Valsblaðið - 01.05.2011, Side 115

Valsblaðið - 01.05.2011, Side 115
Valsblaðið 2011 113 Starfið er margt uðu setningu sem Valsmenn hafa haldið á lofti allt frá stofnun félagsins: Leggið alla stund á að leggja fegurð inn í leik yðar, látið aldrei kappið bera feg- urðina ofurliða. Knattspyrnan átti að vera helguð Drottni, tæki til að göfga manninn, verkfæri til að gera menn að betri mönnum. Þannig var sr. Friðrik, stöðugt að leið- beina ungu fólki um hvernig væri best að lifa. Þess vegna fannst mörgum þeir standa í þakkarskuld við hann síðar á æv- inni – og er það ekki ástæða þess að þeir hinir sömu létu reisa af honum styttu hér í hjarta borgarinnar, meira að segja á meðan hann var enn á lífi. Það er heiður að fá að starfa í félagi sem sr. Friðriks stofnaði. Það er heiður að fá að keppa fyrir hönd félags sem á rætur sínar hjá honum. Kæru Valsmenn, karlar og konur. Haldið áfram að vinna æsku þessa lands gagn með því að standa fyrir starfi þar sem börn og ungmenni hafa tækifæri til að þroska sig og efla til líkama, sálar og anda og verða göfugri manneskjur. Það er það sem íslensk þjóð kallar á í dag. Fyrir hönd KFUM og KFUK óska ég ykkur innilega til ham- ingju með daginn og bið ykkur blessunar Guðs og velfarnaðar í starfinu um ókomna framtíð. Gyða Karlsdóttir framkvæmda- stjóri KFUM og KFUK á Íslandi. Falleg athöfn fór fram í Lækjargötu í hádeginu á 100 ára afmælisdaginn 11. maí í blíð- skaparveðri. Systkinin Viktor Andri Jónsson og Kristjana Þórdís Jónsdóttir, sem æfa bæði með Val, lögðu blómsveig að styttu æskulýðsleiðtogans séra Friðriks Friðriks- sonar. Með þeim eru Hörður Gunnarsson formaður (t.v.) og Reynir Vignir formaður afmælisnefndar Vals. Samantekin heilræði sr. Friðriks Friðriks- sonar í 100 ár.: Leggið alla stund á að leggja fegurð inn í leik yðar, látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliða.128 Valsblaðið 2011 Þjálfun barna og unglinga Saga kvenna knatt­ spyrnunnar í Val eftir Soffíu Ámundadóttur og Margréti Magnúsdóttur Soffía Ámundadóttir þjálfari yngri flokka kvenna hjá Val til margra ára og fyrrver- andi leikmaður í knattspyrnu hjá Val hélt fyrirlestur á þjálfararáðstefnunni um sögu kvennaknattspyrnunnar hjá Val. Hún telur markviss vinnubrögð hjá fé- laginu við þjálfun með uppöldum Vals- þjálfurum, samheldni og frábærum félagsanda lykilinn að velgengni kvenna- knattspyrnunnar hjá félaginu. Árið 1977 var upphaf kvennaknatt- spyrnu í Val. Nokkrar ungar stúlkur og handboltaskvísur tóku sig til og kepptu fyrir hönd Vals í knattspyrnu. Aðeins einu ári síðar varð Valur Íslandsmeistari í kvennaknattspyrnu og hefur sú sterka sigurhefð haldist æ síðan. Árangurinn hefur verið framúrskarandi og eigum við í dag 23 titla í meistaraflokki – Íslands- og bikarmeistara. En þá eru ótaldir allir þeir titlar sem yngri flokkar kvenna hafa unnið í gegnum árin. Á þessu fallega ári 2011 erum við Íslandsmeistarar í 2. 3. 5 og 6. flokki kvenna og bikarmeistarar í meistaraflokki kvenna. Þjálfarar í gegnum tíðina hafa verið miklir Valsarar og stöðugleiki hefur verið mikill. Hér er hægt að nefna langan og flottan lista af framúrskarandi þjálfurum en ég læt þessa duga: Elísabet Gunnars- dóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir, Ragn- hildur Skúladóttir, Freyr Alexandersson, Margrét Magnúsdóttir, Rakel Logadóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir, Íris Andrésdóttir, Soffía Ámundadóttir o. fl. Í þessum þjálf- arahópi hefur Valshjartað verið drifkraft- urinn, mikil samheldni hefur ríkt, hjálp- semi og gleði. Leikmenn í kvennaflokkum Vals eru aldir upp við sterkar fyrirmyndir. Það er nauðsynlegt að hafa sterkar fyrirmyndir en snemma setja ungar stúlkur sér mark- mið að komast í landslið og kveikir þetta metnað ungra leikmanna fyrr en ef fyrir- myndirnar væru ekki til staðar. Landsliðssæti Valskvenna á þessu ári 2011 eru: (hér er verið að miða við byrj- unarliðssæti og meðaltal ársins): A landslið – 5 leikmenn, • U 19 – 5 leikmenn og • U 17 – 6 leikmenn. • Þá er ótalið allir þeir leikmenn sem hafa verið í úrtakshópum á árinu og þeir eru margir. Valur hefur verið mikill brautryðjandi hvað útrás leikmanna erlendis varðar. Árið 1984- 86 fóru fyrstu leikmennirnir frá Íslandi í atvinnumennsku og voru það Valsararnir Bryndís Valsdóttir, Kristín Briem og Guðrún Sæmundsdóttir en þær léku allar með Napoli á Ítalíu. Árið 1987 fór fyrsti leikmaðurinn í háskólalið í USA og var það Valsarinn Cora Barker. Margir leikmenn hafa fetað þessa braut sem þess- ir flottu brautryðjendur ruddu. Á síðustu árum hafa u.þ.b. 16 leikmenn haldið í at- vinnumennsku erlendis en Valur á 12 af þessum leikmönnum. Tölfræðilega hlýtur að vera gott að alast upp í Val, þar er stefnan sett hátt og metnaður er mikill. Kvennadeildin er vel skipulög og sam- vinna er mikil. Við erum sem ein lítil fjölskylda þar sem allir þekkjast vel og styrkleiki hvers og eins fær að njóta sín. Skipulag flokkanna er mikið og virkilega vel haldið utan um alla flokka. Þjálfarar vinna saman og setja sér háleit markmið þar sem mikil vinna og gleði liggur að baki. Við vitum hvert við stefnum og metnaður er mikill. Árangur Valskvenna er þó ekki síst að þakka frábærum félagsanda. En þessi mikla stemming, hefð og samheldni hef- ur haldist frá upphafi. Margir Valshópar hittast reglulega til þess að rifja upp gamla tíma, þjappa sér saman eða eiga góða stund saman. Þá er ósjaldan sungið Valsmenn léttir í lund ásamt fleiri góðum Valslögum. Ég er gríðarlega stolt að vera hluti af þessari sögu Vals sem er án vafa stórkostleg. Vera alin upp í þessari áhugaverðu menningu og hafa náð að til- einka mér þær hefðir sem liggja í arf- leifðinni. Ég vona að ég geti áfram fært hana næstu kynslóðum Valskvenna. Valskveðja Sossa (Soffía Ámundadóttir) og Margrét Magnúsdóttir Stoltir þjálfarar 3. flokks kvenna hjá Val, Margrét Magnúsdóttir t.v. og Soffía Ámundadóttir t.h. með Íslandsmeistarabikarinn 2011. Þær eru báðar uppaldir Vals- þjálfarar. 8A B la ck Y el lo w M ag en ta C ya n 8 11 12 27 6 V al ur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.