Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 40
Sandkorn
Á
rið 2012 verður undirlagt af
heiftarlegri varnarbaráttu hinna
ákærðu.
Tveir hópar eru í varnar-
baráttu. Annar þeirra berst fyrir
því að stjórnmálamenn losni undan
lagalegri ábyrgð á störfum sínum, ólíkt
starfsmönnum í öðrum stéttum með
minni völd og ábyrgð.
Hinn krefst þess að menn sem sölsa
undir sig milljarða eða hundruð millj-
óna króna í flóknum fléttum í viðskipt-
um verði teknir mýkri tökum en súpu-
þjófar og smákrimmar.
Þeir sem veita pólitíska uppgjörinu
mótstöðu verða sem fyrr núverandi og
fyrrverandi forysta Sjálfstæðisflokksins
og samfylkingarfólk, sem telja má með-
sekt í sofandahætti og vanhæfni ríkis-
stjórnarinnar fyrir hrun. Árið 2012 mun
hefjast á tilraun Bjarna Benediktssonar
til að afturkalla málið gegn Geir Haarde,
áður en yfirheyrslur hefjast. Áróðurs-
stríðið gengur út á að láta fólki líða eins
og að í þessu tilfelli sé stórundarlegt að
fylgja lögunum, og jafnvel mannvonska.
Í áróðursstríði útrásarvíkinga verður
haldið áfram að gera sérstakan sak-
sóknara torkennilegan. Á þessu ári sak-
aði Sigurður G. Guðjónsson lögmað-
ur Ólaf Þór Hauksson saksóknara um
að „gera [menn] að glæpamönnum“:
„Hann er búinn að rústa lífi fjölmargra
einstaklinga og fjölskyldna þeirra,“
sagði hann. Það er vel þekkt á Íslandi að
kvartað sé undan því að fjölmiðlar segi
frá meintum glæpum fólks, en í tilfelli
efnahagsglæpa tekur krafan um vett-
lingatök út yfir allan þjófabálk.
Þeir sem standa í stafni í áróðurs-
stríðinu gegn uppgjörinu vita að með-
aumkun almennra borgara er þeirra
helsta sóknarfæri. Þess vegna tala þeir
opinberlega um að fjölskyldum hinna
grunuðu líði illa. Fólk er almennt góð-
hjartað og vill ekki að öðrum líði illa.
Meðaumkunin verður stundum grund-
vallaratriðum eins og réttlæti og sann-
leika yfirsterkari. Það gleymist oft að á
bak við vanlíðan brotamanna og fjöl-
skyldna þeirra er enn meiri vanlíðan
alls þess fólks sem þarf að gjalda fyrir
gjörðir þeirra.
Líklegt er að Brynjar Níelsson, for-
maður Lögmannafélagsins, haldi áfram
að kvarta undan því að fjölmiðlar kom-
ist yfir upplýsingar um mál. Rétt eins er
líklegt að Bubbi Morthens kvarti áfram
yfir því að fjallað sé um ákveðið fólk í
fjölmiðlum og bloggarinn Ólafur Arnar-
son líki rannsóknum og yfirheyrslum
við „fjölmiðlasirkus“.
Hluti af fórnarlambsvæðingu hinna
ákærðu er að afskræma sérstakan sak-
sóknara og aðra sem senda grunaða yf-
irstéttarbrotamenn fyrir dóm. Aðgerðir
þeirra verða skýrðar með ógeðfelldum
eiginleikum eins og hefnigirni, van-
hæfni, klaufaskap, heimsku, fégræðgi
og athyglissýki. Reynt verður að út-
mála þau sem vont fólk sem rústar lífi
fjölskyldna til að fullnægja ógöfugum
hvötum sínum.
Skilningslitlir dómarar verða þrösk-
uldur í uppgjörinu. Efnahagsbrot eru
flóknari en súpuþjófnaður, þótt þau
skipti milljónfalt meira máli. Sú til-
hneiging dómara, að taka yfirstéttarfólk
öðrum tökum en lágstéttarfólk, er líka
þekkt.
