Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2011, Blaðsíða 12
12 Fréttir 30. desember 2011 Áramótablað R agna Esther Sigurðardóttir, nítján ára Reykjavíkurmær, heillaði Emerson Lawrence Gavin með sínum stóru bláu augum og ljósa hári. Hún var hávaxin og glæsileg, hann dökkur yfir- litum, myndarlegur í einkennisklæðn- aði. Emerson Lawrence eða Larry eins og hann var kallaður, var 22 ára banda- rískur hermaður sem hingað hafði komið ásamt þúsundum annarra her- manna á stríðsárunum. Árið var 1945 og heimurinn fagn- aði endalokum stríðsins. Þúsundir erlendra hermanna voru staðsettir í Reykjavík og settu svip sinn á bæinn. Ragna Esther og Larry hittust fyrst á balli sem haldið var fyrir hermenn í bragga í borginni og eftir það var ekki aftur snúið. Ragna Esther eða Est- her eins og hún var kölluð, féll, eins og svo margar aðrar ungar konur á stríðsárunum, fyrir töfrum hins fram- andi hermanns og þau giftu sig þann fjórða janúar 1946. Þau urðu ástfang- in og Larry fékk á búa á Óðinsgötunni þar sem Esther bjó með föður sínum og stjúpu ásamt fimm systkinum og þremur hálfsystkinum eftir að móðir hennar lést út krabbameini átta árum áður. Giftingin féll ekki í góðan jarðveg hjá fjölskyldu Estherar. Faðir henn- ar, Sigurður Pétur Íshólm Sigurðs- son, reyndi að tala hana ofan af því að flytja til Bandaríkjanna, hún væri of ung, yrði of langt frá fjölskyldu sinni og vinum. En Esther varð ekki hagg- að. Hún var ástfangin og ekkert fékk hennar áformum breytt. Faðir hennar, sem vildi allt fyrir hana gera, hélt þeim veislu í tilefni brúðkaupsins, að heim- ili þeirra að Óðinsgötu og stuttu síðar héldu þau Esther og Larry af stað til fyrirheitna landsins. Esther lofaði að skrifa. „Stríðsbrúðurin“ Esther og Larry sigldu til Bandaríkj- anna með gufuskipinu SS.MERAK ásamt fleiri Íslendingum og komu til New York 6. febrúar 1946. Þann 16. febrúar birtist lítil frétt í staðarblaði í Portland Oregon um „Stríðsbrúðina“ sem komið hafði alla leið frá Íslandi með eiginmanni sínum. Á myndinni sem fylgdi fréttinni má sjá Esther brosa í myndavélina og Larry horfa glettinn til hennar. Með þeim á myndinni er móðir Larry. Fjölskylda Rögnu hafði ekkert heyrt frá henni þar til að þeim barst bréf sem dagsett var 18. maí 1946. Í því stend- ur meðal annars: „Elsku pabbi minn. Ég ætla að skrifa þér fáeinar línur. Mig langar til að vita af hverju þú hefur ekki skrifað mér. Ég er búin að skrifa þér sex bréf og senda þér 2 skeyti. Ég sendi þér tvö skeyti þegar ég var í New York og þegar ég sendi þér teppið sem þú baðst okkur um að kaupa fyrir þig.“ Seinna í bréfinu stendur: „Kannski hefur þú gleymt mér elsku pabbi eða ég hafi eitthvað gert af mér svo að þú þarft að vera reiður. Ef ég hef eitthvað gert, viltu þá fyrirgefa mér elsku pabbi minn ef þú getur það. Mér þykir það svo sárt að þú skulir ekki skrifa mér og eins og þú veist þá er ég svo langt í burtu og mig langar að frétta eitthvað frá ykkur. Elsku pabbi minn ég mun aldrei gleyma ykkur meðan ég lifi.