Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 60
M agnús var sonur Ólafs Stephensen, stift- amtmanns í Viðey, og k.h., Sigríðar Magnúsdóttur, amtmanns Gíslasonar. Magnús var m.a. í námi hjá Hannesi Finnssyni bisk- upi. Hann tók stúdentspróf utanskóla, var síðan einn vetur í Skálholti, lauk heimspekiprófi við Kaupmannahafnarháskóla 1782 og lauk lagaprófi þar 1788. Magnús var sendur til Íslands að rannsaka Skaftárelda, ásamt Levet- zow, 1783, varð skrifari í rentukamm- eri 1784, erindreki konungs við sölu Skálholtsstólseigna 1785, varð lög- maður norðan og austan 1789, settur landfógeti 1793 og dómstjóri i Lands- yfirdómi frá 1800 og til dauðadags og settur stiftamtmaður 1809–1810. Hann fékk nafnbótina konferensráð 1816 og var sæmdur doktor í lögum við Kaupmannahafnarháskóla 1819. Magnús bjó á Leiru, síðan að Innra-Hólmi og loks í Viðey frá 1817. Hann var helsti málsvari upp- lýsingastefnunnar hér á landi, hafði forgöngu um Almennu bænaskrána 1795, beitti sér fyrir mannúðlegri og mild- ari refsingum og stofnaði Hið íslenska Landsuppfræð- ingafélag. Hann samdi og lét prenta ýmis rit og gaf út Klaust- urpóstinn 1818–1827. Þó Magnúsar sé helst minnst sem helsta fulltrúa framfara, mannúðar og Upplýsingarinnar hér á landi, er engu að síður til þekkt þjóðsaga um kapp- ræður milli hans og Snorra Björns- sonar, prests á Húsafelli, þar sem þeir áttu að hafa deilt um tilvist kölska. Magnús hélt því að sjálfsögðu fram að hinn vondi væri ekki til en Snorri sýndi Magnúsi ofan í helvíti í bullandi leirhver í bæjargilinu fyrir ofan Húsa- fell og varð Magnús þar að játa sig sigr- aðan í þeirri guðfræðideilu. 60 Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 30. desember 2011 Áramótablað Á gúst fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbæn- um. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969 og við- skiptafræðiprófi frá Háskóla Ís- lands 1973. Ágúst var fjármálastjóri Haf- skipa hf. 1973–74, var fulltrúi framkvæmdastjóra LÍÚ á árun- um 1974–85, var forstjóri Lýsis hf. í Reykjavík 1985–94 og jafnframt framkvæmdastjóri dótturfélaga þess, Lýsis og mjöls hf. og Hydrols hf., til 1989, og var síðar forstjóri Stálsmiðjunnar hf. í Reykjavík frá ársbyrjun 1995 og þar til fyrirtækið sameinaðist Slippstöðinni á Akur- eyri. Hann starfaði síðan sjálfstætt við verðbréfaviðskipti og eigin fyr- irtæki. Ágúst sat í fjölda nefnda um hin ýmsu málefni sjávarútvegsins sem fulltrúi LÍÚ og kom m.a. að samn- ingaviðræðum vegna fiskveiðideil- unnar 1974. Hann var formaður AIESEC 1971–72, varaformaður Félags viðskiptafræðinga 1971–72, sat í verðlagsráði sjávarútvegsins 1975–85, í stjórn Aflatryggingar- sjóðs sjávarútvegsins 1976–85, og sat í stjórn Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum 1980–85. Hann sat í sambandsstjórn