Valsblaðið - 01.05.2011, Qupperneq 97

Valsblaðið - 01.05.2011, Qupperneq 97
82 Valsblaðið 2011 Morgan hefur æft handbolta með Val í 4 ár og hefur búið í Hlíðunum frá 6 ára aldri og segir að af þeim sökum hafi leg- ið beinast við að ganga til liðs við Hlíð- arendastórveldið. Hvernig kom það til að þú fékkst tæki- færi að spila með landsliði Bandaríkj- anna? „Þegar ég var 14 ára þá heyrði ég að Bandaríkin voru að reyna að endur- byggja handboltaferil þar í landi og þar sem ég er hálf- bandarísk þá sendi ég þeim póst um að ég hefði áhuga á að spila. Seinna um árið þá var ég valin í U16-landsliðsúrtakshópinn og eftir það hef ég verið að spila með U16, U19 og U21 landsliði Bandaríkjanna. Svo í des- ember sl. þá komst ég í A landsliðið ásamt nokkrum sem ég hafði verið að spila með í U21. Við áttum að keppa á móti Kanada, sem var líka að reyna að endurbyggja handboltann þar í landi, til að komast á Ameríkuleikana í Mexico. Eftir tvo leiki þá voru það Bandaríkin sem enduðu sem sigurvegarar og vorum því á leið til Mexico.” Hvað var efirminnilegast við þetta æv- intýri? „Ég myndi segja seinni leikurinn við Kanada sem við spiluðum í Quebec, með alla á móti okkur og brjálaða kana- díska áhorfendur í standinum, eftirminni- legast því við unnum með 5 mörkum í erfiðum leik. Það var kannski besta til- finningin sem ég hef fengið eftir unninn leik því Bandaríkin höfðu ekki komist á Ameríkuleikana í langan tíma og við vor- um flestar með tár í augunum. Síðan hófst undirbúningurinn í ágúst og við æfðum saman í 5 vikur í New York áður en haldið var suður til Mexíco. Þegar komið var til Mexico þá áttum við nokkra daga til undirbúnings og aðlögun- ar og síðan var keppt. Áður en þú vissir af þá var ferðin á enda. Staðreyndin var sú að við vorum ekki á leið á Ólympíu- leikana en við vorum allar mjög ánægðar fyrir að hafa farið og þakklátar fyrir frá- bæra reynslu fyrir hönd Bandaríkjanna.” Hvernig gekk ykkur á síðasta tímabili og hvað er eftirminnilegast úr keppn- isferðinni sl. sumar til Ítalíu? „Okkur gekk vel á síðasta tímabili en síðustu leikirnir snerust ekki í okkar hag og við komumst því ekki í úrslitaleik á Íslands- mótinu. Eftirminnilegast fannst mér ít- alski ísinn, sem við gjörsamlega lifðum á.” Hvernig er hópurinn núna í vetur? „Mér finnst við hafa mjög góðan og fjöl- breyttan hóp og ég hef fulla trú að við eigum eftir að gera marga góða hluti saman í vetur. Í heildina þá hefur okkur gengið vel en tímabilið er rétt svo að byrja svo enginn veit nákvæmlega hvar við eigum eftir að standa. Ég er núna að spila með 3. fl. og æfi með meistara- flokki. Þjálfararnir mínir eru þau Karl Erlingsson og Hrafnhildur Skúladóttir. Fyrirmyndir í boltanum. „Fyrirmynd- irnar mínar er Ólafur Stefánsson og Guð- jón Valur Sigurðsson. “ Hvað þarf til að ná langt í íþróttum? „Til að ná langt í íþróttum verður maður aðallega að hafa rétt hugarfar og það krefst mikillar skuldbindingar og auk þess ætti maður að hafa sitthvað af sjálf- saga og sjálfstrausti. Að mínu mati eru það aukaæfingarnar sem gera mann góð- an.“ Aðrar íþróttagreinar? „Ég æfði ballett í 5 ár en svo hef ég líka æft fótbolta, körfubolta og frjálsar.“ Hverjir eru helstu Valsararnir í fjöl- skyldunni? „Foreldrar mínir æfðu aldrei með Val en eru engu að síður miklir Vals- arar, svo eru jú systkinin í yngri flokkun- um.