Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 100
n Enn er ótalið að á nýja árinu birt-
ist viðtal við Valtý Sigurðsson, fyrrver-
andi ríkissaksóknara. Þar talar Valtýr
án tæpitungu um margt sem honum
liggur á hjarta sem hann áður gat
eða mátti ekki tala um. Margt í þessu
viðtali veldur umræðu og sumir
hneykslast en almennt vex orðstír
Valtýs eftir þessa opinskáu umfjöll-
un hans. Sérstaklega vekja umsagnir
hans um rannsókn Geirfinnsmálsins
athygli.
n Gunnar Smári
Egilsson heldur
áfram að vekja
athygli sem
forystumað-
ur SÁÁ. Völvan
sér hann beita
óvenjulegum að-
ferðum á nýju ári til að efla baráttu
samtakanna. Honum verður talsvert
ágengt en á köflum gustar um hann
því Gunnar Smári hirðir sjaldan um
það hvort orð hans valda hneykslun
og reiði heldur segir það sem hon-
um býr í brjósti.
n Biðin eftir eldgosi í Kötlu heldur
áfram því hún mun ekki gjósa á
nýju ári. Hins vegar mun eldgos í
sjó milli Vestmannaeyja og lands
vekja heimsathygli snemma á árinu.
Eldgosið verður í meðallagi stórt og
um tíma myndast lítil eyja en völv-
an sér hana ekki eiga langa lífdaga.
Gosið eykur enn á samgönguvanda
Vestmannaeyinga því það lokar
siglingaleiðinni að Landeyjahöfn.
Völvan sér gosið standa með hléum
fram á sumar.
n Ferðamannastraumur til Íslands
á árinu 2012 slær öll fyrri met, ekki
síst vegna neðansjávargossins sem
veldur engum truflunum á flugum-
ferð. Vegna skorts á gistirými verður
hálfgert öngþveitisástand í Reykja-
vík um háannatímann. Margir leigja
íbúðir sínar til gistingar og flytja í
sumarbústaði eða fara til útlanda.
n Fyrir utan eld-
gosið verður nýtt
ár tíðindalítið
hvað varðar nátt-
úruhamfarir.
Veturinn verður
óvenjulega snjó-
þungur en næsta
sumar verður eitt hið
blíðasta og hlýjasta í manna minn-
um og völvan sér hita og sólarmet
frá 1939 falla.
n Haustrigningar slá hins vegar öll
met og völvan sér ferðamenn í mikl-
um og óvenjulegum vandræðum í
Þórsmörk þar sem liggur við mann-
skaða.
n Á nýju ári tekur EFTA-dómstóll-
inn Icesave-málið til meðferðar.
Töluvert moldviðri þyrlast upp af
því tilefni og málið tekur sig upp aft-
ur eins og exem í umræðunni. Ekki
sér völvan koma neina niðurstöðu í
málinu á nýju ári. Margt sem sagt er
og skrifað af erlendum
sérfræðingum gefur
þó til kynna að Ís-
lendingar ættu
að hafa áhyggjur
af niðurstöð-
unni og þeir
gætu þurft að
gjalda gerðir Ólafs
Ragnars dýru verði að
lokum.
n Völvan sér margt jákvætt í fréttum
á árinu sem tengist uppbyggingu
og rannsóknum á Drekasvæðinu.
Í sýn völvunnar stafar bjarma frá
svæðinu sem breiðir blæju gleði
og bjartsýni yfir landið allt og
íbúa þess.
n Völvan sér samning
um inngöngu Íslands
í Evrópusambandið
liggja fyrir í lok árs. Þá
hefst harðvítug barátta
og áróður vegna þjóðarat-
kvæðagreiðslu um samninginn.
Völvan sér ekki niðurstöðu þeirra
kosninga því þeim verður ekki lokið
fyrr en á árinu 2013 þegar þær fara
fram samhliða þingkosningum. Þau
úrslit bíða annarrar spár. En völvan
sér stuðningsmenn ESB-aðildar
sækja mjög á gagnvart andstæðing-
um. Sérstaklega verða upplýsingar
um áhrif aðildar á matarverð
og innflutning matvæla til
þess að almenningur end-
urskoðar hug sinn.
n Framkvæmdum við
Vaðlaheiðargöng verður
slegið á frest. Deilur um
hagkvæmni þeirra halda
áfram og að lokum gefast menn
upp og slá verkinu á frest um
óákveðinn tíma. Fjöldamótmæli
Húsvíkinga af þessu tilefni vekja
athygli en aðallega kátínu eins og
svo margt sem menn gera í hita
augnabliksins.
n Orkuveita Reykja-
víkur heldur áfram
að vera í sviðsljósinu
fyrir slæmar fjárfest-
ingar og slök vinnu-
brögð. Völvan sér mengunarmál
vegna Hellisheiðarvirkjunar koma
inn í umræðuna snemma árs þegar
mælingar sýna brennistein yfir
heilsuverndarmörkum í Reykjavík í
langan tíma. Á endanum vekur mál-
ið heimsathygli og borgaryfirvöld
stöðva orkuvinnslu í Hellisheiðar-
virkjun að einhverju leyti.
Völvuspá 2012 3Áramótablað 30. desember 2011
töluverða samúð vegna framkomu
bandarískra yfirvalda í garð hennar. Í
tengslum við þá umfjöllun verða birt-
ar Twitter-færslur Birgittu sem vekja
fleiri spurningar en þær svara.
Ný pólitík
n Völvan sér ný öfl láta á
sér kræla í stjórnmálum.
