Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 44
E iginlega er það furðuleg- ast, nú þremur árum eft- ir hrun, hversu forhertir þeir eru, flestir eða all- ir, sem hrintu Íslandi fram af bjargbrúninni,“ segir Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, samfélagsrýnir og fulltrúi í stjórnlagaráði. DV fékk Þorvald til að fara yfir árið sem nú er að líða, stöðu uppgjörsins við ís- lenska efnahagshrunið haustið 2008 sem nú stendur yfir og sýn hans á framtíðina á Íslandi í ljósi þessa hruns. Viðtalið fer fram í aðdrag- anda jólanna á heimili Þorvald- ar á efstu hæð í háhýsi við Lind- argötu í miðborg Reykjavíkur, yfir rótsterku kaffi og smákök- um, í hlýlegri stofu þar sem út- skornar, afrískar styttur og þung málverk íslenskra meistara prýða veggina og skapa heim- ilislegt andrúmsloft. Umræðan snýst fyrst og fremst um hrun- ið, orsakir þess og afleiðingar, hvað það var sem fór úrskeið- is sem olli hruninu og hvað þarf að bæta til að girða fyrir að annað sambærilegt hrun skelli á. Fókus Þorvaldar í svörum sínum við þessum spurning- um hverfist fyrst og fremst um stjórnmálatengd atriði. Pólitík og tilfinningar Flestir sem þekkja til skrifa Þor- valdar vita að í hugsun hans er sterk pólitísk taug, hann er ekki síður áhugasamur um stjórn- mál en hagfræðina sem hann hefur gert að sínu lífsstarfi. Enda er það auðvitað svo að greinarnar tvær, stjórnmálin og hagfræðin, eru náskyldar og eru skoðanir hagfræðinga á faginu oft litaðar af pólitískum meiningum þeirra sjálfra. Þorvaldur bendir líka á það í viðtalinu að hagfræðingar geti haft pólitískar, tilfinningalegar skoðanir á málum sem öðrum þræði snúast um hagfræðileg álitaefni, til dæmis spurningar um inngöngu Íslands í Evrópu- sambandið. Þá spurningu nálg- ast Þorvaldur á öðrum nótum en hagfræðilegum. Þessi nálg- un Þorvaldar hefur ekki heyrst mikið í umræðunni um Evr- ópusambandsaðildina hér á landi þar sem rökin sem yfir- leitt er teflt fram eru efnahags- leg en ekki pólitísk: „Ég hef þá skoðun, og hef haft hana í 25 ár, að Ísland eigi heima í Evrópu- sambandinu. Skoðun mín hvíl- ir ekki á efnahagsrökum fyrst og fremst heldur á stjórnmál- arökum. Þetta er bara félags- skapur sem við eigum heima í, alveg eins og mér fannst alltaf að við ættum heima í Norður- landasamstarfinu og í Atlants- hafsbandalaginu. Bara vegna þess að vinir okkar eru þar þá viljum við líka vera þarna. Þessi skoðun mín felur það í sér að jafnvel þótt einhver næði að sannfæra mig um að kostnað- urinn sem fylgir aðild Íslands að Evrópusambandinu sé meiri en hagurinn sem við höf- um af henni þá myndi ég samt vilja fara þangað inn. Einfald- lega vegna þess að sælla er að gefa en að þiggja, eins og segir í hinni góðu bók.“ Rökin sem Þorvaldur beitir í umræðunni um Evrópusam- bandið eru því öðrum þræði svokölluð tilfinningarök, rök sem byggja á tilfinningum eða huglægri afstöðu, frek- ar en efnislegum forsendum um arðsemi eða efnahagsleg- an ágóða af ákvörðuninni. Slík rök heyrðust meðal annars oft hjá íslenskum náttúruverndar- sinnum á árunum fyrir hrunið þar sem verðmæti náttúrunnar sem slíkrar var teflt gegn ætluð- um hagnaði af tilteknum virkj- anaframkvæmdum. Í þeirri umræðu urðu náttúruverndar- sinnar oft undir í útreikningum virkjanasinna enda má segja að í slíkum umræðum um virkjan- ir mætist tvær andstæðar hug- myndir um verðmæti. Svipaða sögu má segja um Evrópusam- bandsumræðuna sem Þorvald- ur stillir upp. Þó það sé klisjukennt að segja slíkt þá á Þorvaldur ekki langt að sækja pólitískan áhuga. Faðir hans Gylfi Þ. Gíslason var