Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.2013, Blaðsíða 12
12 og fyrir jól er einiberjagrafinn lax einnig í boði. Hann er líka hægt að sérpanta. „Þrátt fyrir mikla samkeppni á ís- lenska markaðnum hefur okkur gengið mjög vel að selja okkar vörur. Á bak við okkur er traustur og góður hópur viðskiptavina og hann fer stöðugt stækkandi,“ segir Svanfríður. Þar telja þau vöruvöndun skipta miklu máli, sem og gott hráefni. Þá hafa þau sölumál einnig á sinni könnu og segja að mik- ið sé lagt upp úr persónuleg- um samskiptum við við- skiptavini. „Við notum sím- ann frekar en tölvupóstinn svo dæmi sé tekið. Þannig komust við í beint samband við viðskiptavini.“ Þá segja þau að auk þess sem vandað sé til verka séu vinnsluað- ferðir þeirra meira í anda heimilisiðnaðar en fjöldafram- leiðslu og það kunni neyt- endur vel að meta. Fiskeldi sett upp í ónotaðri fjóshlöðu Áratuga reynsla skiptir auð- vit að líka máli, en langt er síðan þau Svanfríður og Gunnar byrjuðu í þessari framleiðslu. Þau höfðu að- gang að hafbeitartilraunum sem Veiðifélag Ólafsfjarðar var með í Ólafsfjarðarvatni og áttu húsnæði við Hlíð sem ekki var nýtt, m.a. fjós og hlöðu „og við sáum þarna möguleika á að koma húsun- um í notkun,“ segja þau. Haustið 1986 voru fyrstu tvær til þrjár laxahrygnurnar kreist- ar heima við og úr þeim hrognum komu fyrstu seiðin. Þau voru sett í ker inni í fjós- hlöðunni sem þá hafði verið breytt í litla seiðastöð. Seiðin voru flutt í stöðina í ágúst ár- ið á eftir og þar með varð Fiskeldisstöðin Hlíð til. Laxa- seiði voru í stöðinni á annað ár, en ekki tókst að selja þau líkt og upphaflega stóð til. Og var þeim því slátrað. „Og ekki skiluðu þau neinum arði,“ segir Gunnar. Vinnslan er aðalatriðið Í kjölfarið skiptu þau yfir í bleikju, fyrst með kreistingum á fiski úr Ólafsfjarðarvatni. „Við hættum því fljótlega og hófum viðskipti við Hólalax, keyptum bleikjuseiði þaðan, en þetta hefur aldrei verið stórt í sniðum hjá okkur, 6000 til 10 þúsund seiði hafa verið tekin inn á ári,“ segir Svanfríður. Ekki hefur verið lögð mikil áhersla á eldið sjálft í starfseminni, vinnsla og framleiðsla á hráefninu hefur ávallt verið í öndvegi. „Það er aðalhlutinn í okkar starfsemi og hefur farið mjög vaxandi með árunum. Við byggjum að mestu á hráefni sem við kaupum frá öðrum, allan lax og meirihluta bleikj- unar kaupum við frá öðrum,“ segja þau. Þrír hafa starfað við fyrirtækin, en aukafólk er ráðið inn á álagstímum, fyrir jól og þegar mest er að gera á sumrin. F I S K E L D I Sími: 516 3000 Fax: 567 4172 traust@traust.is www.traust.is Easy Stockfish Press Skreiðarpressa TR-A2000 Nýungar frá Traust Þekking ehf. Easy Brinemixing System Sjálfvirkur Blöndunarbúnaður Easy Chiller Pækilkælir Easy Glasing Íshúðunartæki Easy Flaker Fiskblokkar spænir Easy Grader fiskflokkari Easy Cooling Flakakælir Easy Defrosting System Uppþíðingarvél Easy Layer Lagningarvél Easy Portioner Skurðarvél Easy Container Stacker Ragari Easy Mincer Marningsvél TR 850 Injector Sprautuvél “fisk í fisk” Easy-Inject 1000 Fisk í fisk Dissolved Air Flotation (DAF) and Waste Water Treatment Fitugildrur og síur fyrir frárennslishreinsun Svanfríður og Gunnar í vinnslusalnum sem komið var upp í Ólafsfirði í kjölfar stórbrunans í Hlíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.