Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Síða 27

Víkurfréttir - 13.12.2012, Síða 27
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012 27 JólablaðIð 2012 langt komið var ég með aðstoðar- mann með mér sem kenndi mér og kom mér inn í hlutina. Starfið var mjög umfangsmikið og fjölbreytt, mjög krefjandi og skemmtilegt. Ég sá um að taka á móti ferðamönnum og sinna þeirra þörfum, taka á móti pöntunum, finna nýja söluaðila og nýjar markaðsleiðir. Á veturna var rólegra og aðallega hópar sem voru með ráðstefnur en samhliða því sinnti ég bókhaldi og alhliða skrif- stofustörfum tengdum þessum rekstri. Ég fann mig vel í þessu og ákvað í kjölfarið að fara í nám í við- skipta- og markaðsfræðum, hafði áður tekið námskeið í Háskólanum á Bifröst og fékk þar inni í fjarnámi í janúar 2011. H: Ég var ráðinn sem framleiðslu- stjóri í vinnslu krabba, sem var mjög athyglisvert og mikill lærdómur. Það var mjög skemmtileg vinna og á þessum þremur árum þróuðum við vinnsluna mikið. Þarna gat ég byggt á þeirri reynslu sem ég hafði úr vinnslu sjávarafurða og yfirfært á þennan nýja vettvang. Þetta gekk orðið svo vel að síðasta árið vorum við búin að selja alla framleiðsluna fyrirfram, áður en vertíðin hófst. Síðar fórum við að vinna bolfisk sem kom aðallega til vegna hugmyndar minnar um að setja af stað harðfiskvinnslu. Þá tókum við lundina úr þorskinum til venjulegrar vinnslu og unnum afganginn í harðfisk, flök og bita. Ég hafði stýrt framleiðslu á harð- fiski á Ólafsfirði og var öllum hnútum kunnugur við það ferli. Það er ekki hefð fyrir svona fram- leiðslu í Noregi og þetta vakti því nokkra athygli. Framleiðslan var seld í byggðunum í kring og sló hreinlega í gegn, við höfðum varla undan að framleiða. EFNI Í HEIMILDARMYND — Saga ykkar varð efni í heim- ildarmynd sem sýnd var í norska ríkissjónvarpinu. Hvernig kom það til? H: Það voru tveir strákar sem voru að útskrifast úr kvikmyndaskól- anum í Trondheim, sem ákváðu að gera þessa heimildarmynd eftir að þeir sáu grein í staðarblaðinu í Mo i Rana um að Kvaroy væri að flytja inn Íslendinga. Þeir gerðu þetta svo í samvinnu við Mo i Rana blaðið sem fylgdi þeim svo eftir og tók viðtal við okkur. Í kjölfarið kom svo norska ríkissjónvarpið NRK og gerði frétt um þetta. Ég var ekkert yfir mig hrifinn af þessu en lét til leiðast. G: Þeir fylgdu okkur eftir næstum hvert fótmál í þrjár vikur. Síðan fengum við frið í mánuð og þeir komu aftur í tvær vikur, fengum frið í smá tíma og komu svo til að klára þetta í þrjár vikur. Við urðum oft að fylgja ákveðnum fyrirmælum, t.d. að vera ekki að tala of mikið þegar við vorum niðri í fjöru að grilla pylsur. Þetta var mjög þrúgandi á köflum og ekki eitthvað sem mig langar að gera meira af. Myndin var svo sýnd í bíó, á einhverri stuttmyndahátíð þarna fyrir norðan og svo í NRK. Svolítið skrýtin tilfinning þegar maður tók ferjuna upp á land að versla að finna að fólk var að mæla mann út og jafnvel börn að benda á okkur og segja „mamma þarna er fólkið sem var í sjónvarpinu“. Eftir á að hyggja vorum við ekkert sér- staklega ánægð með að hafa tekið þátt í þessu og höfum til dæmis ekki horft á þessa mynd síðan. En það verður kannski skemmtilegt seinna meir að sjá hana og hún verður eflaust ágætis heimild þegar frá líður. — Hvað varð til þess að þið fluttuð í burtu frá Kvaroya? G: Það var eiginlega félagslíf barnanna. Þau voru að því leytinu mjög einangruð og þurfti að fara með þau upp á land til allra slíka athafna, t.d. íþrótta. Á eyjunni voru eiginlega engin börn á sama aldri og börnin okkar. Á eftir okkur komu fleiri fjölskyldur en þær voru bara með lítil börn. Það var nóg af börnum í leikskólanum en aðeins örfáir í skólanum. Strákurinn hafði því engan félaga og það fór smám saman að íþyngja honum. Það er ekkert hollt fyrir tólf ára strák að hanga öllum stundum inni í her- bergi í tölvunni og hitta aldrei sína jafnaldra. Eitt sinn kom hópur af strákum á hans aldri frá Mo i Rana og voru í sumarbústað þarna á eyj- unni. Honum var boðið til þeirra og þegar hann kom til baka þá ljómaði hann allur og sagði: „Mamma, getum við ekki flutt í burtu. Ég vil fara að vera með strákum á mínum aldri.“ Þá sáum við að við þyrftum að komast í samfélag þar sem börnin hefðu tækifæri á að vera með sínum jafnöldrum. LJÓT SAGA Í ALLA STAÐI Í júní síðastliðnum, eftir þriggja ára búsetu í Kvaroya, flutti fjölskyldan til Atløy sem er eyja sunnar á vestur- strönd Noregs, rétt fyrir norðan Bergen. Þar fékk Halldór vinnu við framleiðslustjórn í krabbavinnslu en Guðrún var heimavinnandi með litlu fósturdótturina. ÚR HRUNI Í HIMINbLá A Yfirsýn yfir höfnina í Kvarøy. Það er fallegt um að litast í Atløy. 6. bekkingar í Jessheim, elduðu grænmetissúpu og buðu fjölskyldunni í mat.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.