þingmaður Alþýðuflokksins á árunum 1946 til 1978 og var menntamála-, iðnaðar- og við- skiptaráðherra á tímabilinu. Á árunum 1968 til 1974 var Gylfi einnig formaður flokksins. Bróðir Þorvaldar, Vilmundur Gylfason, var sömuleiðis þing- maður Alþýðuflokksins og síð- ar Bandalags jafnaðarmanna á áttunda og níunda áratugnum. Þá var móðurafi Þorvaldar, Vil- mundur Jónsson landlæknir, þingmaður Alþýðuflokksins, á fjórða áratug síðustu aldar. Þor- valdur er því alinn upp við víg- völl stjórnmálanna, ef svo má segja, og er því ekki óeðlilegt að pólitíkin sé honum hugleikin. Hrun og endurskoðun Pólitískur áhugi Þorvaldar gengur eins og rauður þráður í gegnum viðtalið í orðum hans; hann álítur mörg af brýnustu úrlausnarefnum samtímans eftir hrunið á Íslandi vera póli- tísk vandamál. Við úrlausn þeirra vill hann jafnvel ganga lengra en margir aðrir við að veita stjórnmálamönnum valdheimildir til að leysa þessi vandamál. Eitt af því sem Þorvaldur staldrar við er eignarhald er- lendra kröfuhafa, meðal annars vogunarsjóða, á Arion banka og Íslandsbanka. Þorvaldur segir að hann telji að ríkisvaldið ætti að íhuga lagasetningu sem banni beint eða óbeint eign- arhald slíkra sjóða á íslensku bönkunum. „Hver vill hafa er- lenda vogunarsjóði í sínu næsta nágrenni? Auðvitað vill það enginn. Það má segja sem svo að það hafi verið neyðarbrauð að þessi leið var farin að láta lánardrottna bankanna eign- ast þá en þá fóru skuldabréf- in í þeim á markað. En banka- starfsemi er bara þannig vaxin að ríkið getur áskilið sér rétt til að breyta lögum sem breyta eignarhaldi á bönkum. Lög um banka kveða beinlínis á um skil- yrði sem eigendur bankanna þurfa að uppfylla. Þetta er mun- urinn á bankastarfsemi annars vegar og annarri starfsemi, ríkið myndi aldrei skipta sér af iðn- fyrirtækjum á sama hátt, af því að almannahagsmunirnir séu svo miklir. Enginn veit í raun og veru, frá degi til dags, hver það er sem á bankana þar sem bréfin ganga kaupum og söl- um á milli manna sem menn vita að hafa engan áhuga á því að byggja upp bankastarfsemi handa Íslendingum. Þeir eru bara hérna til að reyna að græða sem mest á sem skemmstum tíma og ætla svo að hafa sig á brott. Mér finnst það varasamt að þessi skammtímasjónarmið skuli ennþá vera ofan á.“ Inntakið í pólitískum áhuga Þorvaldar má segja að snúist um róttækar breytingar sem miða að auknu gagnsæi í ís- lenskum stjórnmálum, minni spillingu og uppbroti á valdi fjórflokksins, sérstaklega valdi Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins, sem hann gagnrýndi í upphafi spjalls okk- ar. Þetta eru vandamál sem Þorvaldur og aðrir fulltrúar stjórnlagaráðs hafa reynt að finna lausnir á í frumvarpi sem bíður þess að fara í þjóðarat- kvæðagreiðslu á komandi ári. „Það er lífsnauðsyn að frum- varp stjórnlagaráðs fái að koma í dóm þjóðarinnar, líkt og Alþingi stefnir að. Rauði þráðurinn í frumvarpinu er ábyrgð, gegnsæi og valddreifing. Lykilhugsunin á bak við endurskoðun stjórnar- skrárinnar er öðrum þræði að draga úr líkum þess að önnur eins ósköp og gerðust hér end- urtaki sig. Eitt af markmiðum frumvarpsins er að reisa eld- veggi á milli ólíkra þátta fram- kvæmdavaldsins, annað er að ráðast gegn leyndinni með því að veita fólki greiðan aðgang að upplýsingum, þriðja atriðið er að tryggja jafnt vægi atkvæða á milli landshluta, fjórða atriðið er að tryggja að auðlindir landsins verði í þjóðareigu, fimmta atrið- ið er að tryggja óspilltar emb- ættaveitingar og svo framvegis.