Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 54
54 Menning 30. desember 2011 Áramótablað Í leikhúsinu Gísli í þjóðleikhús Norðmanna Flottasti Íslendingurinn síðan Björk gerði garðinn frægan, segir Aftenposten í Noregi um leikstjórann Gísla Örn Garð- arsson. Aftenposten fjallar um leikstjórann og væntan- lega uppfærslu hans á Kafka í þjóðleikhúsi Norðmanna í Osló þann 14.janúar. Konfekt í útvarpinu „Ég sá eitt sinn í draumi tvær mannverur, eina lögmál var ást þeirra. Þau voru hvort ann- ars spegill. Í þeim spegli gat ekkert dulist.“ Á nýársdag klukkan 14 verður verkið Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson flutt í nýrri útvarpsleikgerð eftir Mörtu Nordal. Leikendur eru Edda Björg Eyjólfsdóttir (Halla), Guð- mundur Ingi Þorvaldsson (Kári), Bjartur Guðmundsson (Arnes) og Valdimar Örn Flyg- enring (Björn hreppsstjóri). Leikritið Fjalla-Eyvindur er byggt á samnefndri þjóðsögu og er ein af perlum íslenskra leikbókmennta. Þar segir frá Höllu, ekkju í góðum efnum, sem að ræður til sín vinnumanninn Kára. Þau fella hugi saman og hún gerir hann brátt að ráðsmanni sínum en Kári á sér leyndar- mál sem reynist þeim örlaga- ríkt. Þegar Halla kemst að sannleikanum stendur hún frammi fyrir vali. Á hún að flýja til fjalla ásamt ástmanni sínum, útskúfuð úr samfé- laginu, eða lifa áfram í öryggi án ástar? Fjalla-Eyvindur er ein magnaðasta ástarsaga íslensks leiksviðs og fjallar um stórar ástir og miklar fórnir, flókið samband karls og konu sem talar jafn mikið til okkar í dag og fyrir hundrað árum, þegar það var frumflutt á íslensku leiksviði á jólunum árið 1911. Á sunnudag 8. janúar verður flutt upptaka af Galdra- Lofti Jóhanns frá árinu 1947 sem er ein elsta upptaka út- varpsleikrits í safni Útvarps- leikhússins. Þá í leikstjórn Haralds Björnssonar. Lárus Pálsson fór með hlutverk Galdra-Lofts. Blóðugt svið í Borgarleikhúsinu Það rennur blóð á aðalsviði Borgarleikhússins um þessar mundir meðan yfir standa æfingar á verkinu Axlar-Birni í uppfærslu Björns Hlyns Haraldssonar. Í Axlar-Birni er sögð saga frægasta fjöldamorðingja Ís- landssögunnar sem er full óhugnaðar. Axlar-Björn myrti átján manns áður en upp um hann komst. Fyrsta fórnar- lambið dysjaði hann í flórn- um á Knerri en hinum sökkti hann í Ígultjörn. Í verkinu er saga fjöldamorðingjans rakin en um leið er velt upp spurn- ingum um þá brenglun sem leiðir til óhæfuverka. Björn Hlynur skrifaði leik- ritið og en áður hefur hann skrifað leikritið Dubbeldusch auk þess að skrifa leikgerð Faust og Húsmóðurina ásamt félögum sínum í Vesturporti. K jartan kann þetta,“ sagði einn helsti Lax- nessfræðingur þjóðar- innar í blaðaviðtali fyrir hátíðar. Hann var þar að tala um væntan- lega frumsýningu Þjóðleik- hússins á nýrri leiksköpun Kjartans Ragnarssonar upp úr Heimsljósi. „Kann hvað?