Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 52
52 30. desember 2011 Áramótablað
„Hér er um frábæra og einlæga
ferða- og þroskasögu að ræða“
„Ómögulegt að hætta
að spila hann“Menning
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
Götumálarinn
eftir Þórarinn Leifsson
Skyrim
á PS3
Tónlistarmenn ársins
Tilnefningar til íslensku tónlistar-
verðlaunanna skerptu á tilfinningu
flestra um þá sem sköruðu fram
úr á árinu. Engum kom
á óvart að Mugison
hafi fengið flestar
tilnefningar, sex
að tölu. Hann
skarar ekki
einungis fram
úr á sviði tón-
listar að mati
dr. Sólveigar
Ólafsdóttur,
hann er samein-
ingartákn og einnig
tákn fyrir auðmýkt og
handverk en hann vinnur
sjálfur plötuumslög sín í höndunum
og kom þjóðinni á óvart þegar hann
hélt ókeypis þakkartónleika.
Lay Low fær tilnefningar líka með
vel unna plötu sína þar sem hún
byggir á ljóðum skáldkvenna og
sveitin Of Monsters and Men kemur
sterk inn sem og nýliði ársins sem er
tónlistarkonan Sóley.
Sýning ársins
„Bókamessan í
Frankfurt er
ekki staðurinn
til að njóta
bóka heldur
kaupa þær
og selja,“
sagði Auður
Jónsdóttir
rithöfundur
í grein sem
hún skrifaði árið
2007 þegar undir-
búningur var hafinn
að því að Íslendingar yrðu
þar í brennidepli árið 2011 og líkti
messunni við tískuhátíð og jafnvel
heimilissýningu eins og frægt var á
sjöunda áratug síðust aldar.
Hannes Lárusson myndlistarmaður
segir bókamessuna skýrt dæmi
um iðnvæðingu listanna. Enda er
takmark forleggjara og útgáfu-
fyrirtækja fyrst og fremst eitt:
Að selja bækur. Sýningin þótti
ganga vel og uppgangur íslenskra
rithöfunda og framavonir hafa
líkast til aukist mjög. Útgáfufyrir-
tækið Amazon Crossing lagðist í
útgáfu á íslenskum verkum í tilefni
sýningarinnar.
Rithöfundar ársins
Rithöfundar áttu gott uppskeruár
2011. Bókamessan í Frankfurt
virðist hafa keyrt metnaðinn í
fjórða gír og útgáfa bóka var
með mesta móti í ár.
Gerður Kristný og Bergsveinn
Birgisson eru tilnefnd til
Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs fyrir hönd Íslands,
Gerður Kristný fyrir ljóðabók
sína Blóðhófnir og Bergsveinn
fyrir Svar við bréfi
Helgu. Tilkynnt
verður um
verðlauna-
hafann í
Reykja-
vík í vor
og svo
verða
verð-
launin
afhent
á Norður-
landaráðsþingi
haustið 2012.
Heimildamynd ársins
Myndirnar Iceland Volcano Erup-
tion og Into the Volcano sem Anna
Dís og Jóhann unnu í samstarfi við
National Geographic Channel
hafa farið sigurför
um heiminn. 390
milljónir hafa
séð þá fyrri og
fyrir þá mynd
fékk teymið
Emmy-til-
nefningu.
En nú
nýverið voru
myndirnar
gefnar út á
DVD hér á Íslandi
þar sem Íslend-
ingum gefst tækifæri að sjá þessar
einstöku heimildamyndir. Það eru
þau Anna Dís Ólafsdóttir, Jóhann
Sigfússon og Hinrik Ólafsson sem
unnu þessar myndir
sem minna helst á
vísindaskáldsögu
Jules Vernes, Að
miðju jarðar.
Leikkona
ársins
Unnur Ösp
Stefánsdóttir
sýndi einlæga
takta í hlutverki
sínu í leiksýning-
unni Elsku barni í
sviðsetningu Leikfélags
Reykjavíkur og Borgarleikhúss-
ins. Hún sagðist hafa gengið nærri
sér í undirbúningi enda fjallað um
myrkustu hliðar
mannssálar-
innar og
samfélags-
ins.
Leikari
ársins
Arnar
Jónsson fyrir
hlutverk sitt í
leiksýningunni
Lé konungi í
sviðsetningu Þjóð-
leikhússins. Umtöluð
var á árinu aðkoma
dýrra leikstjóra að stórum
sýningum beggja leikhúsanna.
Benedict Andrews
kom frá
Ástralíu og
leikstýrði
Lé í Þjóð-
leikhúsinu
og er víst
væntan-
legur aftur
til landsins.
Dansari ársins
Gunnlaugur Egilsson hefur aukið
hróður sinn mjög sem dansari.
Hann dansar með ballettnum
konunglega í Stokkhólmi og var í
ár verðlaunaður á Grímunni fyrir
hlutverk sitt í
danssýningunni
Bræðrum í
sviðsetningu
Pars Pro
Toto í sam-
starfi við
Listahátíð í
Reykjavík og
Þjóðleikhúsið.
