Valsblaðið - 01.05.2011, Síða 83

Valsblaðið - 01.05.2011, Síða 83
Valsblaðið 2011 81 Starfið er margt túnin og raka. Einhver yrði að vinna smá- verkin, sem voru óteljandi. Svo lauk æsku- og unglingsárunum og ég kvaddi Hlíðarenda. Ég fór með glaðar minningar og nokkurt nesti til lífsins, en ég fór líka í skuld vegna alls þess sem ég hafði notið. Ég vissi alltaf samt að sá dagur kæmi að ég greiddi til baka, þó ekki væri nema brot af minni skuld. Í mörg ár lifði ég með þessari skuld, sem reyndist svo ekki vera skuld, heldur lán og tækifæri til að láta gott af sér leiða. Forseti Íslands sagði á afmæli Vals að það væri gæfa fyrir æsku landsins að eiga Val. Það er vissulega rétt. Það er svo gæfa Vals að hafa átt Úlfar og Frímann, Andreas, Sigurð Ólafs og Sigga Mar. og Robba Jóns. og séra Friðrik. Þeir sem ég hef nefnt hér að framan eru gæfa Vals. Ég hefði getað nefnt fleiri sem verð- skulda lof og prís en nefni þessa sem ég man úr minni æskutíð. Ég sá aldrei sr. Friðrik, en mér þykir svona hópmynd ómöguleg án hans. Engan vantaði á fundinn, því enginn vildi vera sá sem vantaði á hópmyndina, ef hún skyldi verða tekin. Úlfar Þórðarson var hættur að vera formaður Vals. Nú lagði hann af kappi drenrör sem ræstu grasvöllinn. Mig grunar að hann hafi greitt fyrir rörin sjálfur, en um það veit ég ekki. Ég sat í grænum Austin Gipsy jeppa Úlfars, hjá Sveini syni hans, og við ókum til hans rörum af hinum enda vall- arins. Úlfar var því feginn að þurfa ekki að eyða dýrmætum tíma í akstur. Þá var ökuþórinn Svenni Úlfars 10 ára og að- stoðarmaður hans hálfu ári eldri. Ég las í gömlu blaði um daginn að Andreas hefði stjórnað 800 vörubíls- hlössum af rauðmöl í undirstöðu gamla malarvallarins árið sem ég fæddist. Hann var enn við sjálfboðastörf 34 árum síðar. Sigurður Ólafsson vann fleiri titla fyrir Val en aðrir félagsmenn. Hann var líka formaður Vals en hætti því. Hann taldi réttara að finna annan formann; þá gæti hann nefnilega haldið áfram að byggja hús og dytta að og naglhreinsa og slá Þorsteinn Haraldsson að halda fyrir- lestur um sr. Friðrik Friðriksson 25. maí 2011 á samkomu sem var helguð sr. Friðriki á afmælisdegi hans, en Þor- steinn er sérfróður um líf og starf hans. GLÆSIVEISLUR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI ÁRSHÁTÍÐIR BRÚÐKAUP s. 553 7737 I www.mulakaffi.is FERMINGARVEISLUR STÓRAFMÆLI ERFIDRYKKJUR JÓLAHLAÐBORÐ SMÁRÉTTAHLAÐBORÐ ÞORRAVEISLUR KOKTEILBOÐ A N T O N & B E R G U R 96 Valsblaðið 2011 Ferðasaga með leik Þórs og Vals í 4. flokki karla. En þar báru Þórsarar sigur úr býtum í fremur jöfnum leik. Eftir að hafa komið lofti í vindsængurnar og komið okkur fyrir fóru strákarnir á smá flandur um skólann til að skoða hverjir væru hvar og hvað væri að finna á hverjum stað. Borð- tennisborðin, fótboltaspilið og skákborð- ið fundust strax og lokaði leynigangurinn niður í kjallara sömuleiðis. Valsstrákarnir voru ekki beint himinlifandi þegar ég sagði þeim að við yrðum að vakna um kl. 8 á laugardagsmorgninum þó svo að við ættum ekki að spila fyrr en um miðjan dag. Uppgefin ástæða var sú að við yrð- um að vera búnir að borða morgunmat fyrir kl. 9 vegna þess að eftir þann tíma var morgunmatur ekki í boði. En þess utan vildi ég vera viss um að drengirnir færu snemma að sofa á laugardeginum því við yrðum að vakna kl. 7 á sunnu- dagsmorguninn. Ég hafði varað strákana við því að ég hryti eins og loftpressa og eina ráðið til að verjast því væri að sofna á undan mér. Engar fékk ég kvartanirnar næsta morgun. En ég sagði strákunum að sennilega væri eini tíminn sem við hefð- um til að komast í sund fyrir hádegi á laugardeginum. Fæstir tóku það í mál og sögðust verða svo þreyttir eftir sundið, þeir vildu því frekar verja morgninum í klifurgrindinni utan við skólann eða í elt- ingarleik (eins og menn sjá eru strákarnir miklir spekingar í því hvað veldur þreytu og hvað