“ spurði undirritaður sig þegar hann stóð upp eftir að hafa „notið“ útkomunnar í þrjár klukkustundir og fjörutíu og sex mínútur að kvöldi annars í jólum. Kannski flögraði einnig að honum sú spurn- ing, hvort hér væri yfirleitt nokkuð „að kunna“. Hvort þetta snerist ekki um það eitt að leggja einhvern ákveðinn skilning í verk höfundarins, finna síðan leiðir til að túlka þann skilning með tungu- og táknmáli leiklistar og leik- sviðs, og skapa þannig heil- steypt og hugtækt listaverk, lifandi eigin lífi á fjölunum? Sem mistókst hér. Með öllu, að heita má. Heimsljós er á ýmsan hátt einkennilegt verk. Þar birtast sumir bestu kostir höfundar, en einnig ókostir. Það er sam- sett af fjórum bókum, sem komu fyrst út á árunum 1937 til 1940 og hver um sig mynd- ar býsna sjálfstæða heild. Fyrsta bókin, sem hét Ljós heimsins í frumútgáfunni en fékk hið óþjála heiti Kraft- birtingarhljómur guðdóms- ins í annarri útgáfu, er einn af hátindunum í höfundar- verki Halldórs. Þar er þeim misþyrmingum, sem Ólafur Kárason Ljósvíkingur sætir í barnæsku, og baráttu hans til að lifa þær af, andlega og líkamlega, lýst af frásagnar- snilld sem á fáa sína líka í ís- lenskum bókmenntum. Þarna vega samúð höfundar með persónum sínum og sú skop- færsla, sem hann beitir þær, svo glæsilega salt, að vel tekst að bægja frá þeirri tilfinninga- semi sem leitar mjög á síðar í verkinu og leiðir höfund þá of oft út í væmni. Erfitt er að verjast þeir hugsun að Halldór viti ekki almennilega hvert hann er að fara með aðalpersónuna, hinn undarlega mann Ólaf Kára- son. Þetta afstöðulausa – eða í besta falli afstöðulitla – skáld- menni er hugsmíð skálds sem sjálft lét ekki vefjast fyrir sér að taka afstöðu í stormum tíðarinnar, að sönnu með oft umdeilanlegum hætti. Var Ólafur mynd Halldórs af því sem hann óttaðist að hefði getað orðið um sjálfan hann, gæti jafnvel orðið, ef lánið sviki hann? Halldór var – ólíkt Ólafi – svo heppinn að lifa í þjóðfélagi sem gat ekki svipt gagnrýnendur sína allri lífs- björg, troðið þá í svaðið með tækjum valdsins. Kvenna- mál Ólafs og tilfinningamál eru flókin og mótsagnakennd og verða honum að lokum að falli í lokaþætti sögunnar, Fegurð himins. Hann leggst í djúpt þunglyndi og er á leið að fyrirfara sér, þegar við skiljum við hann í sögulok. Hann get- ur ekki lifað við þá ófullnægju sem lífið hefur búið honum – eða hann búið sjálfum sér. En ég er ekki viss um að höfund- ur Heimsljóss svari því jafn skýrt og æskilegt væri hvort ástæðurnar séu fremur sál- rænar veilur Ólafs sjálfs eða sá ásetningur hans að vera öllum góður, fórna sér eftir fyrir- mynd Jesú Krists. Slitur af verki Í leikskrá Þjóðleikhússins er fullyrt að „verkið í heild sinni“ liggi til grundvallar uppfærsl- unni. Svo er þó alls ekki. Þetta er, með leyfi að segja, alrangt. Þarna er, svo byrjað sé á því, ekkert úr Fegurð himinsins annað en bláendirinn og upp- hafið. Öll sagan um kynferð- isafbrot Ólafs gegn nemanda sínum, hún er úti, og þar með undanfarinn að sjálfsmorði hans eða sjálfsmorðstilraun. Sama máli gegnir um margt af því besta í fyrri bókunum. Persónur á borð við Magnínu heimasætu á Fæti, veraldar- manninn Reimar skáld Vagns- son eða Hólmfríði á Loftinu, eru úti, og mætti svo lengi telja. Gott og vel: auðvitað hefði það kostað miklu lengri sýningu að taka það allt með, það sér hver maður. En úr því hinn yfirlýsti ásetningur var að hafa „verkið í heild sinni“ undir, hvaða leið önnur var þá fær? Eins þótt það kostaði sýn- ingu sem hefði orðið að tví- skipta sökum lengdar, líkt og gert var við Sjálfstætt fólk um árið. Hafi menn haldið að þeir gætu farið einhvern „milliveg“, reynist sá vegur ófæra. Hryggjarstykkið í þessari leikfærslu