Sjónvarpsþáttur ársins
Fáir þættir hafa komið jafn-
skemmtilega
á óvart og
Pressa
gerði fyrir
tveimur
árum.
Saka-
mála-
þáttur
úr heimi
blaða-
manna, vel
gerður og trúverð-
ugur. Því var mikil pressa á Pressu
2 að standa sig en sýningar hafa
nú staðið yfir undanfarnar vikur og
lýkur veislunni á páskadag.
Pressa 2 hefur gengið mun lengra
inn í glæpaheiminn í þáttunum og
verður að segjast að það
kemur vel út. Pósturinn
stendur enn fyrir
sínu og er blaða-
mennskan að
stærstum hluta
trúverðug enda
hafa framleið-
endur, handrits-
höfundar og leik-
endur kynnt sér
störf blaðamanna
vel í undirbúningi fyrir
þættina.
Best á árinu 2011
Menningarárið 2011 er senn á enda og því um að gera að rýna í þá gerjun sem hefur átt
sér stað á árinu. Hafa orðið einhverjar breytingar á menningarneyslunni eftir hrun? Hvers
vegna kaupum við minna af lífsstílsbókum í ár? Erum við hætt að þræta um Hörpu? Fyrir
hvað stendur bygging eins og Harpa? Hvert stefnum við og hvað þarf að breytast? Sól-
veig Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar, og Hannes Lárusson rýna í
menningarlíf landans og skyggnast örlítið fram á við.
Hvert stefnum við?
H
annes Lárusson er
einn listamanna sem
ollu nokkru fjaðra-
foki á árinu. Hann
var einn þriggja sýn-
ingarstjóra á listasýningunni
Koddu þar sem verkið Falleg-
asta bók í heimi varð umdeilt
og var fjarlægt tímabundið af
sýningunni. Hann segir árið
hafa einkennst af iðnvæðingu
listgreina og þeirri íslensku
hvítu lygi að við séum með
heimsyfirráð í ýmsum geirum
lista, svo sem bókmenntum.
Iðnvæðing sköpunarinnar
„Ég ætla ekki að vera mjög já-
kvæður þegar ég horfi til baka
yfir árið. Það sem ég held að
við höfum upplifað á þessu
ári er að listir eru orðnar hluti
af velsmurðum iðnaði undir
merkjum sköpunar á mjög
víðum grundvelli. Þetta er í
raun fyrsta árið þar sem við
upplifum þessa iðnvæðingu
(list)sköpunarinnar í ómeng-
aðri mynd,“ segir Hannes. „Í
þessu samhengi má benda á
Hörpuna og málatilbúnað-
inn í kringum þá byggingu,
Bókamessuna í Frankfurt og
starfsemi menningarstofnana
sem gæta fyrst og fremst hags-
muna ríkjandi afla í pólitík, í
viðskiptum og í þjóðfélaginu
almennt. Viðhalda ímynd-
um og hugmyndafræði, sem í
grunninn er hugmyndafræði
(ný)frjálshyggjunnar, oftast
ómeðvitað og í átaklausu and-
varaleysi.
Gagnrýni er horfin úr ís-
lensku listsamfélagi. Ég get
nefnt eitt skýrasta dæmið um
þetta, dæmi sem allir eiga
auðvelt með að skilja. Bók-
menntagagnrýni er orðin hluti
af iðnaði, en um leið einhvers
konar saklaus og jákvæður
leikur. Vandi bókmenntagagn-
rýnenda er fyrst og fremst
hvernig þeir geta toppað sjálfa
sig í lausagangi jákvæðninn-
ar. Einna helst að menn detti
niður á einkunnina „nálgast
fullkomnun“. Þetta er hluti
af normalíseringunni í þjóð-
félaginu. Það eru gefnar út til-
tölulega fáar bækur á ári og
ekkert eðlilegra en að 30 þeirra
fái fimm stjörnur eða meira
af fimm mögulegum. Sama
er upp á teningnum í öðrum
listgreinum. Ég veit ekki hvort
þetta er uppgjöf eða hvort
menn eru komnir í sjálfheldu
í hálfvolgu tómarúmi og viti í
rauninni ekki lengur hvern-
ig hægt er að vera „gagnrýn-
inn“. Við þessi skilyrði er eins
og það sé orðinn eins konar
samkvæmisleikur að kaffæra
hver annan í hrósi, jákvæðni
og smjaðri. Það er að minnsta
kosti stílbrot að þykjast vera
með gagnrýna sýn við þessi
skilyrði og hamlar gegn nátt-
úrulegum framgangi sköpun-
ariðnaðarins. Hálfvolg logn-
molla er að færast í aukana og
virðist vera að festast í sessi
sem hluti af normalíséringu
Hvít lygi og bleik ský
Hannes Lárusson