Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 24
24 Annáll 30. desember 2011 Áramótablað árið 2008 en hann hafði þá unnið að verkefninu frá árinu 2004, sam- kvæmt því sem hann sagði í við- tali við DV í fyrra. Um 1.100 millj- óna króna veð hvíla á jörðinni sem vatnsverksmiðja Jóns stendur á. Hrægammasjóðir eiga bankana Júní n Mikil umræða varð um eignar- hald erlendra vogunarsjóða á Íslandsbanka og Arion banka síð- astliðið sumar. Í júní var greint frá nöfnum nokkurra þeirra vogunarsjóða sem keypt hafa skuldabréf íslensku bankanna af erlendum fjármálafyr- irtækjum eftir hrunið 2008 með það fyrir augum að hagnast á því. Meðal þessara sjóða eru York Capital, TGP Investments L.L.C., Anchorage Capital Partners og Arrowgrass. Um- ræðan um eignarhald vogunarsjóð- anna var mjög hatrömm og sagði Ólafur Arnarson bloggari, sem fyrstur nafngreindi sjóðina í færslu á Press- unni, að þeir sjóðir sem um ræddi sérhæfðu sig í að græða á óförum annarra: „Allir þessir tíu sjóðir eru í hópi hrægamma fjármálaheims- ins. Þeir sérhæfa sig í því að hagnast á óförum annarra.“ DV fjallaði um nokkra þessara sjóða og benti meðal annars á að margir þeirra sérhæfðu sig einmitt í því að kaupa skulda- bréf hruninna fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að margfalda ávöxtun sína. Þessi umræða vakti nokkurn óhug hjá landanum sem fannst vont til þessa að hugsa að vogunarsjóðir ættu íslensk fjármála- fyrirtæki. Þessi umræða er vitanlega enn í gangi þar sem vogunarsjóð- irnir eiga ennþá óbeina eignarhluti í bönkunum. Lánabók Byrs opnuð Júlí n „Ég var bara í eðlilegum við- skiptum við Byr; með ósköp venjuleg verk- efni sem ég fékk fjármögnuð og ekkert meira um það að segja… Ég er hvorki hluthafi þarna eða eitt eða neitt. Ég er bara óbreyttur maður sem labba inn í þennan banka og fæ lán af því ég var með góð verkefni í fasteigna- viðskiptum,“ sagði Ellert Aðalsteins- son, 41 árs fjárfestir og margfaldur Íslandsmeistari í leirdúfuskotfimi, sem komst óvænt í fréttir DV þegar blaðið opnaði lánabók Byrs í júlí. Ellert og eignarhaldsfélög honum tengd voru þriðji stærsti skuldari Byrs í nóvember 2008 með rúm- lega 6,1 milljarðs króna skuldir. Skuldsetning félaga Ellerts var aðal- lega tilkomin út af fasteignaviðskipt- um en samkvæmt fasteignaskrá áttu félög í hans eigu fasteignir í Álfa- bakka, Borgartúni, Faxafeni, Kringl- unni og Bergstaðastræti meðal annars. Skuldir Ellerts við sparisjóð- inn námu 14 prósentum af eiginfjár- grunni Byrs og voru því skilgreindar sem stórar áhættuskuldbindingar samkvæmt reglum Fjármálaeftir- litsins. Eignarhaldsfélög í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og viðskiptafélaga hans voru annars stærstu skuldar- ar sparisjóðsins Byrs fyrir íslenska bankahrunið árið 2008 og þarf það ekki að koma á óvart. Fjárfestingar- félag Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans, Gaumur, og tengd félög, skulduðu Byr nærri átta milljarða króna í nóvember 2008. Stærstu einstöku skuldararnir í félaganeti Jóns Ás- geirs voru FL Group, sem skuldaði rúma 3,4 milljarða króna vegna láns sem félagið tók í lok mars 2008, og Baugur Group hf., en það félag skuldaði Byr rúmlega 3,2 milljarða króna í nóvember 2008. Skuldir til þessa félagahóps námu rúmum 18 prósentum af eiginfjárgrunni Byrs í nóvember 2008. Eigið fé Byrs nam rúmlega 43 milljörðum króna í árs- lok 