“ Tvær bombur Þorvaldur segir að í frumvarpi stjórnalagaráðs séu tvö af áður- nefndum atriðum langmikil- vægust, að tryggja jafnt vægi at- kvæða í kosningum á landsvísu og að koma ákvæði sem tryggir eignarrétt þjóðarinnar á auð- lindum sínum inn í stjórnar- skrá. Fyrra atriðið, ójafnt vægi atkvæða í kosningum hér á landi, er aðalástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn fékk eins marga þingmenn kjörna til Alþingis í kosningum á síð- ustu öld og raun bar vitni þar sem atkvæði fólks í fámennum kjördæmum á landsbyggðinni höfðu meira vægi en atkvæði íbúa í þéttbýli. Framsóknar- flokkurinn byggði valdagrunn sinn á þessu atkvæðamisræmi: í krafti þess komust menn eins og Jónas frá Hriflu, Halldór Ás- grímsson og Finnur Ingólfsson til æðstu áhrifa í íslensku sam- félagi. Frumvarpi stjórnlagaráðs er ætlað að leiðrétta þetta mis- ræmi. „Það eru tvær bombur í frumvarpinu sem skipta lang- mestu máli. Bara annað þessara atriða myndi nægja mér til að greiða atkvæði með frumvarp- inu. Önnur bomban er ákvæð- ið um jafnt vægi atkvæða. Mis- vægi atkvæða eftir búsetu hefur hvílt eins og mara á þjóðinni frá heimastjórnarárunum og fyrir þann tíma. Hannes Hafstein varaði við öllum hættunum sem við höfum síðan þurft að gjalda fyrir. Nú er þetta komið inn í frumvarp til nýrrar stjórn- arskrár. Að mínum dómi er það ábyrgðarhluti að greiða atkvæði gegn frumvarpi til nýrrar stjórn- arskrár sem tryggir jafnt vægi atkvæða. Þetta er einfalt mann- réttindamál, líkt og fjölmargar mannréttindanefndir erlendis hafa komið auga á og bent á. Margir útlendingar vita ekki að sumir hafa tvisvar sinnum meiri atkvæðisrétt en aðrir á Íslandi.“ Þorvaldur segir að mörg af þessum ákvæðum sem stjórn- lagaráð teflir fram séu mót- svar við hruninu sem auðvitað hafi verið aðalástæðan fyrir því að ákveðið var að ráðast í end- urskoðun stjórnarskrárinnar. „Þannig að það eru mörg ákvæði þarna sem bera vitni um tilefni þess að okkur var fal- ið að skrifa nýja stjórnarskrá. Tilefnið var auðvitað hrunið vegna þess að ef hrunið hefði ekki orðið þá hefði þessi endur- skoðun stjórnarskrárinnar ekki náð fram að ganga. Þetta var ein helsta krafa búsáhaldabylt- ingarinnar og það sem menn gleyma stundum er að rann- sóknarnefnd Alþingis mæltist beinlínis til þess að stjórnar- skráin yrði endurskoðuð. Í ljósi alls þessa er það óneitan lega sérkennilegt að þeir stjórn- málaflokkar sem voru lang- stærstu stjórnmálaflokkar landsins á síðustu öld skuli ekki einungis vera áhugalausir heldur beinlínis fjandsamlegir gagnvart endurskoðun stjórn- arskrárinnar.“ Með orðum sín- um vísar Þorvaldur auðvitað aftur til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Kunna ekki að skammast sín „Gömlu helmingaskiptaflokk- arnir hér, Sjálfstæðisflokkurinn aðallega en einnig að miklu leyti Framsóknarflokkurinn, kunna ekki að skammast sín. Enda tók rannsóknarnefnd Al- þingis eftir því að af þeim mikla fjölda manna sem voru kvaddir fyrir nefndina til að ræða um hrunið taldi enginn þeirra sig bera ábyrgð, allir vísuðu á aðra. Tungutak sumra þessara manna vitnar um að þeir búi í einhverjum sýndarveruleika sem er bara alls ekki veruleiki okkar hinna,“ segir Þorvaldur. Hann telur þessa flokka ekki geta sest í ríkisstjórn fyrr en innan þeirra eigi sér stað upp- gjör við þá atburði sem leiddu til íslenska efnahagshrunsins. „Þetta er fólk sem talar um „svokallað hrun“ og lýsir með því alveg furðulegu skeytingar- og tillitsleysi gagnvart sársauka þeirra tugþúsunda sem hrun- ið olli miklum skaða. Þetta er alvarlegt vandamál að minni hyggju og þýðir það að Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn eru sem stendur óstjórntækir. Það er óboðleg tilhugsun að annar hvor þess- ara flokka setjist aftur í ríkis- stjórn á meðan ekki einn mað- ur þar innanborðs hefur tekið til sín þó ekki væri nema hluta af ábyrgðinni á því sem hér fór úrskeiðis. Ég veit að það hafa orðið kynslóðaskipti í þessum flokkum en þau hafa bara alls ekki skilað neinu uppgjöri, ekki enn.