“ Stuðningur fjölskyldu. „Stuðningur for- eldra minna er ómetanlegur. Ég fæ stuðn- ing úr allri fjölskyldunni en mest kemur hann frá mömmu minni, enda er hún allt- af mætt þegar leikur hefst. Ég bý í fimm mínútna göngu frá Valsheimilinu og oft á tíðum eru það foreldrar mínir sem nenna að dröslast með mig á bíl fyrir æfingu þegar maður nennir ekki sjálfur og þakka ég þeim fyrir þessa „waste of gas“- mó- ment eins og mamma mín segir alltaf. Mamma mín er auk þess einkaþjálfari og hefur hún hjálpað mér mikið með auka- þjálfun í þreki og styrktaræfingum í tækjasalnum. Ég met stuðning foreldra minna mikils og eru það þeir sem styðja mann áfram þegar maður er undir í leik.” Hverjir eru þínir framtíðardraumar? „Markmið mitt er að fá að spila með meistaraflokki Vals og síðar kannski að fara í atvinnumennskuna. Ég á mér samt leyndan draum um að komast á Ólymp- íuleikana. Mig langar að verða læknir en hef þó ekki pælt neytt mikið í því hvern- ig það myndi tvinnast á móti handboltan- um. Eftir 10 ár verð ég vonandi komin í atvinnumennskuna og búin eða að klára læknisnámið.” Hvað finnst þér mikilvægast að gera til að efla handboltann hjá Val? „Mér finnst æfingar fyrir markmenn hjá yngri flokkunum, sérstaklega hjá stelpum, vanta gríðarlega. Það ætti að byrja að byggja upp alveg frá ungum aldri. Svo væri góð hugmynd að frá 14 ára aldri ætti að byrja að fræða krakkana um nær- ingarfræði og gott matarræði því það er akkúrat á þessum árum sem leikmenn fara úr því að vera ekki bara hæfileika- ríkir heldur sterkir og hraðir. Til að bæta tengsl milli deilda þá væri það frábært ef fólk myndi ekki bara styðja sína eigin íþrótt heldur fara á leiki hjá öðrum og styðja þá til sigurs, því bættur stuðningur getur skapað bættan leik.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik árið 1911.” Ungir Valsarar Ég á mér draum að spila handbolta á Ólympíuleikunum Morgan Þorkelsdóttir er 16 ára og leikur handbolta með 3. flokki Valsblaðið 2011 95 Félagsstarf Árið 1945 var stofnað fulltrúaráð Vals. Fyrsti formaður þess var Sveinn Zoega og stýrði hann ráðinu fyrstu tíu árin. Því var ætlað að vera nokkurs konar akkeri félagsins og var m.a. sett í lög félagsins að Knattspyrnufélagið Valur mætti ekki takast á hendur neinar meiri háttar fjár- hagslegar skuldbindingar án þess að til kæmi samþykki fulltrúaráðsins. Fulltrúaráðsfundir Ráðið hefur starfað af mismiklum krafti í gegnum tíðina og leið fyrir það m.a. þeg- ar framkvæmdir stóðu sem hæst á Hlíð- arenda að ekki var auðvelt um húsnæði fyrir fundi þess. Auk þess að halda nokkra fundi á ári þar sem gjarnan er fjallað um helstu málefni og stöðu félags- ins hefur einkum verið hugað að því að fastsetja inn í dagskrá félagsins árlega at- burði. Í dag má segja að nokkur hugðar- efni félaga ráðsins séu orðin prýðilega staðsett í starfi Vals. Golfmót Vals Golfmót Vals sem upphaflega var sett á laggirnar af Garðari Kjartanssyni sem lagði sig fram um margra ára skeið. Sum- arið 2010 var síðan spýtt í lófa og sam- hentur hópur skipaður Pétri Guðmunds- syni, Ómari Sigurðssyni, Jóni Halldórs- syni, Örnu Grímsdóttur, Gunnari Þór Jóhannssyni, Inga Rafni Jónssyni og Kol- brúnu Franklín tók að sér framkvæmd- ina. Framkvæmdin í fyrra og í sumar tókst með miklum ágætum og ljóst að mótið er komið til að vera um ókomin ár. Herrakvöld Vals Herrakvöld Vals sem er haldið fyrsta föstudag í nóvember tókst að flestra mati betur en nokkru sinni fyrr. Aðsókn er orðin stöðug u.