Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 8
8 Fréttir 30. desember 2011 Áramótablað J ón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Árni Páll Árnason, efnahags- og við- skiptaráðherra, hverfa líklega úr ríkistjórn nú um áramótin. Stjórnarflokkarnir tveir Samfylkingin og VG hafa boðað til þingflokksfunda á föstudag þar sem tillögur að upp- stokkun í ríkisstjórn verða kynntar. Þá hefur Samfylkingin boðað til flokks- stjórnarfundar að kvöldi föstudags en lög flokksins kveða á um að bera þurfi breytingar á starfandi ríkisstjórn undir flokksstjórn með sama hætti og gert er við ríkisstjórnarmyndun en þó aðeins ef breyting verður á ráðherra- skipan flokksins. Fréttastofa RÚV greindi frá því að fundað hefði verið í stjórnarráðinu í gær vegna breytinganna en Dagur B. Eggertsson varaformaður Sam- fylkingarinnar fundaði með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og formanni Samfylkingarinnar, ásamt fleiri í Samfylkingunni. Oddvitar rík- isstjórnarinnar fengu fyrir nokkrum vikum umboð til að gera smávægi- legar breytingar á ríkisstjórninni auk þess sem flokksstjórnarfundur Sam- fylkingarinnar samþykkti á sínum tíma samstarfssamning flokkanna þar sem kveðið er á um breytingar á skipan ráðherra. Endanleg niður- staða um uppstokkun mun ekki liggja fyrir fyrr en að loknum þingflokks- fundum. Steingrímur í nýtt ráðuneyti Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið, iðnaðarráðuneytið ásamt efnahags- og viðskiptaráðuneytinu verða sameinuð í eitt atvinnuráðu- neyti. Samkvæmt upplýsingum DV kemur til greina að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og for- maður VG, taki við því ráðuneyti en fjármálaráðuneytið færist til Sam- fylkingarinnar. Breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu og aðgerðir í efna- hagslífinu verða á forsendum hins nýja ráðuneytis. Ráðuneytið verður því þungamiðjan í aðgerðum ríkis- stjórnarinnar þar til kosið verður árið 2013. Það þykir senda skýr skilaboð um hve mikla áherslu ríkisstjórn- in leggur á að ná í gegn breytingu á kvótakerfinu og atvinnuuppbygg- ingu. Samfylkingin fær fjármálaráðu- neytið Sé rétt að Steingrímur færi sig úr fjár- málaráðuneytinu þykir líklegt að fjár- málaráðuneytið fari til Samfylking- arinnar. Innan Samfylkingarinnar er ríkur vilji til að nýtt atvinnuráðu- neyti fari til flokksins en innan VG mun ekki vera vilji til þess. Ekkert fæst staðfest um hver gæti tekið við fjármálaráðuneytinu gangi þetta eft- ir. Oddný Harðardóttir, þingflokksfor- maður Samfylkingarinnar, var nefnd sem mögulegur kandídat. Seint á fimmtudagskvöld hafði Oddný sjálf ekki heyrt af slíkum hugmyndum. Jóhanna og Steingrímur halda til- lögunum mjög nærri sér en ná- kvæmt innihald þeirra var ekki kynnt á fundi lykilfólks í Samfylkingunni sem haldinn var í stjórnarráðshús- inu á fimmtudag. Á þeim fundi kom fram að Jóhanna hygðist ræða við alla þingmenn flokksins í gærkvöldi. Viðræður við Hreyfinguna í strand Hreyfingin mun upphaflega hafa lýst sig reiðubúna til að styðja stjórn- ina gegn því að lýðræðismál líkt og stjórnarskrá og persónukjör gengju í gegn. Áður höfðu allavega þrír stjórn- arliðar nálgast þingmenn Hreyfingar- innar og óskað upplýsinga um helstu áherslur þeirra. Á fundum þing- manna Hreyfingarinnar með oddvit- um ríkisstjórnarinnar mun Þór Saari hafa lagt fram tillögur í skuldavanda heimilanna sem sóttu uppruna sinn til Hagsmunasamtaka heimilanna og haldið þeim til streitu en hvorki forsætisráherra né fjármálaráðherra voru tilbúnir að ganga að hugmynd- unum. Hlé hefur verið gert á viðræð- unum en ekki er víst hvort þeim sé al- gjörlega lokið. Flóknara mál með Ástu Ragnheiði Áhugi er meðal Samfylkingarinnar og VG að skipta út Ástu Ragnheiði Jó- hannesdóttur, forseta Alþingis. Hún er sögð ekki njóta trausts stjórnarliða, hvorki innan VG né Samfylkingar- innar. Þingmenn Hreyfingarinnar eru sagðir sama sinnis og hafa raunar tjáð þá skoðun sína opinberlega. Málið er þó flóknara þar sem lýsa þarf van- trausti á forseta þingsins og krefjast