Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 103

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 103
n Völvan sér Ríkisútvarpið eiga dap- urt ár í vændum. Niðurskurður og deilur innanhúss sveipa þessa öldnu stofnun skýjum ósættis og depurðar. Páll Magnússon sætir harðri gagnrýni en víkur ekki úr starfi þrátt fyrir ítrek- aðar áskoranir. n Dagskrárstjóri RÚV, Sigrún Stefánsdóttir, lætur af störfum og fer á eftirlaun. Skipun eft- irmanns hennar veldur harðvítugum deilum og völvan sér starfsmenn Ríkisútvarpsins togast á um bunka af undirskriftum með og á móti. Helst er það fundið nýjum dag- skrárstjóra til foráttu að hafa verið tengdur stjórnmálaflokki fyrr á árum. n Á miðju ári verður mikið fjaðra- fok í kringum Kastljósið þegar viðtal við ungan afbrotamann er stöðvað rétt fyrir útsendingu. Í ljós kemur að viðkomandi er flæktur í viðamikinn innflutning á fíkniefnum og hugðist skýra frá bakhjörlum sínum í beinni útsendingu. Menn skiptast í tvær fylkingar um þessa ákvörðun en lög- fræðingarnir ráða og enginn fær að segja neitt. Inn í þessar deilur dregst nafn þekkts athafnamanns sem áður hefur komið við sögu slíkra mála. Þegar sá er handtekinn síðar á árinu stendur Kastljós- ið eftir með pálmann í höndunum. n Ástarævintýri innan veggja Sjónvarps- ins kemst í hámæli á árinu og koma starfs- menn Kastljóss einnig þar við sögu. Þykir mörgum sem þar sé gengið nærri mörkum þess smekk- lega en enginn missir vinnuna og allir hafa af nokkra skemmtun. Gár- ungar kalla Kastljósið Náttborðs- lampann eftir að þetta mál verður í fréttum. n Morgunblaðið og útgáfa þess á undir högg að sækja á árinu eins og verið hefur. Tilraun til uppstokkunar verður gerð á árinu og við þær breyt- ingar stígur Davíð Oddsson til hliðar og Karl Blöndal tekur við starfi ritstjóra. Vongóðir útvegs- menn í Vestmannaeyjum halda áfram að veita fé til útgáfu blaðsins en þessar varnaraðgerðir stoða lítt því áskrifend- um fækkar jafnt og þétt. n Fréttatíminn verður í fréttum á nýju ári þegar óeining verður á ritstjórninni vegna fyrir- hugaðrar sölu. Hlutafé allvænt frá Mr. Jenkins er nú uppurið og fáeinir liðsmenn í hópi eigenda vilja selja frekar en safna skuldum en aðrir vilja halda skipinu áfram á floti. Þetta ósamkomulag verður öðrum fjölmiðlum að fréttaefni á nýju ári. Völvan sér Jón Kaldal, ritstjóra blaðsins, í erfiðri stöðu og þegar Fréttatíminn að lokum sameinast Fréttablaðinu snýr hann aftur í stól ritstjóra við hlið Ólafs Stephensen. n Völvan sér Björn Inga Hrafnsson í skugga fjárhagserfiðleika. Vefpress- an, fyrirtæki í hans eigu, berst fyrir lífi sínu vegna eftirmála umdeildrar myndbirtingar í tengslum við saka- mál Gillz á aðventunni. Völvan sér lykilstarfsmenn yfirgefa turninn í byrjun árs og skömmu síðar skiptir fyrirtækið um eigendur og verður það síst til þess að auka vinsældirn- ar. Völvan sér Björn Inga ganga ber- serksgang á ritstjórn, kasta hlutum til og sópa lausamunum af borðum, æpandi á samstarfsmenn sína. n Í kringum þrotabú Vefpressu sveima áhugasamir fótgönguliðar þeirra