Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 46
bankans og Búnaðarbankans í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á ár- unum 1998 til 2003. Hann telur að rannsaka þurfi þessa einka- væðingu. Tillaga um að fram fari rannsókn á einkavæðingu bankanna hefur dagað uppi í allsherjarnefnd Alþingis án þess að til hennar hafi spurst, líkt og komið hefur fram op- inberlega. „Já, það er alveg furðulegt að þessi hugmynd hafi dagað uppi […] Því það sem við vitum um einkavæð- ingu bankanna bendir til þess að verulegir annmarkar hafi verið á henni og er hugsanlegt að þar hafi verið framin brot í skilningi hegningarlaga. Það er alveg furðulegt að enginn á Alþingi hafi áhuga á því að þetta verði kannað með svip- aðri rannsókn og aðdragandi hrunsins.“ Þorvaldur segir að það liggi á að rannsaka einka- væðinguna til að hægt verði að rétta yfir þeim sem báru ábyrgð á henni ef lögbrot finnast við rannsóknina. „Nú liggur hins vegar á að rann- saka málið því eftir næsta ár, 2012, verður orðið of seint að höfða mál vegna meintra lög- brota í kringum einkavæðingu bankanna. Ég bind reynd- ar vonir við að farið verði í rannsókn á einkavæðingunni hjá hinu opinbera, til dæm- is hjá sérstökum saksóknara. Hinn möguleikinn er að ein- hverjir skattgreiðendur höfði mál á þeim forsendum að af þeim hafi verið haft fé með því að selja bankana á allt of lágu verði til útvalinna vina stjórnvalda. Slík málaferli geta hrundið af stað opinberri rannsókn.“ Spilling – gömul og ný Þorvaldur nefnir að umræðan um spillinguna á Íslandi sé ekki ný af nálinni þar sem ís- lenskir stjórnmálamenn á fyrri hluta og um miðja síð- ustu öld hafi talað um að ís- lenskt stjórnmálalíf væri spillt. Þorvaldur nefnir sér- staklega Valtý Guðmundsson og Bjarna Benediktsson í því sambandi. „Þetta spillingartal í sambandi við Ísland er ekki nýtt af nálinni. Valtýr Guð- mundsson, sem var langmer- kasti stjórnmálamaður alda- mótakynslóðarinnar að minni hyggju, lýsti Íslandi sem ger- spilltu landi. En hann gerði það í einkabréfum innan fjöl- skyldunnar, bréfum sem voru ekki birt fyrr en löngu eftir hans dag. Sömu sögu má segja um Bjarna Benediktsson, síð- ar forsætisráðherra, sem taldi Ísland vera gerspillt þeg- ar hann lýsti því í bréfum til bróður síns á árunum 1930 til 1940. Mikið vildi ég þeir Valtýr og Bjarni hefðu ekki bara lát- ið nægja að lýsa þessu í einka- bréfum innan fjölskyldunnar, sem enginn fékk að vita um fyrr en löngu eftir þeirra dag, heldur hefðu verið hreinskiln- ari og talað um þetta opin- skátt. Því ef þeir máttu tala um þetta í bréfum innan fjölskyld- unnar þá hefðu þeir líka getað gert það opinberlega. Það er þetta sem hefur breyst,“ segir Þorvaldur en með því á hann við það sem áður hefur komið fram: Að hrunið hafi fært okk- ur heim sanninn um þá spill- ingu sem hér ríki. Þegar Þorvaldur er spurður að því hvernig standi þá á því að Ísland sé svo ofarlega á listum alþjóðlegra stofn- ana yfir minnst spilltu lönd í heimi segir Þorvaldur að það eigi sér mjög einfalda skýr- ingu. „Aðalspillingarvísitalan er sú sem gefin er út af stofn- uninni Transparency Inter- national í Berlín, og hún er skilgreind mjög þröngt. Þar er eingöngu átt við fjármála- spillingu, mútugreiðslur í þröngum skilningi. En spilling í embætta veitingum kemur ekki til álita eða fyrirgreiðslu- spilling. Ef skilgreiningin yrði rýmkuð þá myndi röð land- anna breytast talsvert. Mín tilfinning er hins vegar ekki að útlendingar líti á Ísland sem spillt land, ekki enn. Þess vegna er afar mikilvægt að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verði þýdd. Líkurn- ar á því að okkur takist að rífa okkur upp úr þessu, þannig að annað hrun eigi sér ekki stað, myndu stórbatna ef útlend- ingar fá að vita hvernig allt var í pottinn búið. Lykillinn að því er að þýða rannsóknarskýrsl- una þannig að allir geti lesið hana.