Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 17
Annáll 17Áramótablað 30. desember 2011 September Hestaníðingar í Kjós n Slösuð hryssa fannst í Laxárdal í Kjós. Við skoðun dýralæknis komu í ljós áverkar undir taglrót. Var hryss- an bólgin, blóðug og skorin, greini- lega af mannavöldum. Þetta var þriðja tilfellið þar sem slíkir óeðlileg- ir áverkar fundust á hryssu úr sama hestahólfi í Kjósinni. Þremur dögum síðar bárust fréttir af annarri hryssu í Kjós sem beitt hafði verið sams kon- ar níðingsskap. Hestaníðingarnir eru enn ófundnir. Sagði sig úr landsliðinu vegna Manuelu n „Undanfarið ár hef ég verið í baráttu utan fótboltavallarins og því miður hef ég af þeim sökum ekki getað gefið hundrað prósent af mér til landsliðsins,“ sagði Grétar Rafn Steinsson, atvinnumaður í fótbolta, þegar hann tilkynnti fjölmiðlum að hann myndi ekki gefa kost á sér í ís- lenska landsliðið. Ástæðan var erf- iður skilnaður við fegurðardrottn- inguna Manuelu Ósk Harðardóttur. 11 ára drengur svipti sig lífi 23. september n Sá voveiflegi atburður átti sér stað í Sandgerði þann 23. september að 11 ára drengur, Dagbjartur Heið- ar Arnarsson, svipti sig lífi. Hann hafði mátt þola einelti frá 6 ára aldri. Hann glímdi við þunglyndi og ein- hverfueinkenni, var viðkvæmur og þoldi illa breytingar og áreiti. Mikil sorg ríkti í Sandgerði vegna málsins. Thelma tilkynnti Jónínu Ben til lögreglu n Thelma Ás- dísardótt- ir, ráðgjafi fórnarlamba kynferðisof- beldis, sagðist hafa fengið hótunarsímtal frá Jónínu Benedikts- dóttur, eiginkonu Gunnars Þor- steinssonar í trúfélaginu Krossinum. Tilefni símtalsins var að Thelma veitti sjö konum, sem sökuðu Gunn- ar um kynferðisofbeldi, ráðgjöf. Thelma tilkynnti lögreglu um atvikið. Jónína þvertók fyrir að hafa hótað Thelmu. Greifynja kærði morð- tilraun í Selá n Ítalska greifynjan Raimonda Lanza Branciforte di Trabia lagði fram kvörtun til sýslumannsins á Seyðisfirði og bað hann um að rann- saka morðtilraun gegn sér. Sagði hún að Yasuji Sugai, japanskur út- gefandi og veiðimaður, hefði reynt að drekkja henni í Selá í Vopnafirði í júlí. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagði að málið yrði rannsakað. Níðingur gekk laus n Barnaníðingur í Vestmannaeyj- um gekk laus í um það bil eitt ár eftir að myndir sem hann tók af átta ára stjúpdóttur sinni komust í hendur lögreglu í fyrrasumar. Á heimili hans fundust tæplega níu þúsund ljós- myndir og rúmlega 600 hreyfimyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem var handtekinn klukkan níu að kvöldi og látinn laus aftur um miðnætti. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald nú í sumar og Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð. Maðurinn var dæmdur í sjö ára fang- elsi fyrir brot gegn þremur stúlkum. Þrýst á biskup að hætta n Prestafélag Íslands bauð Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, og Pétri Hafstein, forseta kirkjuþings, á sinn fund þar sem fjallað var um niðurstöður rannsóknarnefndar- innar. Prestar sem þar voru saman- komnir tjáðu sig milliliðalaust við biskup og sumir gengu svo langt að segja að Karli bæri að segja af sér vegna málsins. Athvarf fyrir þolendur man- sals og vændis n Stígamót stofnuðu athvarf fyrir þolendur mansals og vændis. Húsið fékk nafnið Kristínarhús til minning- ar um konu sem var Stígamótakon- um mikill innblástur í baráttunni gegn vændi og ofbeldi. Október „Ég vil sofna að eilífu“ n Elsa Margrét Víðisdóttir, móðir Gabríels Víðis níu ára nemanda í Ár- bæjarskóla, greindi frá einelti sem sonur hennar varð fyrir í skólanum. Gabríel Víðir glímir við margvísleg vandamál, svo sem ódæmigerða einhverfu, ADHD, þroskaröskun, lina vöðva og málstol. Honum leið orðið svo illa að hann bað móður sína um öll lyfin sín og sagði: „Ég vil sofna að eilífu.“ Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Ár- bæjarskóla, sagðist ekki geta tjáð sig um málefni einstaklinga en í skriflegu svari sem hann sendi sagði hann að tekið væri á eineltismálum með öflugum hætti. Málið var til umfjöllunar hjá menntasviði borgar- innar og félagsþjónustunni í Árbæn- um en því lauk með því að Gabríel Víðir var færður til um skóla. Dæmdur fyrir að njósna um Siv 28. október n Skilnaður Sivjar Friðleifsdóttur al- þingismanns og Þor- steins Húnboga- sonar komst aftur í fjölmiðla þegar hún kærði hann fyr- ir njósnir. Hann var dæmdur sekur um að hafa komið ökurita fyrir í bifreið sem hún hafði til umráða og þannig fylgst með ferðum hennar. Upp komst um Þorstein þegar Siv furðaði sig á því hvernig Þorsteinn gæti vitað allt um ferðir hennar og lét skoða bílinn. Við leit í bílnum fannst ökuritinn. Gunnar Rúnar dæmdur í 16 ára fangelsi 13. október n Hæstiréttur dæmdi Gunnar Rúnar Sigurþórsson í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Gunnar Rúnar hafði áður verið úr- skurðaður ósakhæfur í Héraðsdómi Reykjaness. Taldi dómurinn Gunnar Rúnar vera sakhæfan og að fullu ábyrgan gjörða sinna. Páll ráðinn til Bankasýslunnar n Páll Magnússon, bæjarrit- ari Kópavogs, var ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Ráðningin var harðlega gagnrýnd og stjórn Bankasýslunnar baðst lausnar frá störfum vegna málsins. Páll var að- stoðarmaður iðnaðar- og viðskipta-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.