Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 84

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 84
84 Fólk 30. desember 2011 Áramótablað S agt er að ástin kosti ekkert og eflaust má færa góð og gild rök fyrir þeirri fullyrðingu, en engin ást getur kostað auðugt fólk skildinginn. Víða um lönd vegur framfærslu­ skylda eftir skilnað mjög þungt og einn aðili að skilnaði getur riðið mjög feitum hesti frá skilnaði á meðan sjóð­ ir hins skreppa saman. Slíkt fyrirkomulag þekkist alla jafna ekki á Íslandi og Jón og Gunna, og aðr­ ir þeir Íslendingar sem tilheyra þeim hópi sem vinnur fyrir íslensku bank­ ana, þurfa ekki að hafa miklar áhyggj­ ur af því. Framfærsla úti í hinum stóra heimi tekur gjarna mið af þeim lífsstíl sem hjón hafa tamið sér og á að tryggja að ekki verði breyting þar á. Oftar en ekki er málum þannig háttað að annað hjónanna hefur að mestu leyti séð um að fjármagna þann lífsstíl. Svo aftur sé skírskotað til Jóns og Gunnu, sem jafnvel lifðu svo hátt að þau keyptu flatskjá, þá bliknar lífsstíll þeirra sé horft á hann með hliðsjón af lífsstíl „frægu“ og „ríku“ Íslendinganna. Jón og Gunna myndu sennilega fyrst og fremst þurfa að hafa áhyggjur af skipt­ ingu skuldanna og þeim órofa bönd­ um sem þau eru tengd bönkunum. Bítlinum blæðir Þar sem minnst er á bítilinn Paul McCartney í inngangsorðunum er rétt að hefja yfirreið um nokkra af dýrustu skilnuðum sögunnar á honum. Vert er að geta þess strax að hann er talinn einn farsælasti popptónlistarmaður sögunnar og er ekki á nástrái. Hvað sem því líður þá greip ástin hann í kringum árið 2000, um einu og hálfu ári eftir að eiginkona hans til margra ára, Linda Eastman, lést úr krabbameini. Nýja ástin var einfætt, fyrrverandi fyrirsæta, Heather Mills að nafni, sem hafði, meðal annars, getið sér orð sem ötull baráttumaður gegn notkun jarðsprengja. En ástin bara hvarf, eins og stund­ um segir á forsíðum slúðurmiðla, McCartney fór fram á skilnað árið 2006 og sökum þess að skötuhjúin höfðu ekki gert með sér kaupmála voru fengnir lögfræðingar, stórar kan­ ónur, til að leiða skilnaðinn til lykta. Heather Mills, sem hafði ekki kom­ ið með miklar eignir inn í búið, hafði tamið sér lífsstíl sem hún var ekki reiðubúin til að gefa upp á bátinn og til að flækja málin enn frekar hafði þeim hjónunum orðið eins barns auð­ ið og var nauðsynlegt að tryggja fjár­ hagslegt öryggi þess til framtíðar. Til að gera langa sögu stutta urðu mála­ lyktir þær að bítillinn fyrrverandi sam­ þykkti að greiða Heather 24,3 milljón­ ir sterlingspunda og að auki kostnað vegna fóstru dóttur þeirra og skóla­ gjöld dótturinnar. Einnig samþykkti McCartney að greiða dóttur þeirra 35.000 sterlingspund á ári þar til hún næði sautján ára aldri, eða hætti í framhaldsskóla. Rúinn inn að skinni Árið 1996, rúmum áratug áður en Paul McCartney lenti í „einfætta ræn­ ingjanum“, eins og sumir kölluðu Heather Mills, stóð Karl prins af Wales í ströngu. Þegar þar var komið sögu höfðu Karl og prinsessan hans, Díana, ekki deilt dyngju um langt skeið og höfðu bæði veitt öðru fólki aðgang að krúnudjásnum sínum. Nokkrum sögum fer af þeirri upp­ hæð sem Karl þurfti að punga út við skilnað hjónakornanna, en hér verður vitnað í orð Geoffreys Bignell, fyrrver­ andi fjármálaráðgjafa prinsins. Bignell sagði að Diana hefði „tekið hvert einasta penní“ af Karli, að Karl hefði látið af hendi rakna alla pers­ ónulega eign sína. „Mér var sagt að koma öllu, öllum fjárfestingum hans í verð, svo hann gæti látið hana hafa reiðufé,“ sagði Bignell. Bignell sagði að Karl prins hefði ekki verið sáttur við það og lái hon­ um hver sem vill. „Þá lét ég af starfi fjármálaráðgjafa hans því persónu­ leg auðæfi hans voru engin. Hún rúði hann inn að