Besti flokkurinn ákveð-
ur að taka þátt í framboði
á landsvísu og þar renna saman
nokkrir vongóðir fótgönguliðar úr
hópi Besta flokksins og fáeinir von-
sviknir framagosar úr röðum lágt
settra þingmanna. Einhverjir munu
spyrja hvers vegna börn framsókn-
armanna ættu að falla kjósendum
betur í geð en aðrir. Þar er vísað
til Guðmundar Steingrímssonar Her-
mannssonar Jónassonar og Heiðu
Helgadóttur Péturssonar.
n Völvan sér hið nýja afl fara nokkuð
mikinn í upphafi árs og margt sem
flokksmenn segja og gera vekur
athygli. Hins vegar leynist misjafn
sauður í því marga fé sem flokkurinn
laðar að sér. Völvan sér framsókn-
arbörnin í standandi vandræðum
á vordögum þegar einn forsvars-
manna flokksins úti á landi hellir úr
skálum reiði sinnar yfir Reykvíkinga
og útlendinga og bakar sér þannig
reiði allra flokksmanna og lands-
manna.
Draugar fortíðar
n Völvan sér Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur umkringda fréttamönnum
vegna mála sem tengjast upprifjun á
hinu illræmda REI-máli og valda-
átökum innan Sjálfstæðisflokksins í
tengslum við það. Enn er það opin-
skátt viðtal sem hleypir
umræðu af stað og að
þessu sinni er það Vil-
hjálmur Vilhjálmsson sem
um síðir nær að koma
höggi á fyrrverandi samherja með
óþægilegri upprifjun.
n Davíð Oddsson verður ekki eins
miðlægur í umræðu um stjórnmál
og verið hefur. Hann lætur
af starfi ritstjóra Morgun-
blaðsins og sest í það
sem hann kallar helgan
stein og kveðst ætla að
sinna ritstörfum. Völvan sér
persónulegar aðstæður sem eiga rík-
ari þátt í þessari ákvörðun.
n Hannes Hólmsteinn stendur í
ströngu á árinu. Völvan sér hart sótt
að honum vegna einhverra persónu-
legra mála sem ekki tengjast starfi
hans eða skrifum. Hannes verst af
n Völvan sér nokkra Íslendinga
njóta mikillar velgengni í verkum
sínum á nýju ári.
n Baltasar Kormákur heldur áfram
að rísa upp á stjörnuhimin kvik-
mynda í Ameríku og
vekur stöðugt meiri
athygli og lof er
borið á verk hans.
n Ólafur Darri
Ólafsson fær mikla
athygli fyrir hlut-
verk sitt í erlendri
kvikmynd og fær í kjöl-
farið fjölda tilboða um frekari kvik-
myndaleik. Hann verður kallaður
„meik“ ársins.
n Völvan sér einnig Ingvar E. Sig-
urðsson fá afar áhugavert tilboð um
hlutverk í evrópskri kvikmynd sem
hann þiggur. Hið sama má segja
um Gísla Örn Garðarsson sem völvan
sér fá tilboð um stærsta hlutverk í
Hollywood-mynd sem
Íslendingi hefur
nokkru sinni verið
boðið. Völvan sér
því máli samt
ekki ljúka endan-
lega á árinu.
n Hallgrímur Helga-
son rithöfundur heldur
áfram að vekja athygli í Evrópu
og viðtal við hann í franska sjón-
varpinu á eftir að ganga alger-
lega fram af íslensku þjóðinni. Þar
deilir Hallgrímur söguskoðunum
sínum á hruni Íslands
með þjóðum Evrópu.
Stuðningsmenn
Sjálfstæðisflokksins
verða æfir og viðtalið
er sýnt aftur og aftur í
íslensku sjónvarpi.
n Hér heima verður nýj-
asta skáldsaga Hallgríms, Konan
við 1000°, enn í sviðsljósinu vegna
harðra árása afkomenda Sveins
Björnssonar, fyrsta forseta Íslands,
á hendur skáldinu. Söguhetjan
er lítt dulbúin mynd af Brynhildi
Björnsson, dóttur Sveins, og þegar
fram í sækir reynir fjölskyldan að
rétta hlut sinn og hennar.
n Arnaldur Indriðason heldur áfram
sigurgöngu sinni um heiminn og
treystir sig í sessi sem einn fremsti
höfundur glæpasagna í heimin-
um. Hann verður meira í fréttum
heima á Íslandi en oft
áður og ekki alltaf með
hans góða samþykki.
n Hollywood upp-
götvar Arnald á
árinu þegar samn-
ingur um endurgerð
Mýrarinnar er undir-
ritaður og tökur fara að ein-
hverju leyti fram á Íslandi.
n Völvan sér teiknimyndir Hugleiks
Dagssonar í erlendum fjölmiðlum
og íslenskur fatahönnuður vekur
athygli fyrir nýstárlega fata-
línu sem heimamönn-
um sýnist vera byggð
á þjóðbúningnum.
n Jón Jónsson er
kannski ekki nafn
sem menn taka eft-
ir í fyrstu atrennu en
völvan sér tónlistarmann
með þessu nafni ná feiknalegum
vinsældum á nýja árinu. Lag eftir
þennan unga mann nær eyrum
heimsbyggðarinnar allrar.
Náttúran
Atvinna og efnahagur
Menning og listir
Eldgos milli lands
og Eyja Gosið eykur
enn á samgöngu-
vanda eyjaskeggja.
Rísandi stjarna
Baltasar vekur sífellt
meiri athygli úti í
hinum stóra heimi.