Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 41
Mér fannst þetta svo fjarri lagi. Hún brást rétt við. Þetta var áskorun. Linda Gústafsdóttir þarf að greiða bætur sem maður hennar fékk í mánuðinum sem hann lést. – DVGuðmundur Á. Björnsson, faðir Fanneyjar Guðmundsdóttur skíðakonu. – DVSteinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. – Klinkið á visir.is Skjaldborg Hreyfingar R íkisstjórn Jóhönnu Sigurðardótt­ ur er ein sú öflugasta í gjörvallri heimsbyggðinni. Það er alveg sama hvað á dynur. Alltaf lifir stjórnin. Og þótt ein höndin sé uppi á móti annarri sameinast þær á end­ anum í skjaldborg um að halda lífi í stjórninni. Það skiptir engu hve marga kollhnísa þeir Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason fara í afstöðu eða af­ stöðuleysi. Alltaf koma þeir niður á lappirnar í ríkisstjórnarherberginu. En nú eru kolsvört óveðursský á himni hinnar eilífu stjórnar. Jón Bjarnason vill ekki segja af sér ráð­ herradómi og Guðfríður Lilja Grétars­ dóttir fylgir honum. Ögmundur fylgir í humátt á eftir. Þau eru þannig á leið­ inni í kjölfar Atla Gíslasonar, Ásmund­ ar Daða Einarssonar og Lilju Móses­ dóttur sem öll yfirgáfu Vinstri græna Steingríms J. Sigfússonar og splundr­ uðust síðan innbyrðis. Öll él styttir upp um síðir. Ríkis­ stjórn hins eilífa ófriðar hefur fundið sér bandamenn. Að þessu sinni er það Hreyfingin sem hefur innanborðs þrjá þingmenn. Þetta eru óþekktarormarn­ ir Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggva­ dóttir og Þór Saari sem sjálf klofnuðu frá Þráni Bertelssyni og í framhaldinu frá eigin flokki, Borgarahreyfingunni. Þremenningana hefur síðan rekið um hið pólitíska úthaf án þess að ná neins staðar til botns, fyrr en nú. Nú eru flugufregnir uppi um að hreyfing sé komin á Hreyfinguna. Össur Skarphéðinsson, skugga­ leiðtogi stjórnarinnar, mun hafa boðið þeim upp í dans. Þremenningarnir eiga að styðja stjórnina gegn hófsömu gjaldi. Meðal annars er til umræðu að rykið verði dustað af skjaldborginni sem Jóhanna lofaði heimilunum á sín­ um tíma. Að vísu hafði hún verið reist um yfirveðsetningu heimila en nú er stjórn alþýðunnar tilbúin að taka hana niður og reisa annars staðar. Þá mun stjórnin vera tilbúin til að efna til þjóðar­ atkvæða­ greiðslu um Icesave 5, 6 og 7. Loks má nefna að í boði er einn ráð­ herrastóll og embætti forseta Alþingis. Hreyfingunni er eiginlega ekkert að vanbúnaði. Einungis þarf að gull­ tryggja að skjaldborgin verði reist um nýja ríkisstjórn og að þjóðarat­ kvæðagreiðslur verði mánaðarlega, að minnsta kosti. Ávinningurinn er ekki síst sá að þremenningarnir munu ná að sameinast sínum gamla félaga, Þráni, að nýju innan vébanda vinstri­ stjórnarinnar. Þar verða fagnaðarfund­ ir. Og niðurstaðan undirstrikar auðvi­ tað að allt gengur í hringi. Svarthöfði Snjómokstur Gamli Farmall dugar vel sem endranær í fannfergi undanfarinna daga. Ofan í kaupið er von á hláku í kringum ármótin, en kólnandi veðri í byrjun nýársins. Mynd Eyþór árnaSonMyndin Mest lesið á DV.is 1 Sorg í Árbæ: Fylkismenn syrgja sinn dyggasta stuðningsmann Einn dyggasti stuðningsmaður félagsins, Jón Ellert Tryggvason, varð bráðkvaddur á heimili sínu á aðfangadag. 2 Vala Grand: „Ég fann drauma-prinsinn loksins“ Hittust fyrst á bensínstöð. 