Valsblaðið - 01.05.2011, Side 19

Valsblaðið - 01.05.2011, Side 19
Valsblaðið 2011 17 Starfið er margt Á þessum árum æfðu menn úti af kappi á sumrin en er hausta tók var æft í íþróttahúsinu þar sem við spiluðum inn- anhúsfótbolta. Margir okkar voru líka í handbolta. Ég var í handboltanum fram- an af, þótti liðtækur örvhentur hornamað- ur. Annars vorum við alltaf í fótbolta. Ég var svo heppinn að ég fékk snemma Lárus Loftsson sem þjálfara. Lárus setti mig í vörnina og ég lék sem miðvörður alla yngri flokkana. Við urðum Íslands- meistarar í 5. flokki 1967, spiluðum þrjá úrslitaleiki við Víkinga. Síðasti leikurinn fór fram á Melavellinum og þótti það gríðarleg upphefð að fá að spila þar. Ég man eftir því að fyrir þann leik hafði ég verið sendur í sveit til ættingja á Blöndu- ósi. Auðvitað kom ég suður í leikinn þrátt fyrir átta klukkustunda ferðalag í rútu. Þegar ég var 16 ára var ég valinn í Faxaflóaúrvalið, sem var úrvalslið stráka frá Faxaflóasvæðinu. Við tókum þátt í móti í Skotlandi sem við unnum. Þegar við vorum úti fór að berast okkur til eyrna að íslenska þjóðin nánast stæði á öndinni yfir árangri okkar. Þó við stæð- Fyrstu fótboltaskórnir voru Iðunnar- skór með harðri tá sem voru keyptir niðrí Gefjun/Iðunn í Austurstræti. Þá var nú reyndar feikinóg að vera í Valstreyju í keppni. Það var svo bara til hátíðarbrigða að vera í hvítum stuttbuxum. Hins vegar átti ég bláa sokka sem ég erfði eftir Ella bróður … bláir sokkar voru hluti af upp- haflega Valsbúningnum. Þetta voru reyndar ekki sokkar … bara ullartstroff um sköflunginn og svo var teygja undir ilina. Ég man að ég var ekk- ert sérstaklega hrifinn af þessum bláu sokkum því Valsarar voru eiginlega hættir að spila í bláu sokkunum á þessum tíma. Það var gríðarlegur fjöldi stráka á æf- ingum, skipt í A,B,C –lið og svo ruslið, sem kallað var. Það var miskunnarlaust dregið í dilka og „engin elsku mamma“. Þeir sem voru í A-liðinu voru goð og hetjur á meðan strákarnir í ruslinu voru bara labbakútar. Goggunarröðin var skýr. Ég er ansi hræddur um að félags- og sál- fræðingar eða foreldrar á hlíðarlínunni nú á dögum yrðu ekki sáttir við þetta fyr- irkomulag. Alinn upp í Norðurmýrinni og á Klambratúni Hvernig stóð á því að þú gekkst í Val? „Það var nú einfalt. Ástæðan var sú að Elli bróðir minn, sjö árum eldri, æfði með Val. Ég bjó á Guðrúnargötunni og var farinn að skokka niður á Valsvöll árið 1961, sex ára gamall. Þá var yfir tvær hindranir að fara, Miklubrautina og gömlu Reykjanesbrautina, miklar um- ferðargötur, en það þótti ekki tiltökumál. Á þessum árum var Valssvæðið mjög frábrugðið því sem það er nú. Þar var gamla íþróttahúsið, reyndar nýtt í þá daga, og svo malarvöllurinn, sem sneri norður- suður, gamla fjósið og íbúðarhúsið. Fljót- lega upp úr þessu kom svo grasvöllur, fyrsti grasvöllurinn að Hlíðarenda. Klambratúnið var svo hitt leiksvæðið. Við vorum þar í fótbolta allan daginn, ef við vorum ekki niður á Hlíðarenda. Á Klambratúninu komu saman strákar úr Hlíðunum, Norðurmýrinni, Flókagötunni og Holtunum og öttu kappi. Að mestu Valsarar en nokkrir Framarar líka. Grímur Sæmundsen afhendir Emlyn Huges fyrirliða Liverpool Valsfánann. Grímur er læknir að mennt og á námsárum sínum í læknadeildinni dvaldi hann ásamt félögum sínum í mánaðartíma við krufningar við háskólann í Liverpool. Þetta var árið 1977 en einmitt það ár hafði Liverpool FC hampað Englandsmeistara- og Evrópumeistaratitli. Sem liðsmaður eins sigursælasta félags Ís- lands þótti Grími tilhlýðilegt að heimsækja Englands- og Evrópumeistarana, færa þeim fána Vals og kveðjur félagsins. Eins og sjá má á myndinni var Grími vel tekið því allar helstu hetjur þessa gullaldarliðs Liverpool gáfu sér tíma til að fagna komu Vals- mannsins. Sjálfur fyriliðinn Emlyn Hughes tók við fánanum. 32 Valsblaðið 2011 Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar 2011 6. flokkur karla. Ásgeir Snær Vignisson, Jón Freyr Eyþórsson og Axel Thor Aspelund. 6. flokkur karla yngra ár. Stiven Tobar. Á myndina vantar Arnór Snæ Óskarsson. 6. flokkur kvenna. Heiðrún Berg Sverrisdóttir og Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir. 6. flokkur kvenna yngra ár. Hugbjörg Helgadóttir, Daníela Björg Stefánsdóttir og Þóra Björk Þórsdóttir. 5. flokkur karla. Aron Elí Sævarsson, Rökkvi Steinn Finnsson og Gylfi Þ. Gunnlaugsson. 5. flokkur kvenna. Hulda Bjarklind, Margrét Vignisdóttir og Elín Ísold Pálsdóttir. 5. flokkur karla yngra ár. Jóhann Páll Einarsson og Víkingur Örvar Ólafsson. 5. flokkur kvenna yngra ár. Saga Árnadóttir og Victoria McDonald. 2A B la ck Y el lo w M ag en ta C ya n 2 11 12 27 6 V al ur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.