Valsblaðið - 01.05.2011, Side 70

Valsblaðið - 01.05.2011, Side 70
68 Valsblaðið 2011 Fyrstu kynni séra Friðriks af knattspyrnu Engar áreiðanlegar heimildir eru fyrir því hvenær séra Friðrik Friðriksson kynntist knattspyrnu í fyrsta sinn. Líklegast verð- ur þó að telja að það hafi hann gert er hann dvaldi við nám í Kaupmannahöfn á árunum 1893 til 1897. Strax á árinu 1895 var Friðrik til að mynda orðinn einn af vinsælustu leiðtogum unglingadeildar KFUM í „Kóngsins Köben“, en vitað er að um það leyti voru piltar í deildinni farnir að leggja reglulega stund á knatt- spyrnu yfir sumartímann. Ólíklegt er að sú athafnasemi piltanna hafi farið fram hjá Friðriki þótt ekki sé honum tíðrætt um þau kynni í æviminningum sínum. Þá er þess að geta að innan KFUM í Kaupmannahöfn var árið 1899 stofnað knattspyrnufélag sem nefnt var „KFUM‘s Boldklub“. Athygli vekur að einungis ári síðar var einnig stofnað knattspyrnufélag innan KFUM í Reykjavík. Það var nefnt „Fótboltafjelag Kristilegs unglingafjelags“ og eru lög þess félags, rituð með hendi Friðrik Friðrikssonar, elstu varðveittu lög íslensks knattspyrnufélags. Í markmiðs- grein þeirra laga segir orðrétt: „Tilgangur fjelagsins er að æfa meðlimi sína í reglu- legum fótboltaleik og styðja með því að hollri og siðsamri skemmtan.“1 Ívitnuð lög eru elsta heimildin um þau gildi og þær hugsjónir sem séra Friðrik Friðriksson tengdi við iðkun knattspyrnu. Sú iðkun átti sem sagt ekki einungis að tengjast hollri hreyfingu og skemmtun heldur einnig siðsemi. Markmiðið hafði því allt í senn líkamlegt, félagslegt og sið- ferðilegt viðmið. Og rúmum áratug síðar, eftir að knattspyrnufélögin Valur og Hvat- ur komu til sögunnar, áttu þessar hugsjón- ir einungis eftir að dýpka og skerpast í huga séra Friðriks og tengjast hinu trúar- lega markmiði KFUM með skýrum hætti. „Stórfenglegt uppeldis- og tamningameðal“ Séra Friðrik Friðriksson hefur allvíða minnst á það í skrifum sínum hve mikil uppljómun það var fyrir sig að kynnast knattspyrnunni nánar árið 1911 eftir að ungir leiðtogar innan KFUM í Reykjavík tóku íþróttina upp á arma sína og stofn- uðu „Fótboltafjelag K.F.U.M.“ í maí- mánuði það ár. Nokkru síðar var félagið nefnt Valur til aðgreiningar frá Hvati, Hugsjónir séra Friðriks Friðrikssonar um knattspyrnu fyrir og eftir stofnun Vals Eftir Þórarin Björnsson guðfræðing Ein elsta myndin af fótboltapiltum í KFUM, e.t.v. tekin þegar völlurinn úti á Melum var vígður árið 1911. Athygli vekur að hve prúðbúnir piltarnir eru og að nafn KFUM sést fyrir miðju marki. Líklegt er að Friðrik Friðriksson hafi fyrst kynnst knattspyrnu er hann var sveitarstjóri í unglingadeild KFUM í Kaupmannahöfn. Hér sést kort sem sr. Friðrik fékk árið 1903 frá einum af kennurum við íþróttaskóla KFUM þar í borg. Fremst sjást m.a. tveir fótboltar. 5A B la ck Y el lo w M ag en ta C ya n 5 11 12 27 6 V al ur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.