Víkurfréttir - 13.12.2012, Qupperneq 16
fimmtudagurinn 13. desember 2012 • VÍKURFRÉTTIR16
JólablaðIð 2012
„Fyrirtæki Ingva Þórs Sigríðarsonar, IÞ Tréfverk, sá
alfarið um breytingar, lagfæringar og uppsetningu á
predikunarstól, altari, altaristöflu og sálmatöflu. Ingvi
Þór gaf vinnu sína til minningar um bróður sinn
Árna Jakob Hjörleifsson og mágkonu sína Rut Gunn-
arsdóttur og um Gunnar Jón Sigtryggsson og hjónin
Þuríði Halldórsdóttur og Árna Bjarnmund Árnason.
Á gjafabréfum sem hann afhenti prestum Keflavíkur-
kirkju standa þessi ljóð eftir Rut Gunnarsdóttur:
Menn, ást og trú
Að mennirnir
fara illa með trúna
er ekki trúnni að kenna
Að mennirnir
fara illa með ástina
er ekki ástinni að kenna
Því hrein og óspillt
er trúin von mannkyns.
Og að elska
er það besta sem lífið gefur
og að vera elskaður
er næstum jafn gott
(Rut Gunnarsdóttir)
Jólagjöfin
Það eru jól.
Á jólunum gefa menn gjafir.
Gjafir mínar eru ekki af þessum heimi.
Þær eru gjafir hugans.
Ég tíndi stjörnur handa þér
því blómin sofa vetrarsvefni.
Gleðistjörnu, með gullnum draumum.
Friðarstjörnu, með fegurð sálarinnar.
Ástarstjörnu, með alheimsást.
Hamingjustjörnu, með hugarró.
Eilífðarstjörnu, með innri sýn,
Þetta er fimm stjörnu gjöf
og ég vef hana inn í norðurljós
af því ég á engan pappír
og búðirnar eru lokaðar.
Svo skreyti ég með fallegri slaufu.
Hún er ofin úr þræði örlaganna
sem spinna endalaust þráð sinn
í kringum okkur.
Nóttu gjafa minna
og ég mun gleðjast
(Rut Gunnarsdóttir)
Bryndís Guðmundsdóttir kennari við Akurskóla og fjölskylda hennar snæða krónhjört á aðfangadag og í forrétt er „Ris
a la mande“. Henni er kærast að vera með sínum nánustu yfir
hátíðirnar en veraldlegar gjafir skipta hana litlu máli.
Fyrstu jólaminningarnar?
Þegar ég var um tveggja til þriggja ára fékk ég dúkku í jólagjöf sem
ég hljóp upp á bað með og skírði Gunnu. Það er líka greipt í minn-
inguna þegar ég og Guðrún Birna systir mín fengum kasettutæki
saman og þurftum að deila því. Grjónagrautur með saft kemur einnig
upp í hugann og yndislegar samverustundir með fjölskyldunni.
Jólahefðir hjá þér?
Snemma í desember set ég alltaf upp jólaóróana frá Georg Jensen
sem móðir mín gaf mér eftir að börnin mín fæddust. Börnin mín
hafa síðan haldið áfram að gefa mér þá eftir að hún lést og þykir mér
virkilega vænt um það. Fjölskyldan hefur líka frá því við bjuggum í
Danmörku haft „Ris a la mande“ með kirsuberjasósu á aðfangadag.
Ertu dugleg í eldhúsinu yfir hátíðirnar?
Já, ég er það. Mér finnst mjög gaman að elda og
enn skemmtilegra að útbúa góða eftirrétti.
Jólamyndin?
Sú mynd sem kemur fyrst upp í hugann er Jólaósk Önnu
Bellu og svo er það Tröllið sem stal jólunum.
Jólatónlistin?
Ég hlusta mikið á Jólagesti Björgvins Halldórssonar og jóla-
diskinn „Ein handa þér“ með Stefáni Hilmarssyni í desember.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Þetta árið verslaði ég nokkrar jólagjafir í London
en kláraði innkaupin á Íslandi.
