Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2012, Side 43

Víkurfréttir - 13.12.2012, Side 43
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 13. desember 2012 43 JólablaðIð 2012 eða hvað ? Baldursgata 14 - sími 421-3555 NÝTT NÝTT Höfum opnað fyrir móttöku á fatnaði og þvotti í hreinsun í Versluninni Gjafir og Konfekt við Víkurbraut Grindavík Það var mjög góð stemmning á útgáfutónleikum Geimsteins á Ránni sl. fimmtudagskvöld en þá komu margir tónlistarmenn fram og sungu nokkur lög af geisladiskum sem koma út fyrir þessi jól. Nokkur spenna var fyrir flutningi Júlíusar Guðmundssonar sem kemur fram undir nafninu Gálan en níu lög á diski hans fyrir þessi jól eru með textum eftir Rúnar Júlíusson föður hans. Júlíus er hæfileikaríkur tónlistarmaður og söng nokkur lög sem féllu í góðan jarðveg, greinilega fjölbreytt og skemmtileg plata á ferðinni. En það voru fleiri sem komu fram, Klass- art, Hrafnar, Eldar, Bjartmar og Keflavíkurmærin Elísa Newman Geirsdóttir. Hún átti að margra mati bestu frammistöðu kvöldsins en nýi diskurinn hennar Heimþrá er virkilega góður. Góð aðsókn var á tónleikana og nutu gestir góðrar tónlistar. á útgáfutónleikum Geimsteins 2012 Góð stemmning Menn eltu blaðburðarkonu Lögreglunni á Suðurnesjum barst á laugar-dagsmorgun tilkynning þess efnis að tveir menn á dökkleitri bifreið hefðu verið að elta blaðburðarkonu, sem var að störfum í Keflavík snemma morguns. Konan varð skelfingu lostin, tók til fótanna og bankaði upp á í næsta húsi, þar sem hún dvaldi þar til lögreglan kom. Húsráðendur þar kváðust einnig hafa séð bifreiðina lóna inn götuna. Lögreglan rannsakar málið og biður þá sem kunna að geta gefið upp- lýsingar um það að hafa samband í síma 420-1800. Myndavélum og 300 lítrum af olíu stolið Fjögur þjófnaðarmál voru tilkynnt til lög-reglunnar á Suðurnesjum um helgina. GPS- tæki var stolið úr bifreið í Njarðvík. Enn fremur var númeraplötum stolið af bifreið, einnig í Njarðvík. Þær fundust í næsta garði og var þá búið að eyðileggja þær. Þá var tveimur myndbandstökuvélum og einni myndavél stolið af kenn- arastofu Keilis. Loks var tilkynnt um þjófnað á 300 lítrum af olíu af vörubifreið í Grinda- vík. Það athæfi átti sér stað fyrir nokkrum dögum, en hafði láðst að til- kynna það fyrr en nú. Ofangreind mál eru til rannsóknar hjá lögreglu, sem biður þá, er kunna að geta gefið upplýsingar, að hafa samband í síma 420-1800. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.