sem vilja gjarnan hafa ítök í fjölmiðlum. Völvan sér Brynjólf Helgason, fyrrverandi Lands- bankamann, í forystu þeirra. Að lokum fer þó svo að Vefpressan kemst í eigu 365-samsteyp- unnar. Þá fer mörgum að þykja nóg um stöðu þeirrar sam- steypu á markaðnum og kæra til Samkeppnisstofnunar. n Stöð 2 mun eiga erfitt uppdráttar á nýja árinu eins og fleiri fjölmiðlar. Hún lætur hægt og rólega undan síga í samkeppninni við RÚV og áhorf á fréttir og Ísland í dag mælist í sögulegu lágmarki á vordög- um. Gripið verður til hreins- ana og umskipta og þykir það takast misjafnlega vel. Í þeim sviptingum hverfur Logi Bergmann af skjánum og birtist sjónvarpsáhorfendum aftur í nýju hlutverki hjá keppi- nautnum í Efstaleiti. Þar birtist Logi með nokkra hatta og völvunni sýnist einn þeirra vera merktur Eurovision. n Egill Helgason heldur sínu striki sem áhrifamesti þátt- arstjórnandi sem Ísland hefur átt. Þjóðin flissar annað veifið að hégómagirni Egils þegar hann segir frá samtölum sínum við erlenda fjölmiðla og frægt fólk en við höldum áfram að elska hann. Egill mun eiga feiknargóða spretti á árinu og sum viðtölin í Silfri Egils vekja verðskuldaða athygli allrar þjóðarinnar. n Bókmenntaþátturinn Kiljan heldur áfram að sæta gagnrýni frá konum sem telja hlut kvenna fyrir borð bor- inn. Egill verst af hörku og reynir að vera kurteis við konur og tekst það næstum alltaf. n Arnþrúður Karlsdóttir á Útvarpi Sögu á ekki sérlega gott ár í vændum. Deilur um meintar greiðslur fyrir viðtöl og umfjallanir varpa skugga á orðstír stöðvarinn- ar. Ítrekaður brott- rekstur starfsfólks sem ákveðinn er í skyndingu verður einnig að fréttaefni í öðrum miðlum. n Eins og stundum áður verða þessar umræður óþægilega persónulegar og lífsstíll Arnþrúðar kemst meira í sviðsljósið en stundum áður. Völvan sér Útvarp Sögu ein- angrast æ meir eftir því sem líður á árið og ský þreytu og vonbrigða ligg- ur yfir henni. 6 Völvuspá 2012 30. desember 2011 Áramótablað n Völvan sér fjárhagsvandræði íþróttafélaga í kastljósinu á nýju ári. Í ljós kemur að nokkur félög eru í raun svo illa stödd fjárhagslega að þeim er ekki heimilt að taka þátt í keppni, til dæmis í Pepsi deild karla. Margir verða til þess að heimta að hið opin- bera, það er sveitarfélög, hlaupi und- ir bagga en því er mótmælt kröftug- lega enda fá sveitarfélög aflögufær. n Völvan sér stórt og fornfrægt íþróttafélag í Reykjavík verða gjald- þrota á árinu. Mannvirki þess standa auð meðan deilur geisa um ábyrgð- ina. Að lokum rennur starfsemi þess saman við annað félag mörgum til mikillar ar- mæðu. n Völvan sér Eið Smára Guðjohnsen í tengslum við knattspyrnufélagið Val á nýju ári en einnig í kastljósinu vegna fjármála sinna. Eiður og Sveppi vinur hans lenda í fréttum á árinu þegar Eiður fjármagnar uppá tæki þar sem Sveppi sækir á ný mið. n Völvan sér Kolbein Sigþórsson sem nú leikur með Ajax í Hollandi rísa upp á stjörnuhimin knatt- spyrnunnar og verða næsta eftirlæti Íslend- inga í annars döpru lands- liði þeirra. n Íslenska landsliðið í handbolta verður niðurlægt í