þ.b. þrjú hundruð og sam- koman fáguð og félaginu til sóma. Bridgemót Vals Bridgemót Vals er með sama hætti búið að festa sig í sessi sem skemmtilegt mót sem laðar m.a. að spilara úr öðrum fé- lögum sem er skemmtilegt. Örn Ingólfs- son hefur leitt þetta mót með sóma. Skákmót Vals Skákmót Vals er mót sem þarf að leggja meiri alúð við og ná upp á hærra plan ekki síst þar sem Hrókurinn, verðlauna- gripur sem teflt var um til fjölda ára hér áður fyrr kom í leitirnar þegar minja- nefndin hóf sitt mikilvæga starf. Minjanefnd Minjanefnd var sett aftur á laggirnar á haustmánuðum í fyrra. Til að setja nefnd- armenn í rétta gírinn var blásið til heim- sóknar upp á Akranes þar sem heima- menn hafa unnið frábært starf í varð- veislu sögu sinna íþrótta. Skagamenn tóku á móti hópnum af sérdeilis myndar- skap og vorum við Valsmenn nánast gátt- aðir á höfðingskapnum. Minjanefndin sem skilaði feykigóðu starfi í aðdraganda 100 ára afmælisins er skipuð Magnúsi Ólafssyni formanni, Margréti Bragadótt- ur, Ægi Ferdinandssyni, Ólafi Má Sig- urðssyni, Nikulási Úlfari Mássyni, Krist- jáni Ásgeirssyni, Óskari Jóhannessyni, Hermanni Gunnarssyni (smið) og Helga Benediktssyni. Til þess að þakka Skaga- mönnum fyrir móttökurnar var þeim boð- ið á Hlíðarenda s.h. september. Boðið var upp á veitingar frá Lárusi Loftssyni og til máls tóku m.a. Þorgrímur Þráinsson sem ræddi væntanlega afmælisbók, Sig- umundur Steinarsson sem sagði frá fyrri bók sinni um sögu knattspyrnunar á Ís- landi sem KSÍ gaf út, Gísli Gíslason og Haraldur Sturlaugsson höfðu einkum orð fyrir Skagamenn og tókst vel til. Síðan sungu Bára Grímsdóttir tónskáld og stjórnandi Valskórsins og Chris Foster nokkur lög við góðar undirtektir. Öflug starfsemi fulltrúaráðs Vals Eftir Halldór Einarsson formann fulltrúaráðsins Nokkrir Skagamenn hafa leikið með liði Vals svo sem Helgi Daní- elsson, Matthías Hallgrímsson, Jón Vilhelm Ákason, Baldur Aðal- steinsson (uppalinn Skagamaður), Hallbera Guðný Gísladóttir, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, Reynir Leós- son, Arnar Gunnlaugsson, Bjarki Gunnlaugsson, Jóhannes Gíslason, Ellert Jón Björnsson, Garðar Gunnlaugsson, og Hálfdán Gísla- son. Svo má nefna að þeir Gunn- laugur Jónsson og Hörður Helga- son voru um tíma þjálfarar Vals. Frá komu Skagamanna á Hlíðarenda í september 2011. Í fremstu röð frá vinstri: Haraldur Sturlaugsson, Gísli Gíslason, Ingi Björn Albertsson, Helgi Daníelsson, Gunnar Sigurðsson. Efri raðir frá vinstri; Jón Gunnlaugsson, Óskar Jóhnannesson, Nikulás Úlfar Másson, Einar Guðleifsson, Sigurður Haraldsson, Bjarni Bjarnason, Elías Hergeirsson, Davíð Kristjánsson, Róbert Jónsson, Örn Steinsen(K.R.), Björn Lárusson, Bára Grímsdóttir, Karl Harry Sigurðsson, Halldór Einarsson, Guðjón Guð- mundsson, Sigurður Jónsson, Sturlaugur Sturlaugsson, Jóhann Albertsson, Stefán Þor- mar Guðmundsson, Chris Foster, Ásgeir Óskarsson og Stefán Runólfsson (ÍBV). 6B B la ck Y el lo w M ag en ta C ya n 11 12 27 6 V al ur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.