Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 77

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 77
Sport 77Áramótablað 30. desember 2011 Fótboltaverðlaunin 2011 n Það besta og versta úr boltanum á árinu Flopp ársins Fernando Torres Það ætlaði allt um koll að keyra í Liverpool þegar Spánverjinn var seldur til Chelsea á 50 milljónir punda. Lundúnaliðið keypti þó einhvern dýrasta kött í sekknum sem um getur því Torres hefur nákvæmlega ekkert getað og getur varla keypt sér mark. Komu einnig til greina Andy Carroll Það er að koma í ljós að 35 milljónir punda fyrir þennan strák var alltof mikill peningur. Hefur gengið afleitlega að skora hjá Liverpool. Diego Milito Argentínumaðurinn fór á kostum árið 2010 en á þessu ári hefur hann hreinlega ekki staðið sig nægilega vel. Lið ársins Barcelona Börsungar unnu Meistaradeildina með tilþrifum og létu Englandsmeistara Manchester United líta út eins og skólastráka í úrslitaleiknum. Nú er Pep Guardiola að breyta fótboltanum með nýju kerfi. Barcelona er einfaldlega liðið sem önnur lið miða sig við. Komu einnig til greina Landslið Wales Undir stjórn Gary Speed fór velska landsliðið úr 112. sæti á heimslista FIFA upp í það 48. Endirinn á árinu var þó hörmu- legur fyrir liðið vegna fráfalls Speed. Stoke Elskið það eða hatið það – lið Stoke hefur náð undraverðum árangri á árinu 2011. Með föstum varnarleik, baráttu og löngum innköstum er Stoke ekki bara að gera fína hluti í úrvals- deildinni heldur er það komið í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar. Nýliði ársins Neymar Brassinn ungi er vel falinn í Santos í heimalandinu en hann er heldur betur að gera góða hluti þar. Santos varð bæði Brasilíumeistari og vann Meistaradeild Suður-Ameríku þar sem Neymar fór á kostum. Hann verður eitthvað áfram í Brasilíu en það þarf engum að koma á óvart ef hann slær einhver kaupmet þegar hann verður keyptur til Evrópu. Komu einnig til greina Daniel Sturridge Á einu ári fór hann úr því að vera ekki í myndinni hjá Chelsea í byrjunarliðið og kemur til greina í landsliðið. Það er ágætisárangur. Mario Götze Þýska undrabarnið var lykilmaður í Þýskalandsmeistaraliði Dortmund og hann hefur hvergi slegið af á nýju tímabili. Ein bjartasta von fótboltans. Peningahóra ársins Asamoah Gyan Ganverjinn kostaði Sunderland tólf milljónir punda en það kom virkilega á óvart þegar hann tók sig til í byrjun árs og fór á lán til Al Ain í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Peningarnir í úrvalsdeildinni nægðu ekki. Gyan vildi olíupeninga og yfirgaf bestu deild heims. Komu einnig til greina: Samuel Eto’o Kamerúninn er ekki nema þrítugur og hafnaði mörgum af stærstu félögum heims til að ná sér í feitan tékka hjá nýríka rússneska félaginu Anzhi. Robbie Keane Hann nennti ekki að standa í félaga- skiptaveseni í Evrópu lengur og tók því bara bandaríska dollarann. Stjörnuhrap ársins Kaka Besti leikmaður heims árið 2007. Keyptur til Real Madrid fyrir 56 milljónir punda árið 2009 og er því næstdýrasti leikmaður sögunnar. Hvar ertu Kaka? Svona í alvöru. Hvar? Komu einnig til greina Frank Lampard Maðurinn sem hefur verið allt í öllu hjá Chelsea er nú bara kallaður „Feiti-Frank“ og er ekki lengur fastamaður í byrjunarliðinu. Rio Ferdinand Stjarna þessa flotta mið- varðar skín ekki lengur skært. Missir eflaust af næsta stórmóti og þá ekk- ert endilega vegna