Valsblaðið - 01.05.2011, Side 132

Valsblaðið - 01.05.2011, Side 132
130 Valsblaðið2011 Jón Hilmar byrjaði að æfa fótbolta á yngra ári í 6. flokki, þá 7 eða 8 ára gam- all. Hann segir að margir strákar hefðu átt skilið að vinna Friðriksbikarinn en það sé mikill heiður að hafa unnið hann. Tilfinningin hafi auðvitað verið mjög góð og hann segir að það sé gaman að sjá að þjálfarinn hafi talið hann hafa átt þennan heiður skilið. Hvernig gekk ykkur í sumar? „Okkur gekk ekkert alltof vel og náðum við ekki settu marki að komast upp úr riðlinum okkar á Íslandsmótinu, við fórum hins vegar til Svíþjóðar á Gothia Cup og stóð- um okkur þar vel og tel ég okkur óheppna að hafa ekki komist lengra í þeirri keppni. Mér líst mjög vel á hópinn núna og samanstendur hann af alls konar persónuleikum sem ná vel saman, auk þess líst mér gríðarlega vel á nýju há- gæða þjálfarana og leggja þeir virkilegan metnað í þjálfunina sem síðan nær til okkar á vellinum.“ Segðu frá skemmtilegum atvikum úr boltanum. „Ég mun aldrei gleyma Rey Cup 2010 en við lentum í 2. sæti í því móti. Við höfðum komist í úrslitin með gríðarlega mikilli dramatík og vorum við grátlega nálægt því að vinna mótið en tapaðist það í vítaspyrnukeppni í úrslita- leiknum. Meðal annars komumst við upp úr riðlinum með nauðsynlegum 1-0 sigri á efsta liði riðilsins KR en við náðum yf- irhöndinni í byrjun leiks með marki beint úr hornspyrnu og héldum við allan leik- inn þeirri forystu, undanúrslitaleikurinn á móti Haukum verður að auki seint gleymdur en við vorum 2-0 yfir í hálfleik en náðu Haukamenn að jafna metinn og var farið í vítaspyrnukeppni sem við unn- um örugglega. Ég hef aldrei verið hluti af jafn samheldnum og góðum hópi og þá og situr þetta mót mér fast í minni.“ Hverjar eru fyrirmyndir þínar í fót- boltanum? „Ég lít mjög mikið upp til Wayne Rooney en er hann að mínum mati einn sá albesti í bransanum, auk þess er Sigurbjörn Hreiðarsson mann- eskja sem allir ættu að líta upp til en hann hefur átt feril sem er hægt að vera mjög stoltur af og er hann lifandi goð- sögn hjá Val.“ Hvað þarf til að ná langt í íþróttum? „Aðalatriðið til að skara fram úr í íþrótt- um er hugarfar, vilji og agi. Ef maður hefur þá eiginleika þá tel ég að maður geti náð langt í hverju sem maður tekur sér fyrir hendi. Ég persónulega gæti bætt mig heilan helling í öllum hliðum bolt- ans, en núna er það aðallega hraði og tækni á bolta. Hvers vegna fótbolti? „Ég var settur í fótbolta á unga aldri og varð ástfanginn á fyrstu æfingunni.“ Hvernig finnst þér að eigi að efla starf- ið í yngri flokkunum hjá Val í fót- bolta? „Yngri flokka starfið hjá Val hef- ur ekki verið nægilega gott upp á síðkast- ið hjá strákunum og ekki nóg gert fyrir okkur strákana finnst mér en það er allt að koma til. Ég held að ég geti talið upp sirka 10 þjálfara sem hafa þjálfað mig á 8 ára skeiði og er það alls ekki gott að hafa ekki getað fengið neina festu þegar ég var yngri.“ Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú fengið frá foreldrum þínum í sam- bandi við handboltann? „Ég hef fengið mikinn stuðning í gegnum tíðina frá for- eldrum mínum og mætti pabbi á alla leiki á mínum yngri árum, síðan var mér alltaf skutlað af þeim þegar æfingar voru á ÍR, KR eða Fram svæðunum þegar það var verið að gera gervigrassvæðið.