Valsblaðið - 01.05.2011, Qupperneq 37

Valsblaðið - 01.05.2011, Qupperneq 37
Valsblaðið 2011 35 Starfið er margt Frábærir yngri flokkar Vals 46 Valsblaðið 2011 Starfið er margt Árið 2011 var að sönnu viðburðarríkt í starfi Fálka. Árið hófst með hefðbundn- um nýjársfundi þar sem tekist var á um málefni líðandi stundar og málin rædd til mergjar. Aðalfundur félagsins var svo að venju spyrtur saman við þorrablót félags- ins. Á fundinum var stjórn félagsins ein- róma endurkosin fyrir utan það að Magn- ús Guðmundsson vék úr stjórn vegna anna og tók Georg Páll Skúlason sæti hans. Vill stjórn félagsins þakka Magga fyrir vel unnin störf. Eins voru gerðar nokkrar breytingar á lögum félagsins til hægðarauka fyrir stjórn og eins til að auðvelda aðkomu nýrra félaga. Þegar hefðbundnum aðalfundarstörfum lauk tók við frábært þorrablót þar sem félagar og gestir skemmtu sér hið besta saman og gerðu vel við sig í mat og drykk. Pylsusala á heimaleikjum Í mars var síðan hefðbundinn félagsfundur og var þar tekinn ákvörðun um að halda áfram með pylsusölu á heimaleikjum meistaraflokka Vals í knattspyrnu. Er óhætt að segja að pylsusala þessi sé eitt af viðameiri verkefnum sem Fálkar taka sér fyrir hendur á hverju ári og til gamans má geta þess að okkur reiknast til að tæplega fjögurþúsund pylsur hafi runnið ofan í stuðningsmenn Vals og gesti í sumar. Vorfagnaður Fálka með mökum Í apríl var svo blásið til vorfagnaðar Fálka sem var einum mánuði á undan áætlun vegna stórafmælishátíðar Vals í maí. Á vorfagnaði er venja að bjóða mökum félaga til veislu og var svo sann- arlega engin undantekning gerð á því í þetta skipti. Þrjátíu og sex manns voru mætt og skemmtu sér við heimasmíðuð skemmtiatriði og nutu stórkostlegra veit- inga frá hirðkokki Fálka, Lárusi Loftsyni. Var það mál manna að þetta hefði verið frábærlega vel heppnað í alla staði og full ástæða til að endurtaka leikinn í sem mest óbreyttri mynd á næsta ári. Skemmtilegustu leikir sumarsins Fálkar fjölmenntu svo á 100 ára afmæl- ishátíð Vals í maí. Í sumar var svo lögum samkvæmt enginn fundur haldinn en við sátum þó aldeilis ekki auðum höndum, pylsusalan var í fullum gangi og eins stóðum við fyrir skemmtilegustu leikjum sumarsins. Þar fá allir leikmenn 4. og 3. flokks kvenna og karla að spreyta sig í alvöru umgjörð á Vodafonevellinum með fánaborgum, vallarþul o.s.frv. Í sumar var gerð sú breyting á að 3. flokkur kvenna atti kappi við 3. flokk karla í stór- kostlegu veðri og frábærri stemningu. Hylltu strákarnir nýorðna Íslandsmeist- ara kvennaliðsins með heiðursverði og rósaafhendingu og var gerður góður róm- ur að riddaramennsku drengjanna. Heilsuræktarátak í haust Þegar haustaði tóku Fálkar svo að sér að sjá um pylsusölu á hverfahátíð/Valsdegin- um og vorum við einnig með kynningar- bás þar sem við kynntum starfsemi félags- ins og dreifðum boðsmiðum á opinn fund í september. Það skilaði sér svo með 3 nýjum félögum sem gengu umsvifalaust til liðs við ört stækkandi hóp og bjóðum við þá velkomna í félagið. Eins og oft vill gerast höfðu einhverjir félagar bætt á sig nokkrum grömmum yfir sumarið og var því blásið til heilsuræktarátaks sem 8 Fálkar tóku þátt í. Að loknum 8 vikum höfðu þessar hetjur fækkað grömmunum það mikið að í heild vorum við orðnir því sem samsvarar einum Fálka fátækari. Flott ráðstefna um þjálfun barna og unglinga Í október tók svo ráðstefnunefnd félags- ins til starfa af miklum móð og stóðu Fálkar fyrir einni flottustu ráðstefnu um þjálfun barna og unglinga sem haldin hefur verið á Íslandi. Mikill sómi fyrir félagið og ekki spurning um að þetta verður endurtekið í einhverju formi á næsta ári. Nánar er sagt frá þessari ráð- stefnu annars staðar í blaðinu og birtir nokkrir fyrirlestrar eftir Valsþjálfara. Fjölbreytt starfsemi og félagsstarf Í nóvember var samkvæmt venju ekki hefðbundinn félagsfundur, í staðinn fjöl- menntu félagar á herrakvöld Vals og skemmtu sér vel eins og hefð er fyrir. Í desember var svo haldinn veglegur jóla- og afmælisfundur í tilefni af 2ja ára af- mæli félagsins. Þar heiðruðum við sér- staklega Stefán Karlsson fyrrverandi framkvæmdastjóra Vals sem reyndist okk- ur mikill og góður bakhjarl þegar stofnun félagsins stóð yfir og ekki síður á fyrstu mánuðunum þegar að hið nýfædda félag var að reyna að fóta sig í veröldinni. Eins höfðu Fálkar í desember veg og vanda af rúmfatasölu þar sem við vorum í hlutverki heildsala fyrir foreldrafélög og vorum einnig með sölu á Hlíðarenda þar sem því var við komið. Loks má geta þess að Fálk- ar styrktu þá yngri flokka félagsins sem tóku á árinu þátt í mótum erlendis. Hér hefur aðeins verið stiklað á stærstu atrið- um í starfsemi Fálka og í raun ekki hægt að gera tæmandi lista yfir allt sem við ger- um og afrekum á einu ári þar sem félagar hafa sýnt sig vera með eindæmum frjóir og vinnufúsir þegar Valur er annars vegar. F.h Fálka, Benóný Valur Jakobsson formaður Viðburðaríkt Fálkaár 2011 Fálkar eru stoltir Valspabbar sem tóku sig saman og stofnuðu félagsskapinn árið 2009 til að styðja við bakið á barna- og unglingastarfi Vals – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 AKUREYRI • Tryggvabraut 1–3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is Leitaðu ráða hjá okkur. Hjá Ellingsen starfa sérfræðingar í öllum deildum. Við veitum faglega og vandaða ráðgjöf og finnum réttu vörurnar sem uppfylla þínar þarfir. Við seljum eingöngu þrautreyndar hágæðavörur sem henta fyrir íslenskar aðstæður. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 12 8 86 DEVOLD FYRIR ÍÞRÓTTAFÓLK 9.490 KR.9.490 KR. 9.490 KR. 8.990 KR. DEVOLD ACTIVE BOLUR DEVOLD EXPEDITION BOLUR DEVOLD EXPEDITION BUXUR DEVOLD ACTIVE BUXUR KK og KVK, einnig til án renniláss KK og KVK, margir litir KK og KVK, margir litir KK og KVK Devold ullarnærfatnaðurinn hentar íþróttafólki sérstaklega vel við úti­ æfingar í kulda og bleytu. Devold heldur á þér hita þótt hann blotni og andar vel þegar líkaminn hitnar. 3B B la ck Y el lo w M ag en ta C ya n 11 12 27 6 V al ur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.