Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 38
38 Annáll 30. desember 2011 Áramótablað 19. Nóvember – Bein lína DV.is„Þjóðin er of þung… ég líka.“ Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra um ofþyngdarvandamál þjóðarinnar í Beinni línu á DV.is. 20. Júlí – DV„Þegar ég var ungur maður þá vann ég nokkur ár á Kleppi þar sem ég kynntist mörgum væn- isjúkum mann- eskjum og stundum á Útvarpi Sögu fannst mér ég vera kominn á gamla staðinn aftur.“ Haukur Holm fréttamaður um tímann sem hann starfaði á Útvarpi Sögu. 21. Desember – dv.is„Ég, sem er bara ráðherra með meðalgreind.“ Utanríkis- ráðherrann Össur Skarp- héðinsson svaraði Guðna Ágústssyni og sagði skrýtið að hann skyldi ekki gera sér grein fyrir að innan Evr- ópusam- bandsins ætti hefðbundinn landbúnaður möguleika á stórsókn. Benti Össur á stóraukna eftirspurn eftir lambakjöti og skyri innan sambands- landanna. 22. Maí – DV„Ég tala nákvæmlega eins og mér sýnist.“ Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, þegar hann var gagnrýndur fyrir að kenna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur við fasisma. 23. Apríl – DV„Ég er ógeðslegur.“ Vöðvafjallið og rithöfundurinn Egill „Þykki“ Einarsson varð að lita hár sitt svart fyrir hlut- verk í kvikmyndinni Svartur á leik. 24. September – DV„Hvernig ég ráðstafa mínu einkalífi er mitt einkamál.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir tilkynnti í haust að hún ætlaði að hætta á þingi og hefja nám í siðfræði. Hún fékk full laun út mánuðinn en eftir það biðlaun sem samsvarar þing- fararkaupi eða 520.000 krónur á mánuði. Ákvörðun Þórunnar um að fara í nám kostaði íslenska skattgreiðendur milljónir króna. 24. Febrúar – Pressan„Sorrý að ég skuli vera til.“ Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður brást viðkvæmur við gagnrýni á pistil sem hann skrifaði um menningu og svaraði henni með þessum orðum. 25. Febrúar – RÚV„Það er bara eins og að saga af sér fótinn til að missa nokkur kíló.“ Svar borgarstjóra þegar hann var spurður hvort ekki hefði verið hægt að skera niður á stöðum svo sem í yfirstjórn borgarinnar í stað þess að láta niðurskurðinn bitna á börnunum. 26. Mars – DV.is „Maður er ekkert að fara til út- landa til þess að lesa Biblíuna.“ Jón Hilmar Hall- grímsson, Jón stóri, um ferð sína til Þýska- lands þar sem hann eyðilagði hótelherbergi og lyftu. 27. Febrúar – Pressan„Taktu þennan samning og troddu honum.“ Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur skrifaði um Icesave-samninginn og setti niður nokkra punkta sem hún bað lesendur að íhuga áður en til kosninga kom. 28. Ágúst – DV„Ég man bara eftir þessu eins og þetta hefði gerst í gær. Ég flaug á hurðina og hálfrotaðist. Ég var bara lítill. Ég var örugglega bara í leik- skóla.“ 17 ára drengur lýsti heimilisofbeldi sem fjöl- skyldan bjó við af hálfu föðurins í viðtali í DV. 29. Júní – Borgarstjórnarfundur í Reykjavík „Mér fannst óþarfi hjá borgarfull- trúa Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að vera að hnýta eitthvað í Davíð Odds- son og hans borgarstjóratíð.“ Hanna Birna setti út á Jón Gnarr og sagði að aldrei áður hefði borgarstjóri látið umræðuna snúast eins mikið um sjálfan sig, sína líðan og sína hagi nema ef vera skyldi borgarstjóri sem hún vildi ekki nefna en ekki hefði þótt mjög mikilfenglegt hversu mikið hann var fókuseraður á sjálfan sig. 30. Janúar – RÚV„Nú fer lyftan niður, hún fór upp í dag.“ Þingmenn Vinstri grænna voru þögulir að loknum löngum þingflokksfundi en orðin hér fyrir ofan voru það eina sem Ásmundur Einar Daðason þingmaður hafði til málanna að leggja eftir þennan sáttafund innan VG. 31. Janúar – DV „Þetta er eins og myndar- legt kjafts- högg í andlit- ið.“ Ástrós Gunn- laugsdóttir stjórnlagaþing- maður þegar hún heyrði af úrskurði Hæstaréttar. Hún var ein þeirra sem keyptu auglýsingar í kosningabaráttunni og notuðu til þess eigið sparifé. 32. Júní – Alþingi„Nei, þá verðum við að minnsta kosti að afnema stjórnar- skrána fyrst.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði hugmyndir um að mikill afsláttur á lánasöfnum gömlu bankanna hefði átt að ganga til lántakenda, hefðu verið úr lausu lofti gripnar. 33. Júlí – DV„Munurinn á Tómasi og Ómari er líka sá að Ómar talaði linnu- laust.“ Andri Freyr Viðarsson um bolabítinn Tómas og fjölmiðlamanninn Ómar Ragnarsson. Andri sagði Tómas vera snyrtilegri en Ómar. 34.Júlí – eidur.is„Morgunblaðið er ekki lengur virðulegt, – það var það ef til vill fyrir löngu síðan.“ Fyrrverandi ráðherrann og sendiherrann Eiður Guðnason lét Moggann heyra það og sagði að blað sem lætur fréttaval stjórnast af hagsmunum eigenda sinna eiga slíkt lýsingarorð ekki skilið. 35. Desember – visir.is„Reglur eiga kannski ekki alltaf við, eins og í þessu fárviðri sem gekk yfir, það er ekki hægt að miða við þær aðstæður sem þá voru uppi.“ Gunnar Birgisson, fyrrverandi stjórnarfor- maður Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs- bæjar lét þessi orð falla eftir að hann, ásamt öðrum stjórnarmönnum, var ákærður fyrir ólögmætar lánveitingar sjóðsins og blekk- ingar. 36. Júní – DV.is„Réttarhöldin eru skrípaleik- ur.“ Geir H. Haarde vísaði öllum ákæruatriðum á bug í landsdómsmálinu. Hann sagði að réttur hans hefði ítrekað verið brotinn, meðal annars með því að skipa honum ekki verjanda strax og að með þingfestingunni myndu fyrstu pólitísku réttarhöldin á Ís- landi hefjast. Með landsdómsmálinu væru valdhafar að nýta sér tækifæri til að ná sér niðri á gömlum pólitískum andstæðingi. 37. Janúar – DV„Nei. Lilja Mósesdóttur fer villur vegar ef hún telur að það sé niðrandi að líkja henni við burðuga hryssu með strok í augum og sjálf- stæðan vilja.“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við DV um gagnrýni Lilju en hún taldi dýralíking- ar ráðherrans í sinn garð niðurlægjandi. Lilja brást mjög harkalega við ummælum Össurar á Facebook-síðu sinni og taldi niðurlægjandi að vera líkt við hryssu. 38 Nóvember – Kastljós„Systir mín er fullkomlega einlæg í öllum sínum lýsingum. Hún lýgur ekki orði.“ Skúli Ólafsson sagði að Guðrún Ebba væri fórnarlamb falskra minninga. Hann taldi það afar sennilegt að lýsingar hennar, hversu nákvæmar sem þær voru, ekki raunverulegar lýsingar, heldur falskar minningar sem hefðu orðið til og héldu áfram að verða til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.