Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 78
78 Sport 30. desember 2011 Áramótablað n 20 leikir á sex dögum í ensku úrvalsdeildinni n Toppliðið spilar tvisvar á þremur dögum n Getur Tottenham haldið í við Manchester-liðin? L eikmenn liðanna í ensku úrvalsdeildinni fengu óvenjumikið frí yfir jólahátíðina en í kringum áramótin og nýárið verður heldur betur tekið á því. Tvær umferðir verða leiknar frá 30. desem­ ber til 4. janúar og þurfa sum lið, eins og Manchester City, að spila tvo leiki á þremur dögum. Þetta er tíminn sem liðin með stóru hópana fara að slíta sig frá minni liðunum enda ekkert grín að stilla upp liði sem þarf að spila með svona stuttu millibili. Man­ chester City var á toppnum um jólin í fyrsta skipti í marga áratugi en þar sem strák­ arnir hans Roberto Man­ cini spila ekki fyrr en 2. janú­ ar getur Manchester United hafið árið 2012 sem topplið ensku úrvalsdeildarinnar nái það stigi á heimavelli gegn Blackburn. Meistararnir eru þó aðeins með einn varnar­ mann heilan. Tottenham hef­ ur sýnt hvað besta boltann að undan förnu og er liðið sem hlutlausi stuðningsmaðurinn elskar. Harry Houdini ætlar að bæta við mönnum í janúar og halda þeim bestu sem hann er með nú þegar. Án varnarmanna á toppinn Manchester United er hrokk­ ið í gírinn eftir martröðina í Meistaradeildinni og hefur unnið síðustu fjóra leiki í úr­ valsdeildinni með marka­ hlutfallinu 16–1. Leikurinn á nýársdag ætti að vera forms­ atriði þegar Blackburn kem­ ur í heimsókn en Blackburn, með varamarkvörðinn Mark Bunn í fantaformi í sínum fyrsta leik, náði góðu stigi á Anfield. Það er þó tölu­ verður munur á framherja­ sveit Manchester United og félögunum Luis Suarez og Andy Carroll hjá Liverpool sem ekki geta keypt sér mark þessa dagana. Það mun líklega ekki koma að sök gegn Blackburn hversu fáliðað Manchester Uni­ ted er til baka. Eftir að Jonny Evans meiddist gegn Wigan er United aðeins með Pat­ rice Evra heilan þó United­ menn vonist til að Phil Jones verði klár í slaginn gegn sín­ um gömlu félögum. Dimitar Berbatov skoraði fimm mörk í þessum leik í fyrra og er ekki ólíklegt að hann fái aft­ ur tækifærið eftir þrennuna gegn Wigan. United fær líka hvað mestu hvíldina um ára­ mótin því eftir leikinn á gaml­ ársdag spilar það ekki fyrr en 4. janúar gegn Newcastle sem hefur verið í frjálsu falli und­ anfarið. Stórleikurinn í Manchester Stórleikur umferðanna tveggja um áramótin er leik­ ur Manchester City og Liver­ pool sem fram fer á Borgar­ leikvanginum í Manchester. City gerði jafntefli gegn WBA í síðustu umferð en það var í fyrsta skiptið sem liðið skor­ aði ekki mark í leik á tíma­ bilinu. Þegar liðin mættust á Anfield í nóvember gerðu þau 1–1 jafntefli þar sem Liver­ pool var miklu betri aðilinn en tókst ekkert frekar en fyrri daginn að klára leikinn með sigri. Verkefnið verður erfitt fyr­ ir Manchester City því að­ eins tveimur dögum fyrir leikinn gegn Liverpool þarf það að ferðast enn norðar til Sunderland og spila tvo leiki á aðeins 48 klukkutím­ um. Liverpool aftur á móti spilar fyrst allra liða, í dag, föstudag, gegn Newcastle á heimavelli. Fær liðið því meiri hvíld og þarf ekki að ferðast langt í leikinn gegn City þriðja janúar. Markaskorun er þó það sem Liverpool hefur mest­ ar áhyggjur af en Kenny Dalglish hefur enn og aftur komið floppinu Andy Carroll til varnar: „Ég held að Andy Carroll sé meira vandamál í ykkar augum en nokkurra annarra,“ sagði Dalglish við fjölmiðla á blaðamannafundi í vikunni. „Þið eruð alltaf að spyrja hvort hann verði í byrj­ unarliðinu. Ég skil það samt núna því hann er að fara að spila gegn Newcastle. Andy leggur mjög hart að sér bæði innan og utan vallar. Hann er bara enn að aðlagast lífinu hjá nýju félagi, nýjum venjum og nýjum leikstíl,“ sagði Dalglish en Carroll hefur aðeins skor­ að fjögur mörk á árinu fyrir Liverpool. Lundúnaliðið Tottenham er komið í ham Liðið sem er í hvað mestri bar­ áttu við Manchester­liðin um titilinn er Tottenham. Nú síð­ ast lagði Tottenham baráttu­ glaða Norwich­menn með tveimur flottum mörkum frá Gareth Bale sem er aftur að stimpla sig inn sem einhver albesti vængmaður heims. Það verður erfitt fyrir Totten­ ham að halda Bale en Harry Redknapp er staðráðinn í að halda Wales­manninum. „Við værum búnir að selja hann ef hann væri til sölu, er það ekki?“ segir Red knapp um Bale. „Það eru aðeins Barcelona, Real Madrid og Manchester City sem hafa efni á honum. Bale er alveg ótrúlegur knattspyrnumaður. Hann er með allt sem þarf til og algjörlega gallalaus. Hann getur skallað, er nautsterkur, getur rakið boltann og skot­ ið. Mestu máli skiptir þó að hann er frábær drengur,“ seg­ ir Redknapp. Tottenham á enn inni leik til góða á Manchester Uni­ ted sem er í öðru sætinu og getur þá minnkað bilið nið­ ur í fjögur stig. Um áramótin mætir Tottenham Swansea á útivelli á gamlársdag og svo á það heimaleik tveimur dög­ um síðar gegn WBA. Nokk­ uð snúnir leikir en í því formi sem Tottenham er í eiga sex stig að vera meira en mögu­ leiki. Dagskráin um áramótin Föstudagur 30. desember 19.45 Liverpool - Newcastle Laugardagur 31. desember 12.45 Man. United - Blackburn 15.00 Arsenal - Blackburn 15.00 Bolton - Úlfarnir 15.00 Chelsea - Aston Villa 15.00 Norwich - Fulham 15.00 Stoke - Wigan 15.00 Swansea - Tottenham Sunnudagur 1. janúar 12.30 WBA - Everton 15.00 Sunderland - Man. City Mánudagur 2. janúar 15.00 Aston Villa - Swansea 15.00 Blackburn - Stoke 15.00 QPR - Norwich 15.00 Úlfarnir - Chelsea 17.30 Fulham - Arsenal Þriðjudagur 3. janúar 19.45 Tottenham - WBA 19.45 Wigan - Sunderland 20.00 Man. City - Liverpool Miðvikudagur 4. janúar 20.00 Everton - Bolton 20.00 Newcastle - Man. United Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Ekkert frí um áramót „Ég held að Andy Carroll sé meira vandamál í ykkar augum en nokkurra annarra. Stíft prógramm City spilar tvo leiki á þremur dögum. Mynd ReuTeRS Magnaður Gareth Bale hefur verið í rosalegu formi. Mynd ReuTeRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.