Vinnuveitenda- sambands Íslands um skeið frá 1986, í stjórn Félags íslenskra iðn- rekenda 1991–93 og Samtaka iðn- aðarins um skeið frá 1993, í stjórn Verslunarráðs Íslands 1993–96 og í stjórn Landsnefndar Alþjóða versl- unarráðsins um skeið frá 1992. Ágúst var stjórnarformaður Björgunar hf. 1979–2000, stjórn- arformaður Faxamjöls hf. 1989– 93, Tækniþróunar hf. 1988–91 og Stálverktaks hf. frá 1995–99 og sat í stjórnum ýmissa annarra fyrir- tækja, s.s. Olís hf. 1991–2004, Lifr- arbræðslu ÁB ehf. í Grindavík frá 1995–2006, Tólf tóna ehf., Nordic Photos ehf. og Eskimo Models ehf. Fjölskylda Sonur Ágústs og Guðríðar Jóhann- esdóttur, f. 3.2. 1949, lögfræðings, er Jóhannes Ágústsson, f. 22.6. 1966, kaupmaður í Tólf tónum, bú- settur í Reykjavík. Fyrri kona Ágústs er Eva Hreins- dóttir, f. 26.10. 1947, viðskipta- fræðingur. Sonur Ágústs og Evu er Hreinn Ágústsson, f. 16.11. 1976, kerfis- fræðingur hjá Nordic Photos, bú- settur í Reykjavík. Dóttir Evu og fósturdóttir Ágústs er Andrea Brabin, f. 25.12. 1968, framkvæmdastjóri Eskimo Models en sambýlismaður hennar er Kristinn Þórðarson kvikmynda- gerðarmaður og eru börn henn- ar Eva Lena Brabin Ágústsdótt- ir, f. 26.11. 1997, og Dagur Brabin Hrannarsson, f. 18.11. 2003. Eftirlifandi eiginkona Ágústs er Ragnhildur Björg Guðjónsdótt- ir, f. 28.7. 1959, sagnfræðingur og framhaldsskólakennari. Foreldrar hennar: Guðjón Þ. Andrésson, f. 29.3. 1933, d. 13.5. 2011, ökukenn- ari og forstöðumaður, og k.h., Árna Steinunn Rögnvaldsdóttir, f. 5.5. 1932, húsmóðir. Systkini Ágústs: Margrét Sig- ríður Einarsdóttir, f. 9.12. 1939, d. 22.2. 1940; Sigríður Einarsdóttir, f. 26.9. 1943, rekstrarstjóri, búsett í Hafnarfirði en maður hennar er Valur Tryggvason endurskoð- andi og eiga þau fjögur börn; Guð- mundur Einarsson, f. 7.3. 1945, rafvirkjameistari í Reykjavík, var kvæntur Ólöfu Sigurðardóttur sem er látin og eignuðust þau þrjú börn en sambýliskona hans er Lilja Jónsdóttir. Foreldrar Ágústs voru Einar Gunnar Guðmundsson, f. 21.1. 1905, d. 1.4. 1992, aðalgjaldkeri og bókari í Vélsmiðjunni Hamri í Reykjavík, og k.h., Margrét Sigríður Ágústsdóttir, f. 15.3. 1909, d. 24.7. 1992, húsmóðir. Ætt Einar Gunnar var sonur Guð- mundar, kirkjugarðsvarðar í Skólabæ á Hólavelli í Reykjavík, bróðir Þórunnar, móður Hjalta Jónssonar, verksmiðjustjóra Ó. John son og Kaaber, föður Hauks Hjaltasonar, forstjóra og KR-ings, og Jóns Hjaltasonar, fyrrv. for- stjóra Öskjuhlíðar hf., föður Hjalta, fyrrv. framkvæmdastjóra Útgáfufé- lags DV. Þórunn var einnig móðir Ástu, móður Árna Kr. Þorsteins- sonar fyrrv. skrifstofustjóra hjá Ol- íufélaginu og Ingigerðar, móður Þorsteins Pálssonar, fyrrv. forsæt- isráðherra. Guðmundur var sonur Einars, b. í Skólabæ Magnússonar, b. í Skólabæ Jónssonar, b. í Reykja- koti Magnússonar. Móðir Magnús- ar