2007. Samkvæmt reglum Fjár- málaeftirlitsins mega lánveitingar til einstakra viðskiptavina ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni fyrir- tækisins. Félög Jóns Ásgeirs voru því talsvert undir þessu hámarki. Aðrir hluthafar í FL Group og viðskipta- félagar Jón Ásgeirs eru sömuleið- is áberandi á listanum yfir stærstu skuldara Byrs. Félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar, sem kenndur er við Vífilfell, og Magnúsar Ármann, sem yfirleitt er kenndur við eignarhalds- félagið Imon, eru í fjórða sæti yfir stærstu skuldara bankans. Skuldir þessara félaga, Sólstafa, Runns ehf. og Runns 2. ehf., námu rúmlega 4,5 milljörðum króna í lok nóvem- ber 2008. Félög í eigu Þorsteins og Magnúsar voru stofnfjáreigendur í Byr og var veðið fyrir lánunum í stofnfjárbréfunum í Byr. Skuldir þessara félaga við Byr hækkuðu um rúman milljarð frá því í júlí 2008 og þar til í nóvember. Spillingin í Fram- sóknarflokknum Ágúst og september n DV greindi frá nokkrum nýjum dæmum um þá spillingu sem tíðkaðist meðal flokksmanna og innanbúðar- manna Fram- sóknarflokks- ins á árunum fyrir hrunið. Blaðið sagði meðal annars frá því að vegna tengsla við Framsóknarflokkinn hefði fast- eignafélaginu Landsafli, sem var í eigu Íslenskra aðalverktaka sem var einkavætt í pólitískri og ólög- legri einkavæðingu árið 2003, verið tryggðar háar leigutekjur með samn- ingum við opinbera aðila og stofn- anir á árunum fyrir hrunið. Umræð- an snerist meðal annars um Borgir við Norðurslóð á Akureyri en leigu- takar þar voru ósáttir við of háa leigu í 25 ára leigusamningnum sem þeir voru fastir í. Meðal þeirra sem leigja húsnæði í fasteigninni eru Háskól- inn á Akureyri, Náttúrufræðistofn- un Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands, Matís og Jafnréttisstofa. Þá greindi DV frá stórfelldum hagn- aði framámanna í Framsóknar- flokknum, Halldórs Ásgrímssonar, Helga S. Guðmundssonar og Finns Ing- ólfssonar, af hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrunið 2008. Fjöl- skyldufyrirtæki Halldórs, Skinney- Þinganes, hagnaðist til dæmis um meira en fimm milljarða króna vegna viðskipta með hlutabréf í tryggingafélaginu VÍS sem áður var í eigu ríkisbankans Landsbankans. Halldór sagðist í samtali við DV ekk- ert vita um málið. Þá greindi DV frá því hvernig Helgi S., hægri hönd Finns, hefði hagnast um tugi millj- arða króna á hlutabréfaviðskiptum með bréf í Kaupþingi sem fjár- mögnuð voru af bankanum. Svipaða sögu var að segja af Finni en eftir einkavæðingu bankanna árið 2003 hóf hann umsvifamikil hlutabréfa- viðskipti í gegnum einkahlutafélag sitt Fikt ehf. Þá greindi DV einnig frá gjaldþrotum og afskriftum á skuld- um eignarhaldsfélaga sem voru í eigu Finns Ingólfssonar. Bjarni yfirheyrður og ákært í Vafningsmálinu Október n DV greindi frá því í október að Bjarni Benedikts- son, formað- ur Sjálfstæðis- flokksins, hefði verið yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara sem vitni í Sjóvár- og Vafningsmálinu svokallaða. Bjarni tók meðal annars þátt í viðskipt- unum þegar hann veðsetti eign- ir félagsins Vafnings fyrir láni hjá Glitni fyrir hönd föður síns og föður- bróður, líkt og DV hefur greint. Lánið var til að eignarhaldsfélag í þeirra eigu og Milestone gæti greitt upp lán við bandaríska bankann Morgan Stanley sem notað hafði verið til að kaupa hlutabréf í Glitni. Skömmu