Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 10
10 Fréttir 30. desember 2011 Áramótablað É g fékk símtal á fimmtudegi þeg- ar hún var vikugömul og var beðin um að koma með hana í blóðprufu daginn eftir því það var einhver hækkun á efn- um hjá henni. Það var ógeðslega erf- itt. Svo var bið yfir helgina og þetta er lengsta helgi sem ég hef upplifað,“ segir Birgitta Ásbjörnsdóttir, móðir sjö mánaða stúlku, Öskju Bjargeyjar, sem greindist með sjaldgæfan efnaskipta- sjúkdóm sem kallast homocystinuria, aðeins tveggja vikna gömul. Askja er annar einstaklingurinn sem greinist með sjúkdóminn hér á landi en lík- urnar á að fá hann eru einn á móti 350 þúsund til 500 þúsund. Homocystin- uria er þó langalgengastur á Írlandi og er því stundum nefndur keltneski sjúkdómurinn. Báðir foreldrar þurfa að bera í sér sama gallaða genið til að barn fái homocystinuria. „Líkurnar á að finna sér maka eða eignast börn með ein- hverjum með sama gallaða genið eru nánast engar. Þrátt fyrir að það gerist þá eru aðeins 25 prósenta líkur á því að barnið fái sjúkdóminn,“ segir Birg- itta til að útskýra betur hve ólíklegt er að hann erfist. Getur verið banvænn Sjúkdómurinn er skyldur efnaskipta- gallanum PKU, sem er töluvert algeng- ari, og veldur því að líkaminn getur ekki brotið niður prótein. Askja þarf því að vera á sérstöku próteinskertu fæði og fjölmargar fæðutegundir má hún alls ekki borða. Allt kjöt og fiskur er til dæmis á bannlista. Þá þarf hún að taka inn mjög nákvæmt magn af ákveðnum vítamínum. Ef sjúkdómurinn er ekki með- höndlaður og ekki passað upp á mat- aræði þeirra sem af honum þjást get- ur hann valdið miklum skaða, meðal annars á miðtauga-, hjarta- og æða- kerfinu og jafnvel dregið fólk til dauða. Sé sjúkdómurinn hins vegar með- höndlaður rétt þá geta sjúklingar að öllum líkindum lifað tiltölulega eðli- legu lífi. Mikið áfall Það var Birgittu mikið áfall þegar hún fékk þær fréttir að nýfædd dóttir hennar væri með sjaldgæfan sjúkdóm sem gæti verið lífshættulegur. „Þetta var svo rosalega mikið að meðtaka til að byrja með. Við þurftum að reyna að skilja sjúkdóminn og setja okkur inn í það hvað hún mætti borða. Þetta var gríðarlegt magn af upplýsingum.“ Þegar Birgitta fór að lesa um sjúk- dóminn á netinu þá varð hún ennþá hræddari, enda á mörgum stöðum talað um að honum fylgi líkamleg fötlun. Hún segir það þó ekki gerast í dag, sé sjúkdómurinn meðhöndl- aður. Birgitta viðurkennir þó að hún hafi ekki kynnt sér það ítarlega skað- semi sjúkdómsins. „Maður bara ýtir þessu frá sér. Þetta með miðtauga- kerfið hræddi mig samt rosalega mikið til að byrja. Ég heyrði bara orð- ið heilalömun og sá fyrir mér ein- stakling sem er ófær um allt, en svo fékk ég útskýringu á að þetta væri mjög vítt hugtak og þá dró mikið úr óttanum.“ Þurfti að kaupa dýra vigt Það þarf að halda mjög nákvæma matardagbók yfir það sem Askja borðar og gefa henni vítamínin B6 og fólínsýru í réttum skömmtum. Askja þarf líka að taka inn betaín tvisvar á dag sem vigtað er í milligrömmum. Til þess að geta vigtað það þá þurfti Birgitta að kaupa mjög nákvæma og dýra vigt. Hún bíður nú eftir svari frá velferðarráðuneytinu hvort hún fái hana endurgreidda. Það eru hvorki til nógu nákvæmar vigtar í apótek- um né á Landspítalanum til að vigta betaínið og Birgittu finnst því eðlilegt að ríkið taki þátt í þessum kostnaði. Askja þarf að fara nánast vikulega í vigtun til þess að hægt sé að reikna út hversu mikið af betaíni þarf og svo fær hún B12 sprautu einu sinni í mánuði. Hún þarf ekki að taka inn nein lyf fyrir utan vítamínin og var Birg- itta mjög hissa þegar henni var tjáð það. Efnaskiptasérfræðingur út- skýrði fyrir henni að vítamínin væru í raun flókin efnasambönd á meðan í lyfjum væri oft bara eitt tilbúið efni. Virkni víta mínanna er mun víðtæk- ari og þau því áhrifameiri við efna- skiptasjúkdómum. „Það góða við þennan sjúkdóm er að hún mun geta lifað eðlilegu lífi og verið heil- brigð, en hún þarf að vera á sérfæði. Meðan sjúkdómurinn er meðhöndl- aður þannig þá mun hún vera í lagi. Sem er ótrúlegt og maður er ótrúlega þakklátur fyrir.