skinni,“ sagði Bignell. Á þeim tíma var giskað á að Karl prins hefði þurft að sjá á bak sem sam­ svarar 25–33 milljónum Bandaríkja­ dala, en mikið skal til mikils vinna og eflaust hefur móðir Karls, Elísabet drottning, talið því fé vel varið enda hafði hún sett Díönu út af sakrament­ inu löngu fyrir skilnaðinn. Stærstan hluta tekna Karls má rekja til Corn­ wall­hertogadæmisins því þó eign­ ir þess teljist ekki hans, þar á meðal 138.000 ekrur lands, þá renna í hans vasa tekjur af þeim. Fjárhættuspilarinn Nú víkur sögunni vestur um haf, nánar til tekið til Texas í Bandaríkjunum. Þar situr nú aldraður kántrísöngvari sem fyrr meir átti góðu gengi að fagna. Kenny Rogers söng um bleyður og fjárhættuspilara. Í laginu The Gambler sagði Kenny Rogers meðal annars: You’ve got to know when to hold ‘em, know when to fold ‘em, know when to walk away, know when to run, sem er skírskotun í fjárhættuspil og þýðir í grófum drátt­ um að menn verði að vita hvenær eigi að halda spilunum, hvenær eigi að pakka, hvenær eigi að ganga á brott eða hlaupa eins og fjandinn sé á hæl­ um manns. Hver veit nema Kenny hefði átt að hlaupa á brott þegar hann hitti Mari­ anne Gordon, sem reyndar varð eigin­ kona hans til 16 ára, en þau skildu árið 1993. Þegar upp var staðið reið kúreka­ söngvarinn einn inn í sólsetrið, senni­ lega með Stetson­hattinn á höfðinu og ívið léttari hnakktösku en hann hafði vanist, því 60 milljónir Bandaríkjadala höfðu skipt um eigendur og lágu í fjár­ hirslu fyrrverandi frú Rogers. Dýrkeyptur dans/ari En bíðum nú við. „Það eru til fleiri hlutir á himni og jörð en finnast í heimspeki okkar,“ sagði Hamlet Dana­ prins við Horatíó vin sinn í leikriti Shakespeares og það má til sanns veg­ ar færa. Sumir kunna að telja að perl­ um sé kastað fyrir svín þegar tilvitnun á borð við þessa er notuð í pistil sem þennan, en það sem ég vildi sagt hafa er að það eru ekki eingöngu konur sem yfirgefa hjónaband með digran sjóð í farteskinu þegar kulnaðar eru glæður kærleika og ástar og vináttan hefur snúist upp í andhverfu sína. Það fékk söngdívan Jennifer Lopez að reyna á eigin skinni eftir að hún kolféll, eins og stundum er sagt, fyrir dansara að nafni Cris Judd. Þau biðu ekki boðanna, gengu í hjónaband í lok september 2001 og lofuðu hvort öðru öllu því sem fólk lofar þegar það geng­ ur í hjónaband. Já, sæll! Eitthvað voru þær deigar stoðirnar sem hjónabandið byggði á því það var nafnið tómt rúmu ári síð­ ar og í ársbyrjun 2003 greiddi Jenni­ fer eigið lausnargjald, þannig séð, um 15 milljónir Bandaríkjadala og leitaði huggunar í faðmi Bens Affleck sem síðar fann hamingjuna í örmum annarrar Jennifer – Jennifer Garner, en Lopez leyfði söngvaranum Marc Anthony að hugga sig – en þetta eru allt aðrar sögur! Díva og dansari Maður er nefndur René Elizondo. Hann er sagður vera dansari, laga­ smiður og leikstjóri tónlistarmynd­ banda, en er í reynd best þekktur fyrir að vera fyrrverandi eiginmaður söng­ konunnar Janet Jackson. Leiðir Janet og Renés þessa skör­ uðust fyrir 1990 og með mikilli leynd létu þau pússa sig saman árið 1991. Árið 1995 skildi leiðir en ekki var sagan öll því tveimur árum síðar höfð­ aði René mál á hendur Janet og krafð­ ist 10 milljóna Bandaríkjadala. Fullyrti hann að Janet hefði gengið á bak orða sinna um að þeim eigum sem þau áttu áður en þau gengu í hjónaband skyldi skipt á milli þeirra. Sennilega hefði hallað eilítið á Janet við slíkan gjörn­ ing. René Elizondo, yngri, svo því sé haldið til haga, var sérstaklega um­ hugað að festa klærnar í hagnað af plötu Janet frá 1989, Janet Jackson’s Rhythm Nation 1814, en fúlsaði svo sem ekkert við öðrum eignum hennar ef út í það var farið. René Elizondo ku hafa haft erindi sem erfiði því