Valsblaðið - 01.05.2011, Side 52
50 Valsblaðið 2011
Gunnar hefur æft handbolta síðan hann
man eftir sér en byrjaði að æfa með Val
11 ára gamall. Hann segist hafa valið Val
af því þar voru langbestu þjálfararnir og
besta aðstaðan og hann segist hafa verið
viss um að þar gæti hann orðið betri
handboltamaður.
Ertu í fleiri íþróttagreinum hjá Val?
„Nei, er ekki í fleiri íþróttgreinum hjá Val
en hef verið að æfa frjálsar íþróttir og
fótbolta hjá Breiðablik á sumrin til að
halda mér í góðu formi og efla fjöl-
hæfni.“
Hvers vegna heldur þú að unglingar
hætti að æfa íþróttir? „Strákarnir sem
hafa æft með mér í gegnum tíðina og
hætt, hætta af því þeir missa einfaldlega
áhugann og nenna þessu ekki lengur og
fara því að einbeita sér að skólanum.“
Hvernig eru hóparnir þínir núna í vet-
ur? „Í vetur er ég að æfa með þremur
flokkum og okkur hefur gengið býsna vel
í þeim öllum. 3. flokkurinn minn hefur
unnið alla sína leiki nema einn og er hóp-
urinn samansafn af mjög góðum og
skemmtilegum strákum. Heimir, Óskar
Bjarni og Maksim eru þjálfararnir mínir
og eru að mínu mati með þeim bestu
þjálfurum á landinu og gæti ég ekki beð-
ið um betri þjálfun.“
Segðu frá skemmtilegum atvikum úr
boltanum. „Það skemmtilegasta sem ég
upplifað úr boltanum var klárlega fyrsti
landsleikurinn minn, þegar ég stóð með
liðsfélögunum mínum að hlusta á ís-
lenska þjóðsönginn.“
Hverjar eru fyrirmyndir þínar í hand-
boltanum? „Arnór Gunnarsson, Sturla
Ásgeirsson, Stefan Kretzschmar og Mart-
in Stranovsky.“
Hvað þarf til að ná langt í íþróttum?
„Það þarf mjög gott hugarfar, góðan
sjálfsaga og skuldbindingu, vera reiðu-
búinn að fórna, gefa sig 100% fram á öll-
um æfingum og leikjum og skara fram
úr.“
Hvers vegna handbolti? „Ég held að
aðal ástæðan af hverju ég valdi handbolt-
ann var af því ég elskaði hann og allt það
sem hann snerist um.“
Hverjir eru helstu Valsararnir í fjöl-
skyldunni? „Því miður erum við bara
tveir sem sagt ég og Arnór frændi en allir
hinir í fjölskyldunni eru Þórsarar. Arnór
spilaði hér í Val fyrir tveimur árum og
varð með Val bæði Íslandsmeistari og
bikarmeistari auk þessa var hann valinn
oft og mörgum sinnum besti hægri horna-
maður deildarinnar.“
Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú
fengið frá foreldrum þínum í sam-
bandi við handboltann? „Í mínum aug-
um á ég bestu fjölskyldu í heimi og hefði
ekki getað beðið um betri stuðning frá
foreldrum mínum og allri fjölskyldunni
minni, t.d. má nefna allan þann kostnað
sem mamma hefur lagt í mig í sambandi
við handboltann, öll æfingagjöldin,
keppnisferðirnar og bensínkostnaðurinn
sem hún hefur eytt í mig og verð ég
henni ævinlega þakklátur fyrir. Stuðning-
ur foreldra er gríðarlega mikilvægur fyrir
þá sem vilja ná langt en án fjölskyldunn-
ar minnar hefði ég aldrei náð að vera sá
handboltamaður og ég er í dag.“
Hvernig finnst þér að eigi að efla starf-
ið í yngri flokkunum hjá Val í hand-
bolta? „Mér finnst yngri flokka starfið
hjá handboltanum í Val til fyrirmyndar
og það eina sem mætti kannski breyta er
hugarfarið hjá strákunum þegar þeir
mæta á æfingar, þeir eiga að njóta þess
að vera þjálfaðir af þjálfurum eins og t.d.
Óskari Bjarna sem er aðstoðarþjálfari
landsliðsins og er þessi þjálfun svo gríð-
arlega sjaldgæf og verða þeir að njóta
hennar og læra af henni. Þjálfararnir
mættu kannski fara í skólana og kynna
handboltadeildina hjá Val og einnig
mætti hvetja leikmenn meistaraflokks hjá
Val til að mæta á æfingar hjá yngri flokk-
unum og kenna litlu krökkunum.“
Hverjir eru þínir framtíðardraumar?
Hvar sérðu fyrir þér að þú verðir eftir
10 ár? „Vonandi verði ég búinn með
menntaskólann og byrjaður á háskóla-
námi og ef allt gengur vel verð ég von-
andi atvinnumaður spilandi í þýsku
Bundes ligunni.“
Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra
Friðrik, 11. maí árið 1911.“
Ungir Valsarar
Það mætti kannski
breyta hugarfari hjá
strákunum þegar
þeir mæta á æfingar
Gunnar Malmquist Þórsson er 16 ára og leikur
handbolta með 3. flokki, 2. flokki og meistaraflokki
Valsblaðið 2011 63
Starfið er margt
Friðriksbikar
Friðriksbikarinn í ár hlutu þau Ingunn
Haraldsdóttir og Jón Hilmar Karlsson
leikmenn 3. fl. kvenna og karla.