er ástar- og bylt- ingarsagan í bók númer þrjú, Húsi skáldsins. Inní hana bögglast Kjartan svo við að flétta ástarsögunni úr bók tvö, Höll sumarlandsins. Hann er flöktandi þarna á milli svo ómarkvisst að ég get vart ímyndað mér að þeir, sem ekki þekkja vel til sögunnar fyrir, botni mikið í því sem fram fer. Sú hugmynd að skipta Ólafi á milli tveggja leikara er andvana fædd, af því að hún á sér engar lífrænar forsend- ur í verki Halldórs. Sá Ólafur, sem gengur á jökulinn, er ekki orðinn nógu gamall til að unnt sé að gera endurlit hans til bernskunnar að virkum þætti í drama hans. Kjartan er hér vitaskuld að endurnýta sína gömlu hugmynd úr Ofvitan- um, þar sem tvískipting Þór- bergs í hinn gamla og unga spratt á eðlilegan hátt upp úr innviðum sögunnar sjálfrar. Í þessu tilviki er engu slíku til að dreifa. Raunin verður og sú að það er aðallega Hús skálds- ins með slitróttu ívafi úr Höll sumarlandsins sem sjón- um er beint að. Kjartan veit hins vegar ekkert hvað hann á að gera við bækur númer eitt og fjögur. Hann tekur því það ráð að henda bók fjögur nánast allri út, sem fyrr segir, og fara á slíku hundavaði yfir bók eitt, píslarsögu Ólafs á Fæti, að maður hefur sjaldan séð annað eins. Hér er annað uppi á teningnum en þegar Kjartan leikfærði sömu sögu við opnun Borgarleikhússins á sínum tíma með ágætum. Nú er áhorfandinn vart búinn að átta sig á því að nokkuð ami að Ólafi litla þegar Þórunn í Kömbum birtist skyndilega og fer að lækna hann, atriði sem var, svo ég gleymi því ekki, eins og hvert annað fálm út í loftið. Og yfirleitt var þáttur Þórunnar hér allur hinn vand- ræðalegasti. Sömu sögu er af segja af þeim góða „uppheims kundi“, Sigurði Breiðfjörð, sem fær enga gullreið að birtast í, heldur röltir um sviðið eins og meinlaus vofa. Ekki mikill „kraftbirtingarhljómur“ í þeirri opinberun. Óhrjálegt leiksvið Leikurinn fer fram í rými sem minnir helst á vöruskemmu. Naktir steypuveggir með þremur hurðaropum, tveimur til hliðar og einu á baksviði, með rennihurðum úr báru- járni. Á baksviði blasir við hvít strýta sem á að tákna Jökul- inn, en minnir þó fullt eins mikið á salthrúgu á stakk- stæðinu; kannski á hún að vísa í báðar áttir. Hús skáldsins er kassi sem er ýmist á flugi upp í sviðsrjáfrið eða húrr- andi niður úr því með við- komu á miðsviði. Kjartan býr til ýmsar flottar uppstillingar, táknræns eðlis, en þær koma fullt eins vel út í leikskránni og á sviðinu. Tónlist nafna hans Sveinssonar er hugljúf og oft grípandi, en sumum kynni að þykja sá smekkur leik- stjórans vafasamur að smyrja henni hóflaust ofan á tilfinn- ingaþrungnustu atriðin, svo sem ræðu Ólafs á fundinum eða dauða barnsins. Vatns- austurinn í ástarfundi Ólafs og Jóu í Veghúsum var enn ein klisjan afturgengin úr ótal fyrri sýningum á sviði leikhúss- ins. Og afar sennilegt, eða hitt þó heldur, að Ólafur færi að vafra holdvotur upp á Jökul, því að Jökulgangan kemur hér í beinu framhaldi af ástar- fundi og sjálfsfórn skálds í lok þriðju bókar, af því að lunginn úr Fegurð himins hefur fengið að fjúka. Um frammistöðu leikenda er fremur fátt að segja. Alltof oft var maður vitni að snyrti- legum en lífvana textaflutningi fremur en leiklist. Ástkonur skáldsins eru skýrt upp dregn- ar í bókunum en án