“ Lífið snýst um sjúkdóminn Birgitta sem er aðeins 23 ára segir líf- ið ósjálfrátt hafa farið að snúast um sjúkdóminn. Hún á líka fjögurra ára tvíburastúlkur sem hafa tekið litlu systur sinni vel þrátt fyrir töluverða afbrýðisemi í upphafi. Stóru syst- urnar eru mjög meðvitaðar um að það er eitthvað sem hrjáir Öskju og passa vel upp á hana. Leikirnir þeirra bera einnig merki um það. „Þær eru alltaf með dúkkurnar og bangs- ana í blóðprufum og með alla þessa frasa í tengslum við matinn hennar á hreinu. Þær eru alveg ótrúlega góðar við hana og tala alltaf um barnið okk- ar,“ segir Birgitta og hlær. Sjúkdómur Öskju hefur líka rask- að töluvert högum fjölskyldunn- ar, en Birgitta sá til að mynda ekki annan kost í stöðunni en að flytja úr Hafnarfirði til Reykjavíkur. „Út af tíð- um ferðum inn á barnaspítalann þá sá ég mig knúna til að flytja og vera nær. Allur kostnaður rauk upp úr öllu valdi og það var ekki ábætandi,“ út- skýrir hún. Verður stundum leið Það er mikil vinna að að vigta bæði mat og vítamín ofan í Öskju og Birg- itta þarf í raun alltaf að vera á nálum. „Maður fær aldrei frí. Ég get ekki verð löt og pantað pítsu. Ég gæti auðvitað pantað pítsu fyrir mig og hin börnin en ég þyrfti samt að elda fyrir Öskju.“ Þegar hún fer á leikskóla og í skóla mun þurfa að þjálfa manneskju til að vigta ofan í hana bæði mat og vítamín. Askja dafnar eðlilega og er algjört matargat að sögn Birgittu. Hún býst þó við því að þetta verði erfiðara þeg- ar hún eldist og vill fara að fá eins og hinir. Þá hefur hún heyrt að unglings- árin séu einstaklingum með þennan sjúkdóm erfiðust. Þrátt fyrir að Askja dafni vel þá er lífið allt annað en auðvelt fyrir þessa ungu og duglegu móður. „Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt, ég ætla ekkert að draga úr því,“ segir Birgitta og viðurkennir að suma daga sé hún hálfleið yfir þessu öllu saman. „Það er ekkert sem ég get gert til að laga hana en samt er ekkert að henni og mér finnst ég mjög ósanngjörn að hugsa svona. Henni líður vel og er hamingjusöm, en mér finnst þetta bara svo ósanngjarnt.“ Birgitta trú- ir þó að það sé alltaf einhver ástæða fyrir þeim erfiðleikum sem lagðir eru á fólk. Þegar hún minnir sig á það, þá líður henni betur. Ekki auðvelt að vera ung móðir „Þetta kennir manni líka ýmislegt. Ég er rosalega ung móðir og þeg- ar ég varð ólétt af tvíburunum þá þóttist ég vita hvað ég var að fara út í. Hugsaði með mér að þetta yrði ekkert mál, ég ætti fullt af systkin- um. En þetta er bara miklu meira mál og maður getur ekki ímyndað sér hvernig þetta er. Svo að fá heil- brigt barn í hendurnar sem er svo ekkert heilbrigt. Þetta er svolítið raunveruleikatékk.“ Birgitta segist ekki vera með fordóma gagnvart ungum mæðr- um, enda hafi hún ekki efni á því. Að eignast tvíbura og svo veikt barn hefur þó fengið hana til að hugsa. „Ég hvet engan til að fara of snemma út í barneignir því þú veist aldrei hvað getur gerst. Þó að meðgangan gangi fullkomlega og allt líti vel út.“ Ánægð með heilbrigðiskerfið Birgitta er mjög þakklát fyr- ir gott aðgengi bæði að læknum og næringar sérfræðingum sem sjá um dóttur hennar. Hún segir það varla skipta máli hvenær hún hringi, henni sé alltaf svarað. Að því leyti sé smæð heilbrigðiskerf- isins á Íslandi frábær. „Ókosturinn við þetta er að þekkingin á sjúk- dómnum er lítil hér á landi, sér- staklega fram að tveggja ára aldri. Síðasti einstaklingur var greindur á þeim aldri.“ Homocystinuria greindist fyrst við krufningu á sjöunda áratugn- um og er því frekar ungur sjúk- dómur. Þekking á honum og rann- sóknir eru komnar hvað lengst í Bandaríkjunum og læknir Öskju hér á landi aðstoðar nú Birgittu að komast í samband við lækni úti. Þá er Birgitta í sambandi við móður stúlku sem er með annan sjaldgæfan sjúkdóm og segir það hjálpa sér að geta talað við hana. n Askja Bjargey fæddist með sjaldgæfan efnaskiptasjúkdóm n Aðeins tveir hafa greinst með sjúkdóminn hér á landi n Birgitta varar fólk við eignast börn of ungt „Maður fær aldrei frí“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Það sem Askja má ekki borða n Allar tegundir af kjöti n Allar tegundir af fiski n Allar tegundir af eggjum n Allar tegundir af ostum n Allar tegundir af hnetum n Flestar tegundir af baunum Keltneski sjúkdómurinn Askja Bjargey, sjö mánaða, glímir við sjaldgæfan efna- skiptasjúkdóm. Hann getur verið lífshættulegur sé hann ekki meðhöndlaður rétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.