Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 100

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Page 100
n Enn er ótalið að á nýja árinu birt- ist viðtal við Valtý Sigurðsson, fyrrver- andi ríkissaksóknara. Þar talar Valtýr án tæpitungu um margt sem honum liggur á hjarta sem hann áður gat eða mátti ekki tala um. Margt í þessu viðtali veldur umræðu og sumir hneykslast en almennt vex orðstír Valtýs eftir þessa opinskáu umfjöll- un hans. Sérstaklega vekja umsagnir hans um rannsókn Geirfinnsmálsins athygli. n Gunnar Smári Egilsson heldur áfram að vekja athygli sem forystumað- ur SÁÁ. Völvan sér hann beita óvenjulegum að- ferðum á nýju ári til að efla baráttu samtakanna. Honum verður talsvert ágengt en á köflum gustar um hann því Gunnar Smári hirðir sjaldan um það hvort orð hans valda hneykslun og reiði heldur segir það sem hon- um býr í brjósti. n Biðin eftir eldgosi í Kötlu heldur áfram því hún mun ekki gjósa á nýju ári. Hins vegar mun eldgos í sjó milli Vestmannaeyja og lands vekja heimsathygli snemma á árinu. Eldgosið verður í meðallagi stórt og um tíma myndast lítil eyja en völv- an sér hana ekki eiga langa lífdaga. Gosið eykur enn á samgönguvanda Vestmannaeyinga því það lokar siglingaleiðinni að Landeyjahöfn. Völvan sér gosið standa með hléum fram á sumar. n Ferðamannastraumur til Íslands á árinu 2012 slær öll fyrri met, ekki síst vegna neðansjávargossins sem veldur engum truflunum á flugum- ferð. Vegna skorts á gistirými verður hálfgert öngþveitisástand í Reykja- vík um háannatímann. Margir leigja íbúðir sínar til gistingar og flytja í sumarbústaði eða fara til útlanda. n Fyrir utan eld- gosið verður nýtt ár tíðindalítið hvað varðar nátt- úruhamfarir. Veturinn verður óvenjulega snjó- þungur en næsta sumar verður eitt hið blíðasta og hlýjasta í manna minn- um og völvan sér hita og sólarmet frá 1939 falla. n Haustrigningar slá hins vegar öll met og völvan sér ferðamenn í mikl- um og óvenjulegum vandræðum í Þórsmörk þar sem liggur við mann- skaða. n Á nýju ári tekur EFTA-dómstóll- inn Icesave-málið til meðferðar. Töluvert moldviðri þyrlast upp af því tilefni og málið tekur sig upp aft- ur eins og exem í umræðunni. Ekki sér völvan koma neina niðurstöðu í málinu á nýju ári. Margt sem sagt er og skrifað af erlendum sérfræðingum gefur þó til kynna að Ís- lendingar ættu að hafa áhyggjur af niðurstöð- unni og þeir gætu þurft að gjalda gerðir Ólafs Ragnars dýru verði að lokum. n Völvan sér margt jákvætt í fréttum á árinu sem tengist uppbyggingu og rannsóknum á Drekasvæðinu. Í sýn völvunnar stafar bjarma frá svæðinu sem breiðir blæju gleði og bjartsýni yfir landið allt og íbúa þess. n Völvan sér samning um inngöngu Íslands í Evrópusambandið liggja fyrir í lok árs. Þá hefst harðvítug barátta og áróður vegna þjóðarat- kvæðagreiðslu um samninginn. Völvan sér ekki niðurstöðu þeirra kosninga því þeim verður ekki lokið fyrr en á árinu 2013 þegar þær fara fram samhliða þingkosningum. Þau úrslit bíða annarrar spár. En völvan sér stuðningsmenn ESB-aðildar sækja mjög á gagnvart andstæðing- um. Sérstaklega verða upplýsingar um áhrif aðildar á matarverð og innflutning matvæla til þess að almenningur end- urskoðar hug sinn. n Framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng verður slegið á frest. Deilur um hagkvæmni þeirra halda áfram og að lokum gefast menn upp og slá verkinu á frest um óákveðinn tíma. Fjöldamótmæli Húsvíkinga af þessu tilefni vekja athygli en aðallega kátínu eins og svo margt sem menn gera í hita augnabliksins. n Orkuveita Reykja- víkur heldur áfram að vera í sviðsljósinu fyrir slæmar fjárfest- ingar og slök vinnu- brögð. Völvan sér mengunarmál vegna Hellisheiðarvirkjunar koma inn í umræðuna snemma árs þegar mælingar sýna brennistein yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í langan tíma. Á endanum vekur mál- ið heimsathygli og borgaryfirvöld stöðva orkuvinnslu í Hellisheiðar- virkjun að einhverju leyti. Völvuspá 2012 3Áramótablað 30. desember 2011 töluverða samúð vegna framkomu bandarískra yfirvalda í garð hennar. Í tengslum við þá umfjöllun verða birt- ar Twitter-færslur Birgittu sem vekja fleiri spurningar en þær svara. Ný pólitík n Völvan sér ný öfl láta á sér kræla í