sagan segir að hann hafi haft upp úr krafsinu um 10 milljón­ ir Bandaríkjadala en uppskar einnig mikla reiði söngkonunnar í sinn garð, en hún sendi honum tóninn í laginu Son Of A Gun (I Betcha Think This Song Is About You), eigin útgáfu af frægu lagi Carly Simon. „Í sameiningu og vinsemd“ „Dýr mundi Hafliði allur, ef svo skyldi hver limur,“ varð Þorgilsi Oddasyni að orði er honum blöskruðu fébætur þær sem Hafliði Másson dæmdi sjálf­ um sér til fullnustu sáttar sem gerð var með þeim á Alþingi Íslendinga á 12. öld. Þeir höfðu eldað grátt silfur og Hafliði var einum fingri fátækari eftir samskipti þeirra. Ástæða þess að þetta er rifjað upp er skilnaður körfuknattleikskappans Michaels Jordan og Juanitu Vanoy í árslok 2006. Reyndar hafði Juanita ekki sneitt fingur af Jordan og hvorugt þeirra nokkurn tímann riðið til þings, en eitthvað hafði fallið á hjónabandssæl­ una og þau því tekið þá ákvörðun „í sameiningu og vinsemd“ að láta gott heita. Skilnaður þeirra var lengi vel sá dýrasti í sögunni, það er í heimi fræga fólksins (e. celebrity) en Juanita fékk í sinn hlut 168 milljónir Banda­ ríkjadala og má leiða að því líkur að áhyggjur hennar þaðan í frá hafi ekki verið af fjárhagslegum toga. Andstætt Þorgilsi og Hafliða forðum daga kom­ ust þau að samkomulagi „í samein­ ingu og vinsemd“ en hægt er að velta fyrir sér hver upphæðin hefði orðið ef líkt hefði verið á komið með vinsemd þeirra og hjá áður nefndum Íslend­ ingum. Nýlega bárust þau tíðindi úr Vest­ urheimi að náðst hefði lending í skiln­ aði Mels Gibson og Robyn Denise Moore en hjónaband þeirra leið und­ ir lok árið 2006 og var skilnaður þeirra staðfestur nýlega. Áætlað er að Robyn fái rúmlega 400 milljónir Bandaríkja­ dala í sinn skerf og bliknar skilnað­ ur Michaels Jordan og Juanitu Vanoy samanborið við skilnað Mels og Ro­ byn í því samhengi. kolbeinn@dv.is Can’t Buy Me Love sungu fjórmenningarnir frá Liverpool á Englandi fyrir margt löngu og síðar sagði annar höfunda lagsins, Paul McCartney, að inntak þess væri að efnislegt ríkidæmi væri svo sem ágætt en ekki væri allt falt fyrir fé.„Þá lét ég af starfi fjármálaráðgjafa hans því persónuleg auð- æfi hans voru engin. Hún rúði hann inn að skinni. Kulnuð ást kostar 1,7 billjóna skilnaður Talið er að skilnaður fjölmiðla­ mógúlsins Ruperts Murdoch og konu hans Önnu sé sá dýrasti í sögunni. Nokkrir dýrir skilnaðir 1,7 billjónir Bandaríkjadala Rupert Murdoch og AnnaMurdoch 874 milljónir Bandaríkjadala Adnan Khashoggi og Soraya Khashoggi 150 milljónir Bandaríkjadala Neil Diamond og Marcia Murphey 118 milljónir Bandaríkjadala Harrison Ford og Melissa Mathison 103 milljónir Bandaríkjadala Greg Norman og Laura Andrassy 100 milljónir Bandaríkjadala Tiger Woods og Elin Nordegren 100 milljónir Bandaríkjadala Steven Spielberg og Amy Irving 90 milljónir Bandaríkjadala Madonna og Guy Ritchie 80 milljónir Bandaríkjadala Kevin Costner og Cindy Silva 50 milljónir Bandaríkjadala James Cameron og Linda Hamilton 45 milljónir Bandaríkjadala Michael Douglas og Diandra Douglas 30 milljónir Bandaríkjadala Ted Danson og Casey Coats 25 milljónir Bandaríkjadala Donald Trump og Ivana Trump 20 milljónir Bandaríkjadala Lionel Richie og Diane Richie 15–25 milljónir Bandaríkjadala Mick Jagger og Jerry Hall * UpphæðiR maRgFalDist með gengi Dagsins. heimilDiR msn.com, cBsnews.com, telegRaph.co.Uk, wikipeDia og FleiRi miðlaR michael Jordan og Juanita Michael varð 168.000.000 dölum fátækari við skilnað þeirra. mel gibson Nýlega fékkst lending í skilnaði hans og Robyn Moore. Hannmun þurfa að seilast djúpt í fjárhirslur sínar. lítt samrýnd hjónakorn Diana prinsessa hafði af Karli prinsi „hvert einasta penní“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.