Són - 01.01.2007, Blaðsíða 49
Jón B. Guðlaugsson
„Aldurhniginn féll á fold“
Nokkrar hugleiðingar
um skáldið Karl Jónasson
Ólíkt hafast menn að. Sköp hafa þannig skipt að fyrir hartnær tuttugu
árum leiddist greinarhöfundur út í umfangsmikla söfnun hvers kyns
ljóðmæla austan af landi, nánar tiltekið frá Seyðisfirði þar sem hag-
mælskan blómstraði forðum tíð. Var sömu sögu að segja víðar á landi
hér enda hafði fyrri tíðarandi stuðla og rím í hávegum langt umfram
það sem nú gerist. Staðfestu þess er meðal annars að finna í Minn-
ingabrotum Sigurðar Arngímssonar ritstjóra á Seyðisfirði sem sjálfur
var skálmæltur vel:
Það þótti liggja í landi á Seyðisfirði, að þar væri allmargt um
vel hagorða menn – auk skáldanna – enda fólk þar aðkomið úr
ýmsum áttum á tímabili, en mjög fátt þess fólks var innfæddir
Seyðfirðingar. Mikið var þar um gamankviðlinga fyrir ýmis fé-
lög: Kvenfélögin bæði (Kvik og Kvenfélag Seyðisfjarðar), Verka-
mannafélagið Fram, Verslunarmannafélagið, Skemmtifélagið
Bjólf o.s.frv. Voru þessi skopkvæði sungin á skemmtisamkom-
um félaganna af þar til útvöldum mönnum þá og þá.
Einu sinni var ég fenginn til að kveða fyrir eitt félagið eitt
slíkt kvæði. Þetta var veturinn 1915 …
En þeir sem slyngastir voru í meðferð skopsöngvanna, voru
Kristján heitinn læknir – söng tíðast eftir vin sinn, snillinginn
Karl Jónasson sjúkrahúsráðsmann – Friðbjörn Aðalsteinsson,
síðast loftskeytastöðvarstjóri í Reykjavík, fæddur leikari, og
Snorri Lárusson símritari, bróðir Inga tónskálds, sem hermdi
eftir hverri persónu, sem hann söng um, svo að hún varð ljós-
lifandi á sviðinu. Þetta var nú á mínum tíma á Seyðisfirði.
Við vorum einu sinni – það mun hafa verið rétt fyrir 1920 –
að telja saman það fólk á Seyðisfirði sem gæti brugðið fyrir sig
að skjóta fram bögu og sumir heilum kvæðum. Mig minnir að