þess að nýr verði kosinn. Stjórnarlið- ar sem DV ræddi við og lýstu óánægju með Ástu Ragnheiði sögðust vona að hún segði sjálf af sér svo spara mætti þinginu og henni þá niðurlægingu að þurfa að lýsa vantrausti á forseta þingsins. Tímasetning Össurar vekur athygli „Það mun reynast flokki eins og Sam- fylkingunni […] mjög erfitt að fara í gegnum næstu kosningar nema flokkurinn hafi náð að endurnýja sig, bæði forystuna og ekki síður hug- myndir sínar,“ segir Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra í viðtali við áramótablað Viðskiptablaðsins. Þá hefur blaðið eftir Össuri að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og núverandi formaður Samfylkingar- innar, hafi þurft að taka á sig marg- ar hrinur áhlaupa og taka erfiðar ákvarðanir. Það hafi staðið á henni öll spjót en hún hafi siglt í gegnum verk- ið með miklum sóma eins og Össur orðar það. Hins vegar sé þörf á því að endurnýja bæði forystu flokksins sem og hugmyndafræði hans. Tímasetning ummælanna vekja athygli enda birt aðeins tveimur dög- um fyrir ríkisráðsfund og í miðju erf- iðra samningaviðræðna um hróker- ingar í ríkisstjórn sem stendur og fellur með eins atkvæðis meirihluta. Sjálfur er Össur ekki talinn í nokk- urri hættu á að missa ráðherrastólinn en viðmælendur DV kunnugir Sam- fylkingunni sögðu augljóst að Össur skynjaði háværa kröfu innan flokks- ins um algjöra endurnýjun flokks- forystunnar. Össur vilji með ummæl- unum tryggja að endurnýjunarkrafan nái ekki alla leið til hans, þótt aðrir fái ef til vill að fjúka fyrir næstu kosning- ar. Tveir ráðherrar hverfa á braut n Samfylkingin gæti fengið fjármálaráðuneytið n Hlé hefur verið gert á viðræðum við Hreyfinguna Þögul Steingrímur og Jóhanna láta sjálf ekkert uppi um fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórn. n „Það eru engar viðræður við mig um þessi mál,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hafi átt í viðræðum við forystufólk ríkisstjórnarinnar líkt og þingmenn Hreyfingarinnar. „Það hafa ekki farið fram neinar viðræður milli mín og ríkisstjórnarinnar en ég get ekki útilokað að slíkar viðræður muni fara fram. Ég og við sem að nýja framboðinu stöndum höfum okkar málefnaáherslur ef kæmi til að ég ætti á þingi að veita ríkisstjórninni hlutleysi eða jafnvel stuðning þá myndum við leggja þau málefni á borðið og sjá hvort samhljómur sé um þau,“ segir Guðmundur Steingrímsson þingmaður utan flokka. Hvorki Siv né Guðmundur í formlegum viðræðum n „Ég get alveg séð þetta fyrir mér enda er þetta í samræmi við stjórnarsáttmála að því leyti að stefna átti að því að stofna atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneyti með sameiningu sjávarútvegs- og land- búnaðarráðneytis ásamt iðnaðar- ráðuneytinu. Þá var hins vegar ekki gert ráð fyrir að efnahagsráðuneytið færi inn í þetta nýja ráðuneyti. Ég hefði ekki reiknað með að Stein- grímur myndi færa sig. Þetta er mjög mikil breyting ef af verður en hugsanlega yfirlýsing um að verið sé að leggja meiri áherslu á þessa málaflokka en hingað til hefur verið gert,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Róttæk breyting ef af verður n „Mér finnst sérstakt og það kemur á óvart ef rétt er að VG gefi frá sér fjármálaráðuneytið. Sé þetta niðurstaðan þá virðist sem Sam- fylkingin sé að styrkja stöðu sína. Auðvitað myndi það vekja athygli ef VG lætur fjármálaráðuneytið af hendi. Hins vegar er athyglisvert ef VG ætlar sér að fara með iðnaðar- ráðuneytið og þar með orkumálin. Ég er ekki viss um að það hjálpi atvinnuuppbyggingu í landinu,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Verða að koma Jóni frá Út í kuldann Jón Bjarnason verður látinn fjúka. Ekki lengur í ríkisstjórn Árni Páll Árnason hverfur úr ríkisstjórn. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is www.xena.is Mikið úrval af barnaskóm Opið virka daga 11-18 laugardag 11-16 Grensásvegur 8 og Nýbýlavegur 12 - Sími 517 2040 BARNASTÍGVÉL St. 22-35 Verð 7.995 St. 22-40 Verð 7.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.