“ Est- her endar bréfið á að segja pabba sín- um að Larry sendi kveðju og vonar að öllum líði vel. Hún segir að Larry finn- ist sárt að hann skuli ekki skrifa henni. Raunin var sú að faðir Rögnu hafði sent henni fjölmörg bréf sem höfðu aldrei borist henni. Á þessum tíma var Larry byrjaður að beita Rögnu hrottalegu líkamlegu ofbeldi. Esther sá sér ekki annað fært en að fara í kvennaathvarf þar sem hún bjó í fjóra mánuði. Larry vann hjá póstinum um tíma og er talið að Larry hafi eyðilagt flest öll bréfin sem faðir Rögnu hafði skrifað henni. Einnig að hann hafi komið í veg fyrir að fjölmörg bréf sem Esther hafði skrifað föður sín- um og fjölskyldu kæmust til skila. Þegar Esther hafði dvalið í kvenna- athvarfinu í um fjóra mánuði tók hún aftur saman við Larry. Hann keypti handa henni hús og lofaði öllu fögru. Þann 16. júní 1947 fæðist þeim sonur sem hlaut nafnið Raymond Leslie Ga- vin. „Þarft ekki að vera hræddur elsku pabbi“ Faðir Rögnu fær annað bréf sem dag- sett var 13. október 1947. Í því bréfi þakkar Esther föður sínum fyrir bréfið sem henni hafði borist frá honum og undrast jafnframt að hafa ekki fengið öll hin bréfin sem hann sagðist hafa skrifað og sent henni. Hún sendi hon- um mynd af sér þar sem hún stendur fyrir framan hús og heldur á ungum syni sínum. Það er greinilegt að Est- her hafði áður sagt föður sínum frá því að Larry hefði lagt hendur á hana, en hún hafi fyrirgefið honum og bið- ur hann um að vera ekki hræddur um sig: „Þú veist kannski að ég eignaðist lítinn strák, ég sagði þér það í síðasta bréfinu sem ég skrifaði þér. Þú spurð- ir mig í bréfinu hvernig væri milli okk- ar Larry. Við vorum ekki saman í fjóra mánuði en hann kom og bað mig um að fyrirgefa sér, hvernig hann hafi hag- að sér við mig. Hann sagðist ekki skilja af hverju hann hafði gert þetta svo að ég fyrirgaf því ég elska Larry svo mikið. Svo hélt ég að það væri betra barnsins vegna svo við erum saman núna og við erum voða hamingjusöm núna. Svo að þú þarft ekki að vera hræddur elsku pabbi minn. Ég veit að þú hugsar voða mikið um hvernig ég hafi það. Larry biður þig um að fyrirgefa sér hvernig hann hafi verið en hann segir að það skuli ekki koma fyrir aftur. Hann segir að ég hafi gefið honum það sem hann hafi alltaf langað til að eiga, fallegt heimili og fallegan dreng svo þú þarft ekki að vera hræddur um að hann geri það aftur.“ Esther segist óska þess að faðir hennar komi í heimsókn og hitti afabarnið sitt. Hana langi til að bjóða honum upp á kaffi og sýna honum hversu mikil mamma hún er og góður kokkur. Hótað lífláti Þann 24. nóvember 1950 eignast Est- her og Larry dóttur, hún hlaut nafnið Donita Gavin. Í dómskjölum frá því í desember 1951 þegar Esther fékk lög- skilnað frá Larry, lýsir hún barsmíðum og ógnunum Larrys. Þar segir að þann fjórða júlí 1950 hafi Esther komið heim úr vinnu klukkan tvö. Larry hafi ekki verið heima. „Hann kom heim tvö um nóttina og vildi að Esther „gerði hluti sem hún vildi ekki gera.“ Í kjölfarið gekk hann svo illa í skrokk á henni að hún þurfti að vera á sjúkrahúsi í tvær vikur. Læknarnir á sjúkrahúsinu sáu til þess að börnin, Raymond og Do- nita, yrðu sett á barnaheimili á meðan. Þegar Esther útskrifaðist af sjúkrahús- inu var hún staðráðin í að kæra Larry fyrir líkamsárás. Hann ógnaði henni með byssu í viðurvist lögmanns síns og hótaði henni lífláti félli hún ekki frá kærunni. Með byssuhlaupið í bak- ið skrifaði Esther undir skjal þar sem hún sagðist ekki ætla að kæra hann. En Esther var sterkari en Larry grun- aði og hún sótti um skilnað þann 15. nóvember 1951 og fór fram á fullt for- ræði yfir börnum sínum. Hún var með vinnu í