3 Ásdís Rán þyngdist um þrjú kíló Fyrirsætan hefur greinilega haft það gott yfir hátíðarnar ef marka má fésbókarsíðu hennar þar sem hún segist hafa þyngst um heil þrjú kíló. 4 Gils fékk vinnu eftir umfjöllun DV Kokknum Gils Harðarsyni var boðið starf á veitingastaðnum Einari Ben eftir umfjöllun í DV. 5 Grár og gugginn Lárus á kaffihúsi Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, er ákærður fyrir stórfelld umboðssvik. 6 „Ég hélt hreinlega að þetta væru mistök“ Ekkja þarf að endurgreiða helming mánaðarbóta eiginmannsins sem dó í miðjum mánuði. 7 „Þú varst besti vinur minn“ Kristófer Birkir minnist vinar sem lést aðeins 10 ára gamall. Umræða 41áramótablað 30. desember 2011 Pullumaðurinn H ann starfaði hjá hinu opinbera og hafði yfirumsjón með því að athuga andrúmsloft. Hann mætti á ýmsa vinnustaði og byrjaði jafnan á því að koma pull­ unni sinni fyrir á stól sem hann valdi, ekki af handahófi, heldur eftir leiðum sem venjulegu fólki er fullkomlega ofviða að átta sig á. Og þegar pullan var komin á sinn stað, settist þessi opinberi starfsmaður og athugaði. En að athugun lokinni, ritaði hann hjá sér stuttorða athugasemd sem innihélt eitt lýsingarorð og svo orðið „andrúmsloft“. En ef rasssæri, bak­ verkur og önnur óþægindi hins erfiða lífs gerðu honum enga skráveifu, átti hann það til að spandera þremur orðum í athugasemdina og ritaði þá gjarnan: „Mjög gott andrúmsloft.“ Mér varð hugsað til pullumanns­ ins núna um daginn þegar ég heyrði viðtal við minn ágæta vin Össur Skarphéðinsson – þarna þegar hann var að tjá sig um kvótamálin. En þá hvarflaði hugur minn ósjálfrátt um víðan völl utanríkismála. Og ég sá fyrir mér að innan tíðar gætum við Íslendingar stofnað sendiráð í Palestínu og reynt að senda þangað gám með listaverkum. Við gætum ráðið til starfa börn fyrrverandi þingmanna og þau gætu bara lært vélritun og svoleiðis þegar búið væri að borga fyrir öll ómetanlegu nú­ tímalistaverkin sem koma væntan­ lega til með að sökkva í eitt af þeim fjölmörgu höfum sem á leiðinni eru. Já, ég er búinn að sjá, að við verð­ um að ráða til starfa fólk sem á ann­ aðhvort ættir að rekja í Framagosa­ flokkinn eða til sjálftökumanna. Og við megum alls ekki raska ró þeirra sem eru heimavinnandi sendiherr­ ar. Þar höfum við nefnilega einstaka náttúrugripi sem við verðum að draga fram á tyllidögum til að setjast á gullklósettin og skipuleggja bíla­ umferð til og frá Þingvöllum. Hvers vegna er ég að dusta rykið af pullumanninum? Skilaði hann ekki sínu starfi í þágu þjóðarinnar? Hvers vegna minnist ég ekki öllu heldur á hinn kristilega kvótaglæp? Er það ekki skylda mín að segja les­ endum frá því að það eru pullu­ menn á öllum stöðum í stjórnsýsl­ unni; menn sem komið hafa sér og sínum þægilega fyrir. Verð ég ekki að segja ykkur, lesendur góðir, að í nefndunum sem eiga að uppræta kvótaglæpinn, sitja menn sem hagn­ ast á kvótabraski? Ég nefni pullumanninn, vegna þess að hann var svo skemmti­ lega margfaldur í roðinu. Hann var skráður í vinnu hjá hinu opinbera en samtímis rak hann lögfræði firma sem skipti um kennitölu annað veifið – til þess eins að komast hjá greiðslum til hins opinbera. Og alltaf hélt pullumaðurinn stórkostlega flugeldasýningu um áramót – í boði okkar hinna. Ýmsir bera aldrei hlass en eiga glæstan skrúða og hjá þeim finnur feitur rass sinn fína silkipúða. „Hvers vegna er ég að dusta rykið af pullumanninum? Skáldið skrifar Kristján Hreinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.