stjórnmálum. Besti flokkurinn ákveð- ur að taka þátt í framboði á landsvísu og þar renna saman nokkrir vongóðir fótgönguliðar úr hópi Besta flokksins og fáeinir von- sviknir framagosar úr röðum lágt settra þingmanna. Einhverjir munu spyrja hvers vegna börn framsókn- armanna ættu að falla kjósendum betur í geð en aðrir. Þar er vísað til Guðmundar Steingrímssonar Her- mannssonar Jónassonar og Heiðu Helgadóttur Péturssonar. n Völvan sér hið nýja afl fara nokkuð mikinn í upphafi árs og margt sem flokksmenn segja og gera vekur athygli. Hins vegar leynist misjafn sauður í því marga fé sem flokkurinn laðar að sér. Völvan sér framsókn- arbörnin í standandi vandræðum á vordögum þegar einn forsvars- manna flokksins úti á landi hellir úr skálum reiði sinnar yfir Reykvíkinga og útlendinga og bakar sér þannig reiði allra flokksmanna og lands- manna. Draugar fortíðar n Völvan sér Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur umkringda fréttamönnum vegna mála sem tengjast upprifjun á hinu illræmda REI-máli og valda- átökum innan Sjálfstæðisflokksins í tengslum við það. Enn er það opin- skátt viðtal sem hleypir umræðu af stað og að þessu sinni er það Vil- hjálmur Vilhjálmsson sem um síðir nær að koma höggi á fyrrverandi samherja með óþægilegri upprifjun. n Davíð Oddsson verður ekki eins miðlægur í umræðu um stjórnmál og verið hefur. Hann lætur af starfi ritstjóra Morgun- blaðsins og sest í það sem hann kallar helgan stein og kveðst ætla að sinna ritstörfum. Völvan sér persónulegar aðstæður sem eiga rík- ari þátt í þessari ákvörðun. n Hannes Hólmsteinn stendur í ströngu á árinu. Völvan sér hart sótt að honum vegna einhverra persónu- legra mála sem ekki tengjast starfi hans eða skrifum. Hannes verst af n Völvan sér nokkra Íslendinga njóta mikillar velgengni í verkum sínum á nýju ári. n Baltasar Kormákur heldur áfram að rísa upp á stjörnuhimin kvik- mynda í Ameríku og vekur stöðugt meiri athygli og lof er borið á verk hans. n Ólafur Darri Ólafsson fær mikla athygli fyrir hlut- verk sitt í erlendri kvikmynd og fær í kjöl- farið fjölda tilboða um frekari kvik- myndaleik. Hann verður kallaður „meik“ ársins. n Völvan sér einnig Ingvar E. Sig- urðsson fá afar áhugavert tilboð um hlutverk í evrópskri kvikmynd sem hann þiggur. Hið sama má segja um Gísla Örn Garðarsson sem völvan sér fá tilboð um stærsta hlutverk í Hollywood-mynd sem Íslendingi hefur nokkru sinni verið boðið. Völvan sér því máli samt ekki ljúka endan- lega á árinu. n Hallgrímur Helga- son rithöfundur heldur áfram að vekja athygli í Evrópu og viðtal við hann í franska sjón- varpinu á eftir að ganga alger- lega fram af íslensku þjóðinni. Þar deilir Hallgrímur söguskoðunum sínum á hruni Íslands með þjóðum Evrópu. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins verða æfir og viðtalið er sýnt aftur og aftur í íslensku sjónvarpi. n Hér heima verður nýj- asta skáldsaga Hallgríms, Konan við 1000°, enn í sviðsljósinu vegna harðra árása afkomenda Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, á hendur skáldinu. Söguhetjan er lítt dulbúin mynd af Brynhildi Björnsson, dóttur Sveins, og þegar fram í sækir reynir fjölskyldan að rétta hlut sinn og hennar. n Arnaldur Indriðason heldur áfram sigurgöngu sinni um heiminn og treystir sig í sessi sem einn fremsti höfundur glæpasagna í heimin- um. Hann verður meira í fréttum heima á Íslandi en oft áður og ekki alltaf með hans góða samþykki. n Hollywood upp- götvar Arnald á árinu þegar samn- ingur um endurgerð Mýrarinnar er undir- ritaður og tökur fara að ein- hverju leyti fram á Íslandi. n Völvan sér teiknimyndir Hugleiks Dagssonar í erlendum fjölmiðlum og íslenskur fatahönnuður vekur athygli fyrir nýstárlega fata- línu sem heimamönn- um sýnist vera byggð á þjóðbúningnum. n Jón Jónsson er kannski ekki nafn sem menn taka eft- ir í fyrstu atrennu en völvan sér tónlistarmann með þessu nafni ná feiknalegum vinsældum á nýja árinu. Lag eftir þennan unga mann nær eyrum heimsbyggðarinnar allrar. Náttúran Atvinna og efnahagur Menning og listir Eldgos milli lands og Eyja Gosið eykur enn á samgöngu- vanda eyjaskeggja. Rísandi stjarna Baltasar vekur sífellt meiri athygli úti í hinum stóra heimi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.