Gefurðu mikið af jólagjöfum?
Já, frekar. Það eru mörg börn í fjölskyld-
unni sem ég hef gaman af að gleðja.
Ertu vanaföst um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Nei, ég er nú ekkert sérstaklega vanaföst en ég kveiki samt alltaf á
RÁS 1 á aðfangadag og bíð eftir að jólin hringi inn klukkan 18:00.
Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Besta jólagjöfin mín ár hvert eftir að ég varð fullorðin er að
eiga heilbrigða fjölskyldu og að hafa fólkið mitt hjá mér.
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Við borðum „Ris a la mande“ í forrétt, krónhjört í aðalrétt og eftir-
réttinn snæðum við hjá tengdaforeldrum mínum. Þegar við höfum
opnað gjafirnar er hefð að fara til tengdaforeldra minna og þar fáum
við einhverja girnilega rétti. Tengdamamma mín er snilldarkokkur
og ég hlakka alltaf til að borða kræsingarnar sem hún ber á borð.
Eftirminnilegustu jólin?
Jólin 2004 eru sterk í minningunni. Þá lá móðir mín á gjör-
gæsludeild Landspítalans og við systurnar skiptumst á að
dvelja hjá henni. Það var sérstök upplifun að dvelja á þeim
stað yfir hátíðirnar þegar andi jólanna sveif yfir vötnum en
innan veggja sjúkrahússins var fólk að berjast fyrir lífi sínu.
Mér er líka ofarlega í huga síðustu jól þegar ég fór með eigin-
manni og börnum til Florída, það var virkilega skemmtilegt.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Þegar maður er komin á minn aldur skipta veraldlegar gjafir
litlu máli. En mér finnst alltaf vænt um þær gjafir sem ég fæ því
gjöfin sem slík tengir mig og hugsanir mínar við gefandann.
Tæklum jólastressið…
Hann getur verið ansi langur gátlistinn hjá
okkur þegar nær dregur jólum
og í góðri trú reynum við að
töfra fram hin ‘full-
komnu jól’ og stöndum
okkur að því að þrífa
allt hátt og lágt, baka
heilan haug af smá-
kökum, fara mi l l i
búða og versla, mæta í boð og partý,
o.s.frv. Vissulega er þetta allt af hinu
góða og ánægjulegt fyrir margar
sakir og hluti af okkar hefðbundna
jólaundirbúningi, en stundum
getur þetta orðið yfirþyrmandi og
hreinlega endað í streitu, kvíða og
jafnvel svefnleysi. Streita er eðlilegt
viðbragð gegn ytra og innra áreiti
en ef streitan verður langvinn og við
náum ekki að losa um streituna þá magnast
hún upp og fer að vera líkamanum skað-
leg. Með því að vera meðvituð
um áhrif streitunnar á heilsu
okkar þá eru meiri líkur á að
við látum þetta ekki ná tökum
á okkur. Það eru nokkrar leiðir
sem við getum nýtt okkur til að
draga úr streitunni sem getur
verið fylgifiskur jólahalds. 1)
Fáum nægan svefn og hvíld.
2) Kyrrum hugann og notum
drögum djúpt andann. 3) Notum hreyfingu
og reglulega göngutúra. 4) Borðum vel og
reglulega yfir daginn. 5) Höldum örvandi
efnum eins og kaffi og koffíni í hófi. Með
þessu móti náum við enn frekar að njóta
líðandi stundar með bros á vör og gleði í
hjarta :)
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir
Ásdís
grasalæknir
skrifar
HEIlsUHoRnIð
Vegleg gjöf í Keflavíkurkirkju
Krónhjörtur
í aðalrétt
| www.flytjandi.is | sími 421 7788 |
OG EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR
JÓLAPÖKKUNUM TIL SKILA
750KR.ALLT AÐ
KG45