Efsta lag samfélagsins axlar bara
sína ábyrgð ef það neyðist til þess. Ef
fólk fyllist meðvirkni í þau fáu skipti
sem jakkafataklæddur maður þarf að
taka ábyrgð á gjörðum sínum, mun
ábyrgðin lenda á því sjálfu. Árið 2012
verður prófsteinn á alla sem móta sér
skoðanir á þjóðfélagsmálum.
Ráðgjafi Pálma
n Álitsgjafinn Ólafur Arnarson
var ekki par hrifinn þeg-
ar DV sagði frá því að hann
hefði þegið flugfar og flug-
vallarskatta
til Lundúna
af Iceland Ex-
press og þar
með Pálma
Haraldssyni.
En ekki er víst
að þetta séu
einu fjárhagslegu tengsl hans
við Pálma. Ólafur neitaði til
að mynda að svara því hvort
hann hefði verið Pálma innan
handar gegn gjaldi. Óljóst er
þó í hverju sú ráðgjöf hefði átt
að felast en Ólafur hefur látið
hlý orð falla um Pálma og
Iceland Express á opinberum
vettvangi. Ljóst er að hægt er
að meta slíkan stuðning til
fjár. Að sama skapi hafa þeir
sem hallað hafa orði á félag
Pálma fengið að finna til te-
vatnsins frá Ólafi.
Öflugur bróðir
n Dularfulli gámurinn sem
geymdi búslóð Skafta Jóns-
sonar sendiráðsstarfsmanns
er enn hulinn mikilli dulúð.
Ekki fæst uppgefið nákvæm-
lega hvað í innihaldi hans
réttlætti að 75 milljónir króna
af almannafé færu í að bæta
vatnstjón sem varð á inni-
haldi gámsins. Skafti sendi
fjölmiðlum yfirlýsingu þar
sem hann talaði almennt og
á tilfinningalegum nótum um
tjón sitt og eiginkonu sinnar.
Til ráðgjafar Skafta í málinu
er bróðir hans og einn þekkt-
asti lögmaður Íslands, Gestur
Jónsson, sem er hvað þekkt-
astur fyrir afar sterka vörn í
Baugsmálinu.
Biðraðir á Íslandi
n Það virðist vera mjög mis-
munandi hvernig fólk hefur
það fjárhagslega á Íslandi.
Birtingarmyndir þessa mis-
munar eru gjarnan í biðröð-
um. Þannig má augljóslega
lesa neyðina út úr biðröðum
fyrir utan Fjölskylduhjálp Ís-
lands þar sem fátækt fólk
leitar eftir lífsbjörg. Andstæð-
una er að finna í biðröðum
fyrir utan lúxusverslanir á
borð við Lindex. Strax eftir jól
myndaðist mikil biðröð fyrir
utan Epli.is sem selur tölvur
og hágæðatæknivörur. Þar
var allt annað fólk á ferð en
það sem leitar nauðþurfta.
Furðulegt par
n Mogginn, undir ritstjórn
Davíðs Oddssonar, á það til að
taka skrýtna spretti út undan
sér. Þannig gerði blaðið út-
tekt á pörum
ársins þar
sem Tobba
Marinós og
Karl Sigurðs-
son voru
ofarlega á
blaði. Einnig
var Anna Mjöll
Ólafsdóttir nefnd til sögunn-
ar með hinum aldraða Cal
Worthington. Svo kom stóru-
ndarleg greining þar sem
„parið“ Jón Ásgeir Jóhannes-
son og Ari Edwald var nefnt
undir þeim formerkjum að
það „slitnaði ekki seðillinn
milli þeirra“. Þykir þar grilla í
kímni Davíðs.
Það er Védís sem
sér enn um þetta.
Við kynnt-
umst á N1.
