Valsblaðið - 01.05.2011, Side 16

Valsblaðið - 01.05.2011, Side 16
Valsblaðið2011 3 Þorgrímur Þráinsson Knattspyrnufélagið Valur í 100 ár ÁFRAM, HÆRRA! ÁFRAM, HÆRRA! 1911-2011 Þorgrímur Þráinsson ÁFRAM, HÆRRA! Áfram, hærra! er minningabók um 100 ár í starfi Knattspyrnufélagsins Vals, séð með augum höfund- arins og ritstjórnarinnar sem var honum til fulltingis. Knattspyrnufélagið Valur var stofnað 11. maí 1911. Bókin geymir fjölda mynda og frásagna. Í upphafi segir frá því að strákar í KFUM stofnuðu Val. Séra Friðrik lagði grunn að starfinu í félaginu en Valur komst á flug þegar Friðrik áttaði sig á því að knattspyrna er reglubundinn leikur. Hann fann í knattspyrnuleiknum tækifæri til að kenna og leið- beina og skapa heilsteypta dugandi menn: Leggið alla stund á að leggja fegurð inn í leik- inn. Kærið ykkur ekki um að vinna með röngu eða ódrengilegu bragði. Hælist aldrei yfir þeim sem tapa. ... 100 ár hafa liðið og bókin segir frá þeim. Strákar og stelpur hafa áhuga á leiknum ... og leikurinn er undirbúningur til sigurs í lífinu. Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði! Valur hundrað ára 11. maí 2011 Texti: Unnur Halldórsdóttir Hundrað ára unglingur afmælinu fagnar, aðdáendahópurinn gleðina magnar. Af frískum stuðningsmönnum fyllist okkar salur og fullum hálsi segir: Lengi lifi Valur! Langa sögu og farsæla er freistandi að rekja, af fögrum, björtum minningum næg er eftirtekja. Á svona traustum grunni er gæfulegt að byggja og glaðir, sprækir liðsmenn árangurinn tryggja. Á Hlíðarenda fimlega er fótboltanum sparkað, fræknir drengir hafa þar sigurgöngu markað. Yfir sigri á Frömmurum af fögnuði þeir springa og fjarskalega er mikilvægt að baka KR-inga. Og stelpurnar í Val eru virkilega góðar af velgengni í fótbolta brosa hérna rjóðar. Sigurinn var tvöfaldur því bikarana báða Báru þær á Hlíðarenda, himneskt var að sjá það. Í handbolta og körfubolta hetjur eigum líka sem heiðurstitlum fjölmörgum skarta hér og flíka. Með dugnaði og baráttu, ánægju og aga og aðstoð góðra þjálfara skráð er sigursaga. Aðstaðan á Hlíðarenda stöðugt bara stækkar, stjórnun öll til fyrirmyndar, gengi Vals því hækkar. Bakhjarlarnir öflugu róa öllum árum svo uppbyggingu svæðisins við farsællega klárum. Í anda Séra Friðriks stolt við hérna störfum stefnum fram til sigurs, hvetjum, leiðum, örvum. Með keppnisskapið mikla mun krafan ætíð vera: Að kappið aldrei fegurðina má ofurliði bera! Forsíðumynd. Framtíðarfólk Vals. Á 100 ára afmælisdaginn 11. maí slepptu 100 iðkendur Vals 100 hvítum og rauðum blöðrum til himins í tilefni dagsins. Ákaflega táknræn og falleg athöfn sem tókst í alla staði vel og minnir okkur á að félagið á alltaf að stefna áfram hærra og að framtíð þess er í höndum æskunnar. Ljósmynd. Guðlaugur Ottesen. Meðalefnis:  5 Valurhundraðára.Unnur Halldórsdóttir gaf Val ljóð í afmælisgjöf 11. maí 12 Þrírnýirheiðursfélagará100ára afmælinu 16 HvererValsmaðurinn.Grímur Sæmundsen fyrrverandi formaður Vals fer yfir ferilinn og þróunina hjá félaginu 40 Hlíðarendiáaðverahornsteinní frístundastarfihverfisins.Viðtal við Hörð Gunnarsson formann Vals 48 Myndaopnameðbikarmeisturumí kvennaknattspyrnu 52 Lykilinnaðvelgengniersamvinnaallraí Val.Málfríður Erna Sigurðardóttir fer yfir ferilinn og félagsstarfið 68 ÞórarinnBjörnssonguðfræðingurfjallar umhugsjónirsr.FriðriksFriðrikssonar meðknattspyrnu. 74 DagurSigurðssonþjálfariFüsheBerlín bersamanhandboltaáÍslandiogí Þýskalandiog svarar spurningum iðkenda í 2. og 3. flokki 83 Áfram,hærra!