var Vigdís Erlendsdóttir. Móðir Einars var Ingiríður Ólafsdóttir, í Nýjabæ Einarssonar, og Guðrún- ar Jónsdóttur. Móðir Guðmundar kirkjugarðsvarðar var Guðrún Þor- valdsdóttir, b. í Hvaleyrarkoti Ingj- aldssonar, og Þórunnar Þorleifs- dóttur. Móðir Einars Gunnars var Guðný Ásbjörnsdóttir, tómthús- manns í Reykjavík Sveinsson- ar, Guðmundssonar, Helgasonar. Móðir Ásbjörns var Sæfinna Ás- bjarnardóttir. Móðir Guðnýjar var Herborg Bjarnadóttir, b. á Hraða- stöðum í Mosfellsdal Eiríksson- ar, vinnumanns á Miðfelli Bjarna- sonar. Móðir Bjarna var Guðfinna, systir Snorra, langafa Ásgríms Jónssonar listmálara og langafa Sigurðar, föður Jóhanns S. Hlíð- ar, sóknarprests í Vestmannaeyj- um og í Nessókn. Systir Guðfinnu var Helga, amma Einars Jónsson- ar myndhöggvara. Guðfinna var dóttir Halldórs, b. á Jötu og ætt- föður Jötuættar Jónssonar, lesara Jónssonar. Móðir Halldórs í Jötu var Helga Oddsdóttir. Móðir Her- borgar var Guðný Ólafsdóttir. Margrét Sigríður var systir Höskuldar, föður Ásgerðar inn- anhúsarkitekts, móður Höskuld- ar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. Annar bróðir Margrétar Sigríðar var Guðmundur, bakara- meistari og skákmaður, faðir Edg- ars verkfræðings og Ágústu pró- fessors. Systir Margrétar Sigríðar var Þóra, amma Páls Hjaltasonar, formanns Skipulagsráðs Reykja- víkurborgar. Önnur systir Mar- grétar Sigríðar var Ágústa, móðir Björns Ástmundssonar, fyrrv. for- stjóra Reykjalundar. Þriðja syst- ir Margrétar Sigríðar var Stein- unn, móðir Steingerðar, konu Jóns Þorgeirs Hallgrímssonar læknis. Fjórða systir Margrétar Sigríðar var Nanna, móðir Jóns Ámundasonar forstjóra. Fimmta systir Margrétar Sigríðar var Unnur, kona Páls Guð- mundssonar, fyrrv. skólastjóra Mýrarhúsaskóla. Margrét Sigríður var dóttir Ágústs, fiskmatsmanns frá Ísafirði Guðmundssonar. Móðir Ágústs fiskmatsmanns var Helga Símonardóttir, hómópata á Bjarnastöðum í Ölfusi Jónssonar. Móðir Margrétar Sigríðar var Ingigerður, systir Sigurðar Sigurz, kaupmanns í Reykjavík, föður Ás- laugar, fyrrv. bankamanns, og Ing- ólfs, afa Margrétar Skúladóttur, fyrrv. fegurðardrottningar. Systir Ingigerðar var Steinunn í Sveins- bakaríi, kona Sveins Hjartarsonar bakarameistara. Önnur systir Ingi- gerðar var Kristjana, móður Péturs Snælands forstjóra, föður Sveins Snælands framkvæmdastjóra. Sig- urður var sonur Sigurðar, lóðs í Reykjavík Sigurðssonar, í ,,Stein- húsinu“ í Reykjavík Þórðarsonar, af Borgarbæjarættinni, bróður Péturs, föður Gunnlaugs bæjarfulltrúa. Útför Ágústs fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, fimmtudag- inn 5.1. kl. 13.00. Ágúst Einarsson Viðskiptafræðingur og fyrrv. forstjóri f. 18.8. 1948 – d. 24.12. 2011 Andlát Merkir Íslendingar Merkir Íslendingar K ristinn fæddist í Grindavík og ólst þar upp fyrstu árin, síðan í Keflavík fram yfir fermingaraldur en missti þá föður sinn og flutti með móður sinni til Reykjavíkur. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1935 og stundaði verslunar- störf í Reykjavík 1929–37, var starfs- maður Ferðafélags Íslands á öræfum sumrin 1938 og 1939, stundaði versl- unar- og skrifstofustörf í Keflavík 1940–42, var forstöðumaður Sjúkra- samlags Keflavíkur 1943, kennari við Iðnskólann í Keflavík 1945–46, stofn- aði Bókabúð Keflavíkur 1942 og var eigandi hennar og framkvæmdastjóri til ársloka 1964. Þá stofnaði hann Keflavíkurútgáfuna 1962. Kristinn vann að ritstörfum frá 1965. Kristinn var formaður skóla- nefndar Keflavíkur 1946–50 og for- maður byggingarnefndar Barnaskóla Keflavíkur á sama tíma. Hann sat í stjórn Málfundafélagsins Faxa og var formaður þess, sat hann í stjórn Út- gerðarfélagsins Rastar 1945–51 og Rótarýklúbbs Keflavíkur og var for- seti hans. Hann sat í stjórn Tónlist- arfélags Keflavíkur 1957–65, í stjórn Ungmennafélags Keflavíkur, Sósíal- istafélags Keflavíkur og Byggðasafns Keflavíkur 1944–65, í stjórn Félags íslenskra dægurlagahöfunda og for- maður þess 1967–69, í stjórn Stað- hverfingafélagsins og formaður þess 1962–63 og í stjórn Félags íslenskra bókaverslana lengst af frá 1951–65. Enn fremur sat hann í stjórn Rithöf- undafélags Íslands 1966–69 og var formaður þess 1970–71, sat í stjórn Rithöfundasam- bands Íslands 1965–66 og 1975–81, í stjórn Tónmenntasjóðs kirkjunnar 1975– 79 og í stjórn Rit- höfundasjóðs Ís- lands 1977–80 og formaður hans 1978–79. Kristinn hlaut viðurkenn- ingu Rithöfundasjóðs ríkisútvarps- ins 1974 og frá Rithöfundasjóði Ís- lands 1976. Hann var heiðursfélagi Málfundafélagsins Faxa frá 1965 og Rótarýklúbbs Keflavíkur. Eftir Kristin liggja eftirtalin leik- rit: Ást og vörufölsun, 1935; Vetur og Vorbjört, 1947; Vopnahlé, 1967; Að hugsa sér, 1968; Deilt með tveim, 1971; Ó trúboðsdagur dýr, 1974; Æsa brá, 1976; Tilburðir 1978, og Auðnu- spil, 1987. Þá komu út eftir hann eftirtaldar ljóðabækur: Suður með sjó, 1942; Sól- gull í skýjum, 1950; Turnar við torg, 1954; Teningum kastað, 1958; Minni og menn, 1961; Mislitar fanir, 1963; Hverfist æ hvað, 1971; Hjalað við strengi, 1974; Vegferð til vors, 1979; Vogsósa glettur, 1981, og Gneistað til grips, 1985. Ritsafn Kristins, Leikrit og ljóð, kom út 1969. Þá gaf hann út fjölda nótnahefta, sat í ritstjórn og var rit- stjóri ýmissa blaða og tímarita og hélt málverkasýningar hér heima og í Noregi. Foreldrar Kristins voru Pétur Jóns- son, sjómaður í Grindavík og síðar í Keflavík, og k.h., Ágústa Árnadótt- ir húsmóðir og síðast saumakona í Reykjavík. Kristinn Reyr Skáld og rithöfundur f. 30.12. 1914 – d. 9.8. 1999 Magnús Stephensen Konferensráð f. 27.12. 1762 – d. 17.3. 1833 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.