fyrir jól ákærði sérstakur saksóknari tvo starfsmenn Glitnis, Lárus Welding og Guðmund Hjaltason, fyrir umboðssvik vegna þátttöku sinnar í Vafningsmálinu. Um er að ræða þriðju ákæruna sem sérstak- ur saksóknari gefur út frá hruninu 2008. Verktakarisar halda eignum Október n DV greindi sömuleiðis frá því í október að verktakafyrirtæk- ið BYGG, sem er í eigu Gunnars Þorlákssonar og Gylfa Héðins- sonar, héldi eftir fasteignum upp á milljarða króna þrátt fyrir að fjár- málafyrirtæki hefðu þurft að af- skrifa hjá þeim skuldir upp á fleiri tugi milljarða króna. Meðal þessara eigna eru Borgartún 27, höfuðstöðv- ar Icelandic Group, Capacent og KPMG, en húsið er metið á rúmlega 1.300 milljónir króna, Borgartún 31 og Skógarhlíð 12, þar sem er að finna höfuðstöðvar endurskoðenda- skrifstofunnar Pricewaterhouse- Coopers á Íslandi. Áætlað heildar- verðmæti þeirra fasteigna sem Bygg heldur er um 4,4 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2009. Þetta var niðurstað- an eftir skuldauppgjör félagsins við Landsbankann. Á móti tók Lands- bankinn af þeim verðminni eignir, til dæmis á Bíldshöfða, í Mörkinni og á Skúlagötu. Flugstríðið á Íslandi Nóvember n Heilmikil tíð- indi voru af flug- rekstri á Íslandi um mánaða- mótin októ- ber/nóvem- ber. Þá spurðist það út að Skúli Mogensen, sem kenndur er við bólu- fyrirtækið OZ sem enginn veit al- mennilega hvað gerði, ætlaði sér að stofna flugfélag sem bera ætti nafnið WOW. Inn í umræðuna spilaði að Matthías Imsland, sem þá var ný- hættur sem forstjóri Iceland Express, ætlaði sér að starfa með Skúla. Við tók heilmikil dramatík í fjölmiðlum þar sem Iceland Express var ekki sátt við þetta og fór í mál við Matthías til að koma í veg fyrir að hann nýtti sér upplýsingar um starfsemi Iceland Express í rekstri WOW. Þá greindi DV einnig frá því að áður en tilkynnt var um stofnun WOW hefði milli- liður boðið Skúla að kaupa Iceland Express af Pálma Haraldssyni. Braskið í kaup- félaginu og Gift Desember n Í desember birti DV nokkrar fréttir um hluta- bréfaviðskipti stjórnenda Kaup- félags Skagfirð- inga á Sauðár- króki sem hafa hagnast umtals- vert á liðnum árum á viðskiptum með bréf í fé- lögum sem tengjast kaupfélaginu. Þetta eru þeir Þórólfur Gíslason kaup- félagsstjóri, Sigurjón Rúnar Rafns- son aðstoðarkaupfélagsstjóri og Jón Eðvald Friðriksson, forstjóri útgerðar- félagsins FISK Seafood sem er í eigu kaupfélagsins. Allir hafa þeir hagnast um tugi til hundrað milljónir króna á hlutabréfaviðskiptum, meðal annars með bréf í FISK Seafood. Þá greindi DV frá því hvernig um 13 milljarða króna eignir, reiðufé, Fjárfestingarfélagsins Fells, sem var í eigu Eignarhaldsfélags Samvinnu- trygginga í gegnum huldufélagið Gift, hurfu eftir flóknum leiðum á Sauðárkróki. Hluti peninganna virðist hafa lent inni í Kaupfélagi Skagfirðinga en ekki er vitað hvað varð um hluta þeirra. Forsvars- menn Kaupfélags Skagfirðinga hafa ekki viljað ræða við DV út af málinu. Meðal þess sem DV greindi frá var að sérstakur saksóknari hefði skoðað viðskipti Fjárfestingarfélagsins Fells auk annarra eftirlitsaðila. Enn er óupplýst hvað varð nákvæmlega um eignir Fells. Í vanda DV greindi frá því í október að Bjarna hefði verið yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara sem vitni í Sjóvár- og Vafningsmálinu svokallaða. Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.