upphafi árs í Serbíu og völvan sér Ólaf Stefáns- son hvergi í landsliðshópnum svo hann hættir líklega. Guð- mundur Guðmundsson þjálfari sést tárfellandi í kúlu völv- unnar. n Eini Íslendingur- inn sem stendur sig frábærlega í sinni íþrótt á nýju ári er Gunnar Nelson. Völv- an sér hann samt tapa sínum fyrsta bardaga á nýja árinu en fyrir utan það heldur ferill hans áfram að rísa og blómgast og hann á gott ár í vændum. n Guðjón Þórð- arson, hinn gamalkunni fótbolta- þjálfari, verður mikið í fréttum næsta ár. Hann mun þjálfa lið Grindavíkur og það samstarf endar með miklum hvelli síðla næsta sumar. Völv- an sér Guðjón missa algerlega stjórn á skapi sínu í beinni útsend- ingu sjónvarps og við það tækifæri grípur hann til sérstæðra örþrifaráða svo ekki sé fastar að orði kveðið. n Völvan sér fremur snautlega þátt- töku Íslendinga á Ólympíuleikum þar sem allir íslensku keppendurnir eru felldir út strax í fyrstu viðureign. Íþróttirnar „Á nýja árinu munu Íslendingar fá staðfest að það er ekkert til sem heitir slæm fjölmiðlaumfjöllun. Ferðamenn munu flykkjast til landsins sem aldrei fyrr. Helsta ástæðan er gosið í Eyjafjallajökli á liðnu ári og sú umfjöllun heims- pressunnar sem fylgdi í kjölfarið. Árið 2011 verður algert metár á þessu sviði og verður öngþveiti af þessum sökum stundum í fréttum á sumrinu sem í hönd fer.“ n Þetta stóð eins og stafur á bók. „Sveppi, Sverrir Þór Einarsson, lendir í miklu hneykslismáli.“ n Sveppi átti í vök að verjast á árinu vegna umdeildra auglýsinga sem hann að lokum dró til baka. Þær þóttu brjóta í bága við siðareglur auglýsenda. „Völvan sér eldgos á nýju ári og reyndar frekar tvö heldur en eitt. Annað þeirra er Grímsvatnagos.“ n Þetta kom fram á vordögum. „Völvan sér á miðju sumri koma upp mál þar sem hriktir í samstarfi Besta flokksins og Samfylkingarinnar.“ n Á miðju sumri gengu mis- vísandi yfirlýsingar manna á milli vegna áforma Guðmundar Steingríms- sonar um að bjóða fram með Besta flokknum. „Völvan sér Hönnu Birnu sæta mikilli gagnrýni frá eigin flokki seinnihluta ársins.“ n Þetta rættist í tengslum við for- mannsframboð Hönnu Birnu. „Gjaldþrot Helga Björnssonar söngvara í atvinnurekstri í Berlín kemst í fréttirnar á nýju ári og Helgi flytur endanlega heim til Íslands í kjölfarið og sinnir ferli sínum sem vinsæll hestasöngvari af alúð.“ n Þetta gekk eftir í smáatriðum og er Helgi kominn heim og leikur og syngur sem aldrei fyrr. „Völvan sér jarðakaup útlendinga mikið í sviðsljósinu á nýju ári.“ n Þarf nokkuð að segja Nubo? „Geirfinnsmálið kemst enn einu sinni í kastljós umræðunnar á nýju ári.“ n Sævar Ciesielski lést, dagbækur Tryggva Rúnars voru birtar og ný rannsóknarnefnd var skipuð. Rættist í fyrra Fjölmiðlarnir Vefpressan í basli Völvan spáir því að lykilstarfs- menn yfirgefi turninn á næsta ári. Áskrifendum fækkar enn Völvan spáir því að Davíð Oddsson hætti sem ritstjóri á næsta ári. Félög í vanda? Félögum verður ekki heimilt að taka þátt í Pepsi deild karla vegna bágrar fjárhagsstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.