Ítarleg kynning á nýútkominni sögu Vals í 100 ár eftir Þorgrím Þráinsson 102 MyndaopnatileinkuðÍslandsmeisturumí handknattleikkvenna 110 Ítarlegumfjöllunímáliogmyndumfrá 100áraafmæliValsoghátíðahöldum11. maí 116 FulltrúaráðValsheimsækirSkagamenn 124 Myndaopnameðbikarmeisturumí handknattleikkarla 126 Þjálfunbarnaogunglinga.Fyrirlestrar frá áhugaverðu þingi um þjálfun 139 Afturíúrvalsdeildíkörfuknattleikkarla ogkvenna Valsblaðið • 63. árgangur 2011 Útgefandi: Knattspyrnufélagið Valur, Hlíðarenda við Laufásveg Ritstjóri: Guðni Olgeirsson Ritnefnd: Jón Guðmundsson, Ragnhildur Skúladóttir, Sigurður Ásbjörnsson og Haraldur Daði Ragnarsson Auglýsingar: Haraldur Daði Ragnarsson, Sveinn Stefánsson, Stefán Karlsson og Guðni Olgeirsson Ljósmyndir: Guðni Karl Harðarson, Guðni Olgeirsson, Guðlaugur Ottesen, Ásbjörn Þór, Sigurður Ásbjörnsson, Soffía Ámundadóttir, Þorsteinn Ólafs o. . Prófarkalestur: Guðni Olgeirsson Umbrot: Eyjólfur Jónsson Prentun og bókband: Ísafoldarprentsmiðja ehf. 14 Valsblaðið2011 Starfiðermargt Stjórn Valsmanna hf að loknum aðalfundi í ársok 2011. Efri röð frá vinstri: Jafet S. Ólafsson, Brynjar Harðarson formaður, Theodór Halldórsson, Karl Axelsson og Karl Jónsson. Neðri röð frá vinstri: Ingólfur Friðjónsson og Guðni Bergsson. dóttir, Óskar Jóhannesson, Ægir Ferdin- andsson, Gunnar Svavarsson og Atli Sig- þórsson. Auk þess hefur nefndin notið aðstoðar Drífu Hilmarsdóttur, Karls Jeppesen, Guðmundar Siggeirssonar og Guðna Karls Harðarsonar. Hafið bestu þakkir fyrir ómetanlegt starf. Ógleymanlegur afmælisdagur 11. maí og fjölmargir félagar heiðraðir Á afmælisdaginn 11. maí var sérlega ánægjulegt að geta fengið tækifæri til að heiðra og sýna þakklætisvott til þeirra fjölmörgu félagsmanna sem lagt hafa Knattspyrnufélaginu Val lið á undanförn- um árum með óeigingjörnu starfi sínu. Aðalstjórn ákvað á þessum tímamótum að veita 79 aðilum silfurmerki Vals, og 44 aðilum gullmerki félagsins. Að auki ákvað stjórn félagsins að veita átta ein- staklingum Valsorðuna en hún hafði fram til þessa verið veitt þrjátíu aðilum og eru sextán þeirra á lífi. Þessu til viðbótar ákvað stjórn félagsins að tilnefna þrjá að- ila sem heiðursfélaga í Knattspyrnufélag- inu Val, þá Jón Gunnar Zoega, Pétur Sveinbjarnarson og Ægi Ferdinandsson. Nafnbótin „Heiðursfélagi í Knattspyrnu- félaginu Val“ er æðsta viðurkenning sem veitt er félagsmönnum í Val og hana hljóta aðeins þeir einstaklingar sem sinnt hafa fjölbreyttum ósérhlífnum störfum fyrir félagið um áratuga skeið og hafa í starfi sínu stuðlað að ákvörðunum sem markað hafa – hver um sig – framfara- skref fyrir Knattspyrnufélagið Val. Ellefu einstaklingar hafa fram til þessa dags hlotið útnefninguna sem heiðursfélagar Vals og voru fyrstir útnefndir 11. maí árið 1931 þeir séra Friðrik Friðriksson og Guðbjörn Guðmundsson, en fyrir þessa útnefningu var síðast útnefndur heiðurs- félagi á afmælisdegi félagsins árið 1996 þegar Þórður Þorkelsson var útnefndur. Óska ég öllum þessum aðilum til ham- ingju með útnefninguna og færi ég þeim og fjölskyldum þeirra þakkir fyrir frábær störf fyrir Knattspyrnufélagið Val. Sér- stakar þakkir fá svo þeir þrír heiðurs- menn sem orðnir eru heiðursfélagar í Knattspyrnufélaginu Val. Góðar gjafir á afmælisárinu Í tilefni af þessum tímamótum Vals orti Unnur Halldórsdóttir kvæði um félagið og færði því að gjöf á afmælisdaginn. Einstaklega vel gert og skemmtilegt til þess að vita að það er hugsað til félagsins frá ýmsum hliðum og því færðar skemmtilegar gjafir frá andans fólki. Kvæðið má sjá á öðrum stað í Vals- blaðinu. Einnig færði Tryggvi Baldvins- son félaginu að gjöf blástursverk fyrir trompet sem frumflutt var við fánahyll- ingu á afmælisdaginn af Kára Húnfjörð Einarssyni, og nefnist verkið Hylling. Tryggva eru færða þakkir fyrir frábæra gjöf til félagsins. Það er oft mikil stemning á kappleikjum á Hlíðarenda og stuðningsmenn áberandi í Valslitum. Yngri iðkendur Vals í handbolta setja oft skemmtilegan svip á heimaleikina. Bræðurnir Óskar Arndal (t.v.) og Gunnar Arndal Kristinssynir (t.h.) leika báðir handbolta með yngri flokkum Vals og mæta reglulega á heima- leiki og taka þátt í stemningunni. Nokkrir ungir og efnilegir krakkar úr íþróttaskóla Vals en mikill fjöldi barna fær sín fyrstu kynni af félaginu í skemmtilegum íþróttaskóla. 1B B la ck Y el lo w M ag en ta C ya n 11 12 27 6 V al ur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.