“ Ísland sem skrautfjöður Þegar Þorvaldur er spurður að því hvernig honum finn- ist Íslendingum hafa tekist að bregðast við hruninu segir hann ýmislegt gott hafa verið gert á meðan annað sé lak- ara. Hið jákvæða telur Þor- valdur vera að samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafi gengið það vel að atvinnulíf- ið sé byrjað að rétta úr kútn- um. „Mér finnst bæði hafa tekist vel til og illa að reisa efnahagskerfi landsins við eftir hrunið 2008. Vel að því leytinu til að hjól atvinnulífs- ins eru aftur byrjuð að snúast. Efnahagslífið er aftur komið af stað fyrir alvöru eftir að hafa legið niðri fyrstu misserin eftir hrunið. Við sjáum þetta með- al annars á því að atvinnu- leysið hér á landi fór aldrei upp undir 10 prósent eins og menn héldu að myndi ger- ast heldur er það núna á milli 6 og 7 prósent, sem er lítið á Evrópuvísu. Þetta er til marks um að endurreisnaráætlunin sem ríkisstjórnin hefur haldið utan um, og Alþjóðgjaldeyr- issjóðurinn átti mikinn þátt í að setja saman, hefur gengið vel.“ Þorvaldur segir að þessi ár- angur Íslands hafi leitt til þess að litið sé á Ísland sem skraut- fjöður í hatti Alþjóðgjaldeyr- issjóðsins en sjóðurinn hef- ur sætt harðri gagnrýni fyrir þá aðstoð sem hann hefur veitt ýmsum löndum víða um heim í kjölfar efnahagserfið- leika. „Enda mun Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn líta svo á að Ísland sé einhver fegursta skrautfjöðrin í hans hatti. Við sjáum þetta meðal annars á því að jafnvel þeir menn sem hafa gagnrýnt Alþjóðagjald- eyrissjóðinn af hvað mestri hörku, eins og til dæmis Jo- seph Stiglitz, prófessor við Columbia, hefur borið lof á þá endurreisnaráætlun sem sjóðurinn hjálpaði Íslending- um að smíða. Stiglitz hefur bæði gert þetta opinberlega á vegum sjóðsins en einnig á eigin vegum. Þannig að sjóðs- mennirnir geta sagt sem svo að ef þeirra hörðustu gagn- rýnendur standa við bakið á þeim á Íslandi þá hefur sjóðn- um sennilega tekist nokkuð vel upp.“ Þorvaldur segir hins vegar slæmt hversu langan tíma þessi vinna við endurreisnina eftir hrunið hafi tekið og að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi til dæmis þurft að vera lengur hér á landi en búist var við í upphafi. „Á móti kemur að þetta hefur gengið of hægt, samanber það að sjóðurinn þurfti að vera hérna í þrjú ár í staðinn fyrir tvö, eins og til stóð, og einnig vegna þess að gjaldeyrishöftin eru hér enn þótt þau hafi upphaflega eingöngu átt að standa í tvö ár. Enginn veit hversu lengi þau munu þurfa að standa. Þau gætu þurft að standa í fimm, sex eða sjö ár og sum- ir vilja meira að segja meina að þau gætu þurft að standa þangað til krónan verður lát- in víkja fyrir evru eða öðrum erlendum gjaldmiðli. Þetta er áhyggjuefni vegna þess að reynslan sýnir það að gjald- eyrishöft spilla; þau hvetja menn til þess að fara framhjá þeim og til þess að brjóta lög. Það er eiginlega verið að endurglæpavæða atvinnu- lífið: Freisting útflytjenda til að færa ekki erlendar gjald- eyristekjur heim verður sum- um þeirra óyfirstíganleg. Þess vegna þurfa gjaldeyrishöft að vera skammlíf, þegar þau eru á annað borð talin vera nauð- synleg.“ Hægagangur í rannsóknum Annað sem Þorvaldur tiltekur sérstaklega í uppgjörinu við hrunið er að rannsóknin á efnahagsbrotum hrunsins hafi ekki gengið nógu hratt fyrir sig. „Svo er annar mæli- kvarði á hægaganginn sem blasir við öllum og það er seinagangurinn í rannsókn- um á hruninu. Nú eru liðin meira en þrjú ár frá hruninu og aðeins þrjár ákærur hafa litið dagsins ljós hjá sérstök- um saksóknara. Meira að segja Eva Joly segir opinber- lega að nú sé kominn tími til að ákærurnar líti dagsins ljós, nú ætti að vera nægur tími liðinn frá hruninu. Þess vegna liggur á að það gerist. Þetta má ekki dragast langt fram á næstu ár.