Árni Sigfússon varð afi í annað sinn þegar Védís Hervör eignaðist sinn annan son. – DV Vala Grand er yfir sig ástfangin af Eyjólfi S. Kristinssyni. – DV
2012: Ár uppgjörs
Á
Íslandi er traust almennings á
stjórnvöldum í sögulegu lág-
marki en 90% kjósenda treysta
ekki stjórnmálastéttinni og fjór-
flokknum. Það eru 5 til 10% almenn-
ings sem taka virkan þátt í stjórn-
málum en við getum ekki eingöngu
smíðað kerfi í kringum þessa fáu, við
verðum að sníða það að hinum 90%
sem vilja láta sig pólitík varða, þó ekki
nema væri bara stundum. Íslend-
ingar kippa sér ekki upp við að koma
upp alls kyns aðstöðu fyrir áhugafólk
t.d. fótbolta- og golfvöllum, sund-
laugum og söfnum o.s.frv. sem eru
ekki eingöngu ætlað atvinnumönn-
um og verða Íslendingar að fara eins
að í pólitík. Við verðum að stokka
upp kerfið og finna nýjar lausnir og
opna verður hið lýðræðislega ferli.
Þjóðfélag okkar þarfnast þátttöku al-
mennings vegna mikilvægra mál-
efna sem eru að hrjá þjóðfélagið í dag
t.d. efnahagslífið, félagslega kerfið og
umhverfið o.s.frv. Til þess að leysa
þetta vandamál vill stjórnmálahreyf-
ingin Hægri grænir, flokkur fólksins
vopna alla kosningabæra landsmenn
með spjaldtölvum. Ávinningurinn
með því að virkja alla kosningabæra
landsmenn í þjóðfélagsumræðuna
er margvíslegur. Mætti hafa rafræn-
ar kosningar t.d. í félög, sveitarfélög,
stjórnir lífeyrissjóða og verkalýðsfélög
og síðast en ekki síst þjóðaratkvæða-
greiðslur. Íslendingar hafa nú þegar
komið sér upp rafrænum skilríkjum,
sem tryggir persónuvernd. Rafræn
skilríki bjóða upp á mikið hagræði
sem einfaldar aðgengi og eykur öryggi
í samskiptum.
Verslun og viðskipti, samskipti
og upplýsingaöflun, dreifing mynda,
bóka og tónlistar á netinu hefur gjör-
breytt lífi fólks. Heimurinn er við
fingurgómana á neytandanum. Fa-
cebook, Twitter, Google, Amazon,
Skype, Ebay o.s.frv. hafa gjörbylt
heimsmenningunni og umgengnis-
háttum. Rúsínan í pylsuendanum
er sú, að þar sem Íslendingar þyrftu
um 275.000 spjaldtölvur á ca. tveggja
ára fresti, að hægt væri framleiða
spjaldtölvurnar á Íslandi. Þetta hefði
einnig í för með sér tæknibyltingu
og mundi örugglega auka áhuga
fólks með góðar „app“ hugmyndir
sem eins og margir vita er gríðarlega
stórt viðskiptatækifæri í nýjum „app“
notendaheimi. Með þessu mætti
skapa hundruð ef ekki þúsundir
starfa við hátækniiðnað á Íslandi.
Hagvöxtur framtíðarinnar byggir á
hátækni, hraða, aðgangi að upplýs-
ingum og hæfileikum til að nýta þær.
Frí þráðlaus nettenging og háhraða-
net verður að vera í þéttbýliskjörn-
um og á höfuðborgarsvæðinu. Þetta
er framtíðin og Íslendingar með eitt
elsta löggjafarþing veraldar eiga að
vera brautryðjendur í þróun beins
lýðræðis í heiminum. Allt sem til þarf
er hugdjörf framtíðarsýn.
Spjaldtölvur fyrir alla„Mætti hafa rafrænar kosning-
ar t.d. í félög, sveitarfélög,
stjórnir lífeyrissjóða og verkalýðs-
félög og síðast en ekki síst þjóðarat-
kvæðagreiðslur.
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
40 30. desember 2011 Áramótablað
Kjallari
Guðmundur
Franklín Jónsson
„Áróðursstríðið
gengur út á að láta
fólki líða eins og að í þessu
tilfelli sé stórundarlegt að
fylgja lögunum.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
jontrausti@dv.is