
.godverk.is
S J Ó M A N N A D A G U R I N N
Sýning í tilefni
af afmæli
Sjómannadagsráðs
75 ára afmælis Sjómannadagsráðs er minnst með sumarsýningu Víkurinnar sem
opnuð verður á Hátíð hafsins.
Fiskvinnsla í Bæjarútgerð Reykjavíkur.