“ Þorvaldur telur reyndar að það þjóni hagsmunum Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins að rannsókn- ir á hruninu gangi hægt fyrir sig þar sem hlutdeild þeirra í því sé mikil. Dæmið sem Þorvaldur tekur er af þeirri tillögu Kristjáns Þórs Júlíus- sonar, þingmanns Sjálfstæð- isflokksins, að fjárveitingar til Fjármálaeftirlitsins verði lækkaðar. Fjármálaeftirlit- ið rannsakar mál sem síðan eru send áfram með kærum til sérstaks saksóknara sem rannsakar málin frekar í kjöl- farið og gefur út ákærur eftir atvikum. „Mér sýnist á öllu að þeir [Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkur- inn, innskot blaðamanns] vilji bregða fæti fyrir endur- skoðun stjórnarskrárinnar og reyndar fyrir uppgjörið, þeir ráðast til dæmis enda- laust á Fjármálaeftirlitið til þess að grafa undan því. Og það blasir við af hverju það stafar. Þessi forherðing er al- varlegs eðlis. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hag af því að rannsóknin á hruninu mis- takist. Þess vegna er maka- laust að sjá að þingmaður Sjálfstæðisflokksins [Kristján Þór Júlíusson, innskot blaða- manns] krefjist þess að fjár- veitingar til Fjármálaeftir- litsins verði lækkaðar og að stofnunin verði rannsökuð […] Þetta stafar af því, held ég, að við erum ennþá bara þró- unarland í stjórnmálalegum skilningi. Úlfúðin og vitleysan á stjórnmálavettvangi keyrir stundum um þverbak, eins og þjóðin hefur fyrir augunum frá degi til dags ef hún fylgist með því sem er að gerast á Al- þingi, og þetta spillir og tefur – það er ekkert nýtt í því.“ Aftur að stjórnmálunum Þorvaldur telur að eftirlitsað- ilar og þær stofnanir sem sjá um opinbera uppgjörið við hrunið verði að fá ráðrúm til að stunda sínar rannsóknir í friði. „Fjármálaeftirlitið þarf að fá skjól til að rannsaka og koma málum áfram til sér- staks saksóknara. Sannleikur- inn er sá að Fjármálaeftirlitið er mjög vel mannað. Sá sem stýrir því, Gunnar Andersen, er ekki í neinum stjórnmála- flokki. Hann stendur algjör- lega utan við allt þetta hér og gæti þess vegna verið útlend- ingur og fólkið sem vinnur með honum er af sama tagi. Þetta er harðsnúinn hópur og þessu fólki treysti ég afar vel. Þeim mun meiri ástæða er til að tortryggja þá sem reyna að grafa undan þeim. Mér er kunnugt um að ekki aðeins hafi verið reynt að grafa und- an forstjóranum heldur líka öðrum starfsmönnum með því að reyna að finna eitthvað misjafnt í fortíð þeirra,“ seg- ir Þorvaldur sem fæst ekki til að segja nákvæmlega frá því hvað hann eigi við með þess- um síðustu orðum sínum. Við erum komnir aftur að þess lags stjórnmálum í nú- tímanum sem samtal okkar hófst á með tilvísun til helstu orsakavalda hrunsins 2008 og Þorvaldur telur vera svo stórt vandamál í íslensku samfé- lagi – stjórnmálum sem hann vill uppræta með gagnsæið að vopni. Miðað við sýn Þorvald- ar á íslensk stjórnmál eigum við enn langt í land með að ná því markmiði og gera al- mennilega og endanlega upp við hrunið. n „Mér finnst bæði hafa tekist vel til og illa að reisa efnahags- kerfi landsins við eftir hrunið 2008 Þróunarland Þorvaldur segir að Ísland sé bara ennþá þróunarland í stjórnmálalegum skilningi. Hann bindur vonir við að frumvarp stjórnlagaráðs geti breytt miklu þar um. mynd Sigtryggur Ari 46 Viðtal 30. desember 2011 Áramótablað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.