meiðsla. U-beygja ársins Carlos Tevez Mikið svakalega getur þú verið erfiður, Tevez. Fyrst reynir þú í allt sumar að yfirgefa Manchester City. Næst telur þú öllum trú um að þú ætlir að vera þar næstu árin og svo allt í einu ertu kominn í fýlu og vilt fara. Getur þú ákveðið þig? Komu einnig til greina Sir Alex Ferguson Eftir sjö ára hlé er sá gamli aftur farinn að tala við breska ríkissjónvarpið. Það var líka kominn tími til. Mike Ashley Eigandi Newcastle var alveg að öðlast virðingu stuðn- ingsmannanna aftur... en þá breytti hann nafninu á vellinum. Sprelligosi ársins Mario Balotelli Það kemur enginn annar til greina. Það væri hægt að skrifa bók um árið 2011 hjá Balotelli. Flugeldasýningar og framhjáhald með glamúrfyrirrsætu svo fátt eitt sé nefnt. Balotelli heldur blaða- mönnum í Manchester og víðar við efnið. Komu einnig til greina Mario Balotelli Fyrir að komast ekki í vesti sem er eitthvað eftirminni- legasta atvik ársins. Mario Balotelli Fyrir að keyra um Manchester- borg um jólin og gefa pening. Og bara allt hitt. Leikmaður ársins Lionel Messi Þetta er ekkert afskaplega flókið. Messi er sá besti í heimi. Hann skorar mest og alltaf í stórleikjunum. Hann vann Spánartitilinn og Meistaradeild- ina og verður á nýju ári valinn sá besti þriðja árið í röð. Komu einnig til greina Cristiano Ronaldo Hefur átt frábært ár og skorar eins og að drekka vatn. Vinnur samt enga titla og lifir í skugga Messi. Robin van Persie Hefur verið óstöðv- andi á árinu 2011. Skorar á við Ronaldo og Messi og heldur Arsenal á floti. Röflari ársins Jose Mourinho Það er auðvitað afrek að vinna Arsene Wenger en væl Mourinho í kringum El Clasico-leikina í vor var engu lagi líkt. Sakandi dómara um að halda með Barcelona. Spilaði sig sem algjört fórnarlamb. Komu einnig til greina Arsene Wenger Hans einstaka sýn á leik Arsenal er víðfræg. Honum hefur ekki enn tekist að „sjá það almennilega“ ef Arsenal gerir eitthvað af sér í leik. Patrice Evra Að undanskildu því sem gerðist í byrjun tímabils með Luis Sua- rez er Evra bara alltaf eitthvað röflandi inni á vellinum og í fjölmiðlum. Viðskipti ársins Carroll út – Demba Ba inn Newcastle seldi Andy Carroll á 35 millj- ónir punda í byrjun árs og leysti hann af í sumar með því að fá Demba Ba á frjálsri sölu. Ba skoraði sjö mörk eftir áramót með West Ham og hefur skorað 14 til þessa fyrir Newcastle. Hinn rándýri Andy Carroll er búinn að skora 4 deildarmörk fyrir Liverpool. Komu einnig til greina Heiðar Helguson Það var rétt mat hjá Neil Warnock að láta Heiðar ekki fara í sumar þó eigendurnir vildu það. Án hans færi liðið í fallsæti. Luca Modric Eigandi Tottenham gerði vel í að neita Chelsea um Luka Modric þó tilboðið væru 40 milljónir punda. Stórlið verða ekki til ef bestu leikmennirnir eru alltaf seldir. Óvænta hetja ársins Lucas Leiva Brassinn sem ekkert gat þegar hann kom til Liverpool varð að einum albesta varnarsinnaða miðjumanni í ensku úrvalsdeildinni og sérstaklega eftir áramót og á þessu tímabili hefur hann verið algjör lykilmaður í liði Liverpool. Komu einnig til greina Tom Cleverley Varð í nokkrum leikjum ómissandi fyrir lið Manchester United. Obafemi Martins Nígeríumaðurinn hafði lítið gert fyrir Birmingham þegar hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik deildarbikarsins gegn Arsenal á 89. mínútu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.