“ Samanburðurinn við Austur-Evrópu Rétt eins og stjórnmálin koma aftur og aftur til tals hjá Þor- valdi er Austur-Evrópa honum nokkuð ofarlega í huga í spjalli okkar. Hann hefur ferðast mik- ið erlendis á eigin vegum og í störfum sínum fyrir ýmsar stofnanir og samtök, meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn, í gegnum árin. Þess vegna getur verið fróðlegt að spyrja Þorvald út í líkindin á milli þessara landa, sem hann þekkir af eigin raun, og Íslands. Þorvaldur telur að þeir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, sem hann telur bera hvað mesta ábyrgð á hruninu, gætu lært ýmislegt af því hvernig komm- únistaflokkar í Austur-Evrópu gerðu upp við sína fortíð eftir fall Sovétríkjanna árið 1989. „Samanburðurinn við Austur- Evrópuþjóðirnar er nærtækur. Þegar kommúnisminn hrundi þar gengu kommúnistar fram í hrönnum og báðust afsökun- ar. Kommúnistaflokkarnir þar lifa sumir ennþá sæmilegu lífi af því þeir tóku sér tak, nema kannski tékkneski kommún- istaflokkurinn sem kann ekki að skammast sín en hann hef- ur aðeins 20 prósenta fylgi. Eist- neski kommúnistaflokkurinn brotnaði til dæmis upp og liðs- menn hans gengu í aðra flokka og sitja með fullri reisn í öðrum flokkum.“ Inntakið í þessari teng- ingu Þorvaldar á milli þessara kommúnistaflokka í Austur- Evrópu og Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins er því það að flokkarnir tveir, sem stýrðu Íslandi í sameiningu frá 1991 til 2007 og bjuggu til þær samfélagslegu og efnahagslegu aðstæður sem orsökuðu hrun- ið 2008, hafi ekki gert upp við þennan tíma. Þetta telur Þor- valdur leiða til þess að flokkarn- ir geti ekki tekið aftur við stjórn- artaumunum í landinu fyrr en uppgjör þeirra við þennan tíma liggi fyrir. Hrunið og spillingin Þorvaldur telur líkindin með löndunum í austurhluta álf- unnar á dögum kommúnism- ans og Íslandi vera meira en almennt má telja. Þorvaldur fékk mikinn áhuga á þessum ríkjum eftir að kommúnisminn féll undir lok níunda áratugar- ins og taldi sig í kjölfarið, eftir að hafa kynnt sér ástandið þar, þekkja Ísland betur fyrir vikið. „Ég laðaðist að Austur-Evrópu- löndunum eftir að kommún- isminn hrundi. Reyndar hafði ég haft mikinn áhuga á þessu frá því ég var unglingur því ég fann til með fólkinu sem þurfti að búa undir kommúnista- stjórnum. Náin kynni mín af Austur-Evrópulöndunum og sögurnar sem maður heyrði þar um ástandið fyrir fall komm- únismans rímuðu mjög við reynslu mína hér heima. Það Þorvaldur Gylfason er byrjaður að tala um Ísland sem spillt land eftir hrun. Hann segir Íslendinga skulda útlendingum hreinskilni um ástandið hér á landi. Þorvaldur segir Ísland eiga meira sameiginlegt með Ítalíu og Rússlandi en hinum Norðurlöndunum. „Ennþá bara þróunarland“ Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Viðtal 44 Viðtal 30. desember 2011 Áramótablað „Gömlu helm- ingaskipta- flokkarnir hér, Sjálf- stæðisflokkurinn aðallega en einnig að miklu leyti Fram- sóknarflokkur- inn, kunna ekki að skammast sín. Hrunið vakti okkur Þorvaldur telur að íslenska efnahagshrunið hafi vakið þjóðina og í kjölfarið hafi hún byrjað að viðurkenna þá spillingu sem hér ríkir. mynd SigTryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.