fataverksmiðju og leigði með konu sem gat passað börnin fyrir hana á daginn. Í dómskjölum sem eru dag- sett 5. desember 1951 kemur fram að Esther sé mætt í dómsal en Larry sé fjarverandi þrátt fyrir að hafa fengið dómskvaðningu. Esther gaf skýrslu fyrir dómi þar sem hún var spurð spurninga varðandi veru sína í Banda- ríkjunum, hjónaband sitt og börnin tvö. Þar sagði hún frá því þegar Larry gekk í skrokk á henni svo hún þurfti að leggjast á spítala og þegar hann ógnaði henni með byssu. Hún sagðist aðspurð vera taugaóstyrk og hún ætti að mæta til læknis. Esther lýsti því þegar sonur hennar, sem þá var fjögurra ára, grát- bað mömmu sína um að taka hann heim með sér þegar hún heimsótti börnin á barnaheimilið. Hún sagðist heimsækja börnin einu sinni í viku og kaupa handa þeim það sem hún gæti. Eins og jörðin hafi gleypt hana Esther fékk skilnað en forræðismál- ið var sent í unglingadómstól. Eng- in gögn eru til um það dómsmál en vitað er að Esther var ekki veitt for- ræði yfir börnunum. Systkinin voru seinna ættleidd af fólki sem síðar fór í mál við barnaheimilið þar sem Donita var með þroskahömlun og vildu þau skila henni aftur. Það gekk eftir og var Donita send á heimili fyrir þroska- hefta þar sem hún lést árið 1999. Talið er að hún hafi skaddast í móðurkviði vegna barsmíða Larry. Raymond óx og dafnaði hjá fósturfjölskyldu sinni og komst ekki að því fyrr en um tveim- ur mánuðum síðar að hann átti aðra mömmu. Íslenska mömmu með blá augu sem hafði barist fyrir honum og tapað. Hann man eftir konu með falleg blá augu. Hann sagði hálfsystur sinni, dóttur Larry af öðru hjónabandi, frá minningu sem hafði ásótt hann alla ævi. Hann var fjögurra ára og stóð í rúminu sínu. Það var maður að lemja mömmu hans. Stakk hana síðan með hníf aftur og aftur og ýtti henni inn í skáp. Hann hélt að mamma sín væri dáin. Það er þó ljóst að Raymond varð ekki vitni að morði móður sinnar þar sem hún var á lífi eftir að hann var sett- ur á barnaheimilið. Fjölskylda Rögnu Estherar hefur leitað að henni í 60 ár. Faðir hennar, Sigurður Pétur, gerði allt sem í hans valdi stóð en það var sem jörðin hefði gleypt hana. Hvorki einkaspæjarar, sendiráðið eða lögreglan gátu haft upp á henni. Sigurður Pétur lést í eldsvoða árið 1970 og hafa systkini hans, börn og barnabörn haldið leitinni áfram síðan. Mikill léttir Herdís Elísabet Kristinsdóttir er dóttir Kristins Ingibergs Sigurðsson- ar, hálfbróður Rögnu Estherar. Faðir hennar tók við leitinni að Rögnu Est- her eftir að faðir Rögnu lést árið 1970. Herdís Elísabet hjálpaði föður sínum við leitina frá 16 ára aldri og eftir að faðir hennar lést fyrir nokkrum árum n Dularfullt hvarf Rögnu Estherar Sigurðardóttur ásækir ættingja hennar 60 árum síðar n Var beitt hrottalegu ofbeldi af hálfu eiginmanns síns n Börnin hennar tvö gefin til ættleiðingar Dularfull örlög rö n EsthErar „Esther sá sér ekki annað fært en að fara í kvennaathvarf þar sem hún bjó í fjóra mánuði. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Stríðsbrúðurin Esther og Emerson Lawrence Gavin ásamt móður hans. Myndin birtist í dag- blaði í Oregon árið 1946 og sagði frá stríðsbrúðinni ungu sem var komin alla leið frá Íslandi. Glæsileg Rögnu Esther er lýst sem glæsilegri ungri konu sem var alltaf vel til fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.