dýptar, og þeim ungu leikkonum, sem hér fá að kljást við þær, verður lítið úr þeim. Ólafía Hrönn Jónsdóttir á sums staðar ágæta takta í Jarþrúði, einkum í byrj- un; þegar á líður veikjast tök- in, eins og hún viti ekki hvort hún eigi fremur að gera pers- ónuna broslega eða brjóstum- kennanlega. Og er erfitt að áfellast þá góðu leikkonu fyrir það. Valið á Birni Thors á móti Hilmi Snæ Guðnasyni er sér- kennilegt, að ekki sé meira sagt, einkum þegar Þórunn í Kömbum segir að hrafnsvart- ur hárlubbinn á honum minni á gullsand. Björn er efnilegur leikari – ég endurtek efnilegur – en hann skortir þá lýrísku tilfinningu sem lifir og andar í allri sviðspersónu Hilm- is Snæs. Að skáldskapurinn verði drengnum sú flóttaleið úr ómennskum kjörum, sem lýst er á svo magnaðan hátt í Ljósi heimsins, um það tekst Birni ekki að sannfæra okkur. Björn hefur hingað til notið sín betur á öðru sviði en því ljóðræna og sýnist ekki eiga mikið erindi inn á það, alltént ekki að sinni. Ádeilan í vaskinn Eitt af því snjallasta í Heims- ljósi er félagsleg og pólitísk ádeila verksins. Hún spannar beittasta háð og dýpstu al- vöru, fer úr gneistandi fyndni yfir í nístandi tragík. Sums staðar beinist hún að þekkt- um persónum úr samtíðinni, en verður þó nógu almenn til að rísa yfir stund og stað. Í Heimsljósi Kjartans eru að- eins eftir af henni fátæklegar leifar. Rauðir fánar, uppskrúf- uð ræðuhöld, háreysti, óp og læti, eins og í pólitískum grúppuleikhúsum á áttunda áratugnum. Pétur Þríhross, hinn íslenski þorpseinvaldur með svipmót af öllum grimm- um einræðisherrum okkar blóðugu aldar, hann verður að kátlegum bangsapabba í meðförum Pálma Gestsson- ar. Eitt óborganlegasta atriði sögunnar, miðilsfundurinn á Sviðinsvík, fer svo gersamlega forgörðum að honum hefði betur verið sleppt alveg. Ég gef þessari sýningu eina stjörnu. Það er Hilmir Snær sem fær hana. Það jaðrar við að honum takist að fá mann til að trúa á hinn loftkennda Ljósvíking, láta persónuna tylla tá í jarðneskum veru- leika. Hann fer með suma viðkvæmustu kaflana, eins og hina hástemmdu ræðu á fundinum („það er í skáld- inu sem allir aðrir menn eiga bágt“) af hárfínni smekk- vísi. Ég get ekki ímyndað mér nokkurn annan íslenskan leikara á hans reki sem gæti leikið þetta eftir honum. Hápunktur kvöldsins var þó gamalt útvarpsviðtal við Halldór Laxness þar sem hann raulaði upprunalegt lag við ljóðið um Maístjörn- una. Og fékk allan salinn til að skella upp úr með kommenti sínu á kveðskapinn. Því miður gerðist þetta áður en sýning- in sjálf hófst. Almennt hefur þótt fara betur á því í leikhúsi að byrja ekki á hápunktinum, heldur enda á honum. Heimsljós í brotum Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is Leikrit Heimsljós eftir Halldór Laxness Leikstjórn: Kjartans Ragnarssonar Leikmynd: Grétar Reynisson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Tónlist: Kjartan Sveinsson Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Sýnt í Þjóðleikhúsinu Hilmir Snær fær eina stjörnu „Það jaðrar við að honum takist að fá mann til að trúa á hinn loft- kennda Ljósvíking, láta persónuna tylla tá í jarðneskum veruleika.“ Svandís Dóra Einarsdóttir og Hilmir Snær Guðnason í hlutverkum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.