ekki). Úr varð að við fórum bara fjórir í sund. Reyndar vorum við svo snemma á ferðinni að laugin var lokuð. Við röltum því niður á Bauta og fengum okkur kaffi og heitt súkkulaði. En þegar við komum kl. 10 að lauginni var komin mikil röð af fólki sem beið eftir að hún yrði opnuð. Bærinn var orðinn fullur af fólki því það var ekki bara handboltamót í bænum heldur fór söngkeppni fram- haldsskólanna fram á sama tíma auk þess sem ofurhugar á skíðum og snjóbrettum héldu sitt mót um helgina. stutt í Borgarnesi og Varmahlíð til að gefa sprengþjáðum blöðrum færi á því að skjótast á snyrtinguna. Íþróttafréttaritarinn hefur það fyrir sið á leið sinni um Húna- þing að koma tölu á þúfurnar í héraðinu. Aðstæður til talninga voru fremur góðar. Bjartviðri og snjór í dældum svo þúfna- kollarnir stóðu upp úr snjónum. Talningu er ekki lokið að fullu en nýjustu tölur sýna að þúfurnar eru a.m.k. 137.864.352. En hafa ber í huga að eftir er að telja, neðan vegar í Hrútafirði og líklega á tveimur bú- jörðum. En talningu verður fram haldið í næstu ferðum. Halló Akureyri! Klukkan var ekki orðin þrjú þegar við komum til Akureyrar. Haukastelpurnar færðu sig yfir í HK rútuna og urðu sam- ferða þeim til Húsavíkur. En við urðum að finna okkur eitthvað til dundurs þar sem kennsla var í fullum gangi í skólan- um og við áttum ekki að fá afhentar stof- ur fyrr en kl. 17. Móttökustjórinn sagði okkur að við mættum koma kl. 16. Við héldum því niður í bæ til að stytta okkur stundir. Ekið var niður að sívalningi sem liggur á hliðinni neðan Drottningarbraut- ar. Þar var rútunni lagt og strákarnir hóf- ust handa við að útbúa landfyllingar til að auka landrými heimamanna. Mátti sjá litlar steinvölur og stærðarinnar grettis- tök gossa í sjóinn með tilheyrandi skvett- um. Á sama tíma ákváðum við fullorðna fólkið að slökkva kaffiþorstann í mið- bænum. Síðuskóli Stofurnar fengum við afhentar kl. 16 í Síðuskóla. Fengum við Valsmenn úthlut- að stofu nr. 13 en Heiðar Þór Aðalsteins- son sem stýrði Valsliðinu í leikjunum sagði okkur að þetta væri gamla stærð- fræðistofan sín. Um leið og við losuðum okkur við farangurinn þá fylgdumst við Upphaflega stóð til að Valsstrákar færu með þjálfara og fararstjóra á smárútu, en þegar til kom þá var engin smárúta laus hjá þeirri bílaleigu sem við höfum notið bestu kjara og aðrar voru einfaldlega of dýrar til að við gætum leigt af þeim. Þá höfðum við samband við HK um að deila rútu með þeim en þegar til kom reyndist það ekki unnt. En að endingu var leitað til Hauka um að fara samferða þeim og reyndist það auðsótt mál. Ýmsir af Valsstrákunum höfðu í upp- hafi látið í ljósi efasemdir um ferðina norður. Einhver sagði: „Þetta verður ábyggilega ekkert gaman fyrst stelpurnar verða ekki með eins og síðast!“ og aðrir áttu erfitt með að sætta sig við að ferðast með öðru liði sem þeir hafa litið á sem andstæðinga í boltanum. En Valsstrák- arnir áttu eftir að taka gleði sína. Haldið norður Ferð okkar hófst við Hlíðarenda á föstu- dagsmorgun. Rútan mætti skömmu fyrir kl. 8:30. Haukar höfðu tekið frá nokkrar sætaraðir fyrir okkur Valsmenn í miðri rútunni. Aftast höfðu strákarnir úr Hauk- um komið sér fyrir en fyrir framan okkur sátu Haukastelpurnar úr 5. flokki sem voru á leið til Húsavíkur að keppa við stöllur sínar úr öðrum liðum. Áætlunin gerði ráð fyrir því að við myndum maula nestið okkar í Staðarskála og halda rakleitt til Akureyrar og vera komin þangað um miðjan dag, þar sem Haukastelpurnar áttu eftir tveggja tíma ferð til Húsavíkur. Allt gekk þetta eftir en auk þess var stoppað Leiðangur 5. flokks karla á handboltamót á Akureyri Í haust sameinuðust Valur og Haukar í rútuferð til Akureyrar til að keppa á lokatörn Íslandsmótsins í handbolta í 5. flokki yngra árs karla 6A B la ck Y el lo w M ag en ta C ya n 6 11 12 27 6 V al ur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.