Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2013, Page 39

Ægir - 01.04.2013, Page 39
39 S J Ó M E N N S K A N Þeir sem ekki vita betur gætu best trúað að varðskipið Ægir, sem liggur við festar í Austur- höfn í Reykjavík, sé tiltölulega nýlegt skip. Viðhaldið er til fyrirmyndar og fyrir skipulögð- um flokki áhafnar fer Guð- mundur St. Valdimarsson bátsmaður. Ýmislegt hefur á daga hans drifið hjá Gæslunni og segir hann standa upp úr gæslu- og björgunarstörf á vegum Frontex við strendur Senegal og í Miðjarðarhafinu. Guðmundur hefur verið til sjós í 31 ár, allt frá því hann fyrst réði sig fimmtán ára gamall sem vikapilt á varð- skipið Ægi árið 1982. Lengst af á varðskipum Landhelgis- gæslunnar. Hann var þó ekki nema einn túr á Ægi í upp- hafi ferilsins og fór þá yfir á Óðinn. Ekki leið á löngu að hann var aftur búinn að ráða sig á Ægi, þá sem viðvaning. Leiðin lá þó aftur yfir á Óð- inn þar sem hann ílentist í níu ár sem háseti þar til hann réði sig á flutningaskipið Jarl sem var skráð í Noregi, en í eigu Glámu hf., dótturfyrir- tækis Ok hf. sem gerði út eitt skip, Ísberg. „Ég kunni sérstaklega vel við mig á Jarli en fyrirtækið var bara sett á hausinn. Þetta var lítið fyrirtæki sem gerði út þessi tvö skip, Ísberg og Jarl. Einhverjir sáu ofsjónum yfir förmunum sem við vorum að flytja þannig að fyrirtækið var bara keyrt í kaf,“ segir Guð- mundur. Sjómennskan í ættinni Hann réði sig aftur til Gæsl- unnar, þá á varðskipið Tý ár- ið 1991. Sumarið eftir kallaði farmennskan á hann á ný og réði hann sig á Hofsjökul þar sem hann starfaði um sumar- ið en fór á varðskipið Tý aft- ur um haustið. Árið 1997 leit- aði hann aftur í heimahagana og fór á varðskipið Ægi sem bátsmaður og þar sem hann hefur verið alla tíð síðan. „Það kom aldrei neitt ann- að til greina hjá mér en sjó- mennska. Faðir minn var sjó- maður, afi minn líka og fleirri í ættinni.“ Afi Guðmundar, Guð- mundur Guðmundsson, var Ævintýraþrá og lífsstíll Flóttafólk í öruggum höndum á leið um borð í varðskipið Ægi undan ströndum Afríku.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.