Lollabikar
Lollabikarinn í ár hlýtur Berglind Rós
Ágústsdóttir, en hún varð Íslandsmeistari
með 2. og 3. flokki og leikmaður í U17
ára landsliði Íslands.
Markmaður yngri flokka
Í vetur og sumar hafa markmenn æft
vikulega á auka markmannsæfingum
undir handleiðslu Ólafs Péturssonar
markmannsþjálfara. Mæting hefur verið
mjög góð og flestir markmannanna tekið
miklum framförum. Æfingahópnum var
skipt í tvo hópa þar sem annars vegar 6.
og 5. flokkur karla og kvenna æfðu sam-
an og hins vegar 4. og 3. flokkur sem
æfðu líka saman. Á markmannsæfingum
er farið yfir grunnatriði markvörslu: grip,
staðsetningar, fótavinnu, skutlur, spörk o.
fl. með það að meginmarkmiði að mark-
menn kunni að bregðast rétt við þegar
þeir eru að spila hvort sem er á æfingum
eða í leikjum. Sá markmaður sem fær
verðlaun fyrir mestar framfarir hefur í
mörg ár verið mjög duglegur að mæta á
æfingar sama hvernig hefur viðrað, verið
mjög áhugasamur og tekið leiðbeining-
um mjög vel. Hann er því vel að þessum
verðlaunum kominn. Þessi markmaður er
Jón Freyr Eyþórsson.
3. flokkur karla
3. flokkur karla átti í erfiðleikum framan
af sumri. Strákarnir tóku miklum fram-
förum og eftir að fyrsti sigurinn var í
höfn kom sjálfstraustið og enduðu strák-
arnir í 5. sæti í C riðli með 10 stig. Strák-
arnir fóru á Gothia-cup í Svíþjóð og var
það virkilega góð ferð bæði knattspyrnu-
lega og félagslega. Sigur í riðlinum
tryggði strákunum sæti í A-úrslitum
mótsins, virkilega frábær árangur á þessu
móti. Strákarnir voru virkir í félagsstarfi
Vals og stóðu þeir ásamt stúlkunum í 3.
flokki vaktina í sjoppunni á heimaleikj-
um meistaraflokks karla ásamt því að
sinna dómgæslustörfum fyrir félagið. En
strákarnir héldu líka góðum félagslegum
tengslum við 3. flokk kvenna og enduðu
þeir tímabilið á því að spila leik við þær
á Vodafone vellinum þar sem Fálkarnir
voru með frábæra umgjörð. Það eru ljóst
að 3. flokkur hefur að geyma nokkra
efnilega leikmenn sem munu án efa spila
með meistaraflokki Vals á komandi
árum. Þjálfaraskipti urðu í flokknum í
júní þegar Donni þjálfari flokksins tók
við meistaraflokki Tindastóls.
Þjálfarar flokksins voru Þór Hinriks-
son og Elvar Már Svansson.
Besta ástundun: Marteinn Högni Elías-
son
Mestu framfarir: Sturla Magnússon
Leikmaður flokksins: Haukur Ásberg
Hilmarsson
Þessi góðverk opnuðu augu og hjörtu
leikmanna þær urðu víðsýnni og þakklát-
ar fyrir það sem þær eiga. 24 laugardaga
í vetur stóð flokkurinn fyrir Íþróttaskóla
Vals þar sem margir ungir iðkendur hefja
göngu sína sem Valsarar. Leikmenn voru
stundvísir, vinnusamir og Val til sóma í
þessari grasrótarvinnu fyrir félagið. Um
70 börn mættu á námskeiðin og komust
færri að en vildu. Á heimaleikjum meist-
araflokks karla í Vals stóð flokkurinn
sjoppuvaktina og gerði það með mikilli
prýði. Flokkurinn fór í þriggja mánaðar
nammibindindi yfir keppnistímabilið
júní – sept. en leikmenn héldu það út
mislengi eða allt frá 6 klst. – 3 mánuði.
En 3 leikmenn sýndu mikinn sjálfsaga og
unnu keppnina. Hljóta þær vegleg verð-
laun – en þetta voru Ingunn, María og
Katla. Foreldrar flokksins voru almennt
mjög duglegir að koma að starfi flokks-
ins en án foreldrasamstarfs er ekki hægt
að leysa öll þau verkefni sem heilt tíma-
bil bíður upp á. Þjálfarar vilja þó sérstak-
lega þakka tveimur foreldrum, Höllu og
Báru, fyrir óeigingjarna vinnu fyrir
flokkinn.
Þjálfarar flokksins voru Soffía Ámunda-
dóttir og Margrét Magnúsdóttir.
Besta ástundun: Kara Magnúsdóttir
Mestu framfarir: María Soffía Júlíus-
dóttir
Leikmaður flokksins: Berglind Rós
Ágústsdóttir
4B
B
la
ck
Y
el
lo
w
M
ag
en
ta
C
ya
n
11
12
27
6
V
al
ur