“ Er eitthvað sem þarf að laga hjá Val að þínu mati? „Það voru stundum vandræði með dómaramál í fyrra og þurfti 3. flokk- urinn einstöku sinnum að hlaupa í skarð- ið fyrir þá sem áttu að dæma leikina hjá 4. eða 5. flokki sem var ekki gott, sér- staklega þar sem leikir hjá 4. flokki voru oftar en ekki degi fyrir leik hjá okkur svo að um mikilvæga æfingu var að ræða sem liðsmenn þurftu að sleppa til þess að taka að sér dómgæslu. Það myndi þurfa að taka skipulagið í þeim málum í gegn. En ég sé að miklar breytingar hafa verið eða eru að eiga sér stað sem ég er mjög sáttur með.“ Hverjir eru þínir framtíðardraumar? Hvar sérðu fyrir þér að þú verðir eftir 10 ár? „Ég sé mig fyrir mér vinna að einhverju tengdu fótbolta eða nýbúinn með háskóla. Stefnan er að fara í háskóla í Bandaríkjunum eða Norðurlöndunum, vonandi á fótboltastyrk.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Árið 1911 af séra Friðriki Friðrikssyni.“ UngirValsarar Oförþjálfaraskiptiíyngri flokkumhjástrákunum Jón Hilmar Karlsson er 16 ára og leikur fótbolta með 2. flokki og er handhafi Friðriksbikarsins 2011 Valsblaðið 2011 143 Starfið er margt Sumarbúðir í borg voru starfræktar frá 6. júní til 1. júlí í tveimur sjálfstæðum nám- skeiðum og var þetta tuttugasta og þriðja starfsár íþrótta og leikjanámskeiðsins, þátttakan var nokkuð góð. Dagskrá námskeiðsins var þannig hátt- að að fyrir hádegi var farið í fjölmarga leiki og ýmsar íþróttagreinar voru kynnt- ar fyrir börnunum. Einnig voru sumir sem nýttu sér þann möguleika að vera í knattspyrnuskóla Vals fyrir hádegi og komu svo yfir í sumarbúðirnar eftir há- degi. Dagskráin eftir hádegi var mjög fjölbreytt og nýttum við okkur nágrenni Vals mjög vel, við fórum meðal annars á Klambratún og Hljómskálagarðinn í leiki, ratleik í Öskjuhlíðinni ásamt því að grilla þar brauð, siglingu í Nauthólsvík og strandferð. Krakkar í sumarbúðunum með í myndinni Algjör Sveppi og töfraskápurinn Við vorum einnig svo heppin að tókum þátt í atriði fyrir myndina Algjör Sveppi og töfraskápurinn sem tekið var upp í Hörpunni. Við fórum í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni og fengum að sjá þyrluna Gná taka á loft. Einnig heimsótt- um við Lögreglustöðina og fengum með- al annars að sjá fangaklefa, mótorhjól og grandskoða lögreglubíl. Við fórum einn- ig í skoðunarferð á Þjóðminjasafnið og sáum þegar var verið að taka upp atriði fyrir morgunstundina okkar sem börnun- um fannst mjög áhugavert. Við fengum danskennslu frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Við fórum í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn og grilluðum þar pylsur og héldum þar hæfileikakeppni þar sem börnin fóru á kostum og það er alveg ljóst að þar var mikið af hæfileikaríkum börnum á ferð. Góðviðri og góður matur í sumarbúðunum Á lokadegi námskeiðanna var haldin ól- ympíukeppni þar sem börnin kepptu í ýmsum greinum og fengu viðurkenning- arskjal með árangri sínum. Við vorum sér- staklega heppin með veður á meðan sum- arbúðunum stóð og þökkum við veður- guðunum sérstaklega fyrir það. Við fengum heitan og góðan mat á hverjum degi sem eldaður var í eldhúsi Vals af Klöru Geirsdóttur. Það er mat allra þeirra sem að sumarbúðunum komu að þær voru vel heppnaðar. Að lokum langar mig að þakka starfsfólki og öllum sem að sumar- búðunum komu sérstaklega fyrir sumarið. Elvar Már Svansson skólastjóri Sumarbúða í borg. Sumarbúðir í borg Íþrótta- og leikjanámskeið í 23. sinn 9B B la ck Y el lo w M ag en ta C ya n 11 12 27 6 V al ur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.