Valsblaðið - 01.05.2011, Page 70
68 Valsblaðið 2011
Fyrstu kynni séra Friðriks af
knattspyrnu
Engar áreiðanlegar heimildir eru fyrir því
hvenær séra Friðrik Friðriksson kynntist
knattspyrnu í fyrsta sinn. Líklegast verð-
ur þó að telja að það hafi hann gert er
hann dvaldi við nám í Kaupmannahöfn á
árunum 1893 til 1897. Strax á árinu 1895
var Friðrik til að mynda orðinn einn af
vinsælustu leiðtogum unglingadeildar
KFUM í „Kóngsins Köben“, en vitað er
að um það leyti voru piltar í deildinni
farnir að leggja reglulega stund á knatt-
spyrnu yfir sumartímann. Ólíklegt er að
sú athafnasemi piltanna hafi farið fram
hjá Friðriki þótt ekki sé honum tíðrætt
um þau kynni í æviminningum sínum.
Þá er þess að geta að innan KFUM í
Kaupmannahöfn var árið 1899 stofnað
knattspyrnufélag sem nefnt var „KFUM‘s
Boldklub“. Athygli vekur að einungis ári
síðar var einnig stofnað knattspyrnufélag
innan KFUM í Reykjavík. Það var nefnt
„Fótboltafjelag Kristilegs unglingafjelags“
og eru lög þess félags, rituð með hendi
Friðrik Friðrikssonar, elstu varðveittu lög
íslensks knattspyrnufélags. Í markmiðs-
grein þeirra laga segir orðrétt: „Tilgangur
fjelagsins er að æfa meðlimi sína í reglu-
legum fótboltaleik og styðja með því að
hollri og siðsamri skemmtan.“1
Ívitnuð lög eru elsta heimildin um þau
gildi og þær hugsjónir sem séra Friðrik
Friðriksson tengdi við iðkun knattspyrnu.
Sú iðkun átti sem sagt ekki einungis að
tengjast hollri hreyfingu og skemmtun
heldur einnig siðsemi. Markmiðið hafði
því allt í senn líkamlegt, félagslegt og sið-
ferðilegt viðmið. Og rúmum áratug síðar,
eftir að knattspyrnufélögin Valur og Hvat-
ur komu til sögunnar, áttu þessar hugsjón-
ir einungis eftir að dýpka og skerpast í
huga séra Friðriks og tengjast hinu trúar-
lega markmiði KFUM með skýrum hætti.
„Stórfenglegt uppeldis- og
tamningameðal“
Séra Friðrik Friðriksson hefur allvíða
minnst á það í skrifum sínum hve mikil
uppljómun það var fyrir sig að kynnast
knattspyrnunni nánar árið 1911 eftir að
ungir leiðtogar innan KFUM í Reykjavík
tóku íþróttina upp á arma sína og stofn-
uðu „Fótboltafjelag K.F.U.M.“ í maí-
mánuði það ár. Nokkru síðar var félagið
nefnt Valur til aðgreiningar frá Hvati,
Hugsjónir séra Friðriks
Friðrikssonar um knattspyrnu
fyrir og eftir stofnun Vals
Eftir Þórarin Björnsson
guðfræðing
Ein elsta myndin af fótboltapiltum í KFUM, e.t.v. tekin þegar völlurinn úti á Melum
var vígður árið 1911. Athygli vekur að hve prúðbúnir piltarnir eru og að nafn KFUM
sést fyrir miðju marki.
Líklegt er að Friðrik Friðriksson hafi fyrst kynnst knattspyrnu er hann var sveitarstjóri
í unglingadeild KFUM í Kaupmannahöfn. Hér sést kort sem sr. Friðrik fékk árið 1903
frá einum af kennurum við íþróttaskóla KFUM þar í borg. Fremst sjást m.a. tveir
fótboltar.
5A
B
la
ck
Y
el
lo
w
